Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2005, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2005, Blaðsíða 37
DV Lífið eftir vinnu ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ2005 37 Tveir erlendir sirkusar eru á leiðinni til landsins. Sjónvarpsstöðin og lífsstílsblaðið Sirkus fara af stað í sumar. Ljóðabókin Sirkus er komin út og skáldsagan Sirkus kemur í haust. Sigga á skemmtistaðnum Sirkus er ekkert voðalega hress með þetta allt saman. „Ég held að það sé eitthvað í menningu okkar í dag sem kallar á þennan sirkus allan, frekar en að öllum hafi dottið það sama í hug á sama tíma. Vestræn menning er öll einn allsherjarsirkus. Pólitíkin er sirkus, gagnslaus stn'ð eru sirkus - þetta er gott hugtak til að fanga ástandið." Hér talar Óttar.Martin Norðfjörð, en Nyhil-samsteypan gaf á dögunum út ljóðabók hans Sirkus. Ljóðin skrifaði hann að mestu á veitingahúsinu Sirkus. „Bókin varð til í því kaosi sem ríkir í miðbæ Reykjavíkur á föstudags- og laugardagskvöldum - djamm nýju kynslóðarinnar getur oft verið brútal og ógeðslegt. Ég leik mér með að spá í það sem gæti gerst ef ólæknandi plága kæmi til íslands - eitthvað í líkingu við fuglaflensuna - og fólk færi unnvörpum að deyja. Ég ímyndaði mér hverrúg fólk myndi bregðast við og mín niður- staða var að það myndi bara halda áfram að skemmta sér ffarn í rauð- an dauðann." Sirkus er mál málanna Óttar teiknaði sjálfur myndirnar sem leika stórt hlutverk í bókinni. Fyrsta kápa bókarinnar sýndi vegg Sirkuss sem snýr út á Laugaveg en Óttar Martin Sirkus er gott hugtak til að fanga ástandiö. sú kápa fór fyrir brjóstið á Siggu sem rekur veitingahúsið Sirkus. Hún talaði um ólöglega notkun á lógói staðarins og Óttar breytti því kápunni fyrir kurteisissakir. Guðrún Eva Mínervudóttir situr nú við skriftir á skáldsögu sem heitir Sirkus og kemur út fyrir jólin. Útgáfustjóri Máls og menningar Guðrún Eva Sirkusinn hennar mun„sæta tíðindum“. sem gefur bókina út er Páll Vals- son: „Ég kann engar skýringar á þessu en það er eins og sirkus sé mál málanna í dag,“ segir hann. „Þetta er samt gamall titill hjá Guðrúnu og hefur fylgt þessu verki í um tvö ár. Hann er því eldri en þessi hringekja sem nú er komin af stað.“ Páll vilí ekki tjá sig mikið um Sirkus á Klapparstíg Sigga sem rekur staðinn er ekki ánægö með sjónvarps-sirkusinn. skáldsöguna en segir að hún muni „sæta tíðindum". Titillinn mun vitna til allsérstæðs sirkus sem kemur fyrir í verkinu. Viðundur gleypa herðatré Sirkusinn gerir vart við sig á fleiri stöðum en í bókmenntunum. Það var hálfgerð sirkusstemming yfir Eurovision. Keppendur fóm í splitt, börðu bumbur og létu öllum illum látum með slípirokka. Það vantaði bara eldgleypa og ljón. Tveir alvöm sirkusar verða á landinu í sumar. Franski sirkusinn Cirque sýnir fjór- um sinnum í tjaldi á Hafharbakkan- um í miðbæ Reykjavflcur 2.-6. júní. Sýningin nefnist „The Story of Auguste" og boðið verður upp á sjónhverfingar og loftfimleika. Sýn- ingin byggir á sögu bandaríska rit- höfundar Henrys Miller „The smile at the foot of the ladder", sem segir frá manni sem vill ekki lengur vera trúður. Hinn sirkusinn, Sirkus Jim Rose, er öllu óhefðbundnari og hálfgerður pönksirkus. Jim mætir með fimm „viðundur" og sýnir á Broadway 29. júlí. Sýningin þykir sjtikleg og hrottalega fyndin og er stranglega bönnuð innan 18 ára. Meðal þess sem Jim og viðundrin ætla að gera er að gleypa herðatré, lyfta rafgeymi úr bíl með geirvört- unum og gleypa borða og taka hann svo út um lítinn skurð á mag- anum. Auglýsingaherferð Sirkuss Sirkus auglýsir nú með heil- síðuauglýsingum slagorðið „Þarf þetta að vera eins og þetta er?“ Hægt væri að álykta að skemmti- staðurinn Sirkus væri kominn í bullandi auglýsingaherferð, en það mun ekki vera, heldur er verið að kynda undir sjónvarpsstöð og lífs- stílstímariti á vegum 365 ljósvaka- miðla með Árna Þór Vigfússon í fararbroddi. Þennan Sirkus er verið að móta um þessar mundir en hann á að byrja í sumar. Eins og kunnugt er hefur Vala Matt bókað sig í Sirkusinn, en annars ríkir mik- il leynd yfir fyrirbærinu. Sigga á Sirkus ekki ánægð Sigríður Guðlaugsdóttir - Sigga á Sirkus - hefur rekið skemmti- staðinn Sirkus síðan árið 2000, en þar áður rak hún barinn Nl-bar í sama húsi á Klapparstígnum. Hún er ekki ánægð með nafriið sem sjónvarpsstöðin og tímaritið nota. „Mér finnst þetta nú bara hallæris- legt hjá þeirn," segir hún. „Þeir segja að þetta eigi að vera eitthvað frumlegt og hugmyndarfkt, en mér finnst það nú ekki lýsa miklu hug- myndaflugi að þurfa að stela nafn- inu frá okkur. Nú er ekki lengur hægt að panta leigubíl og segja honum að koma á Sirkus - hvaða Sirkus? verður maður spurður núna.“ Sigga er nýkomin frá útlöndum og það fyrsta sem hún sá í blöðun- um var fyrirsögnin „Vala Matt komin í Sirkus". - „Ég vissi nú bara ekki hvað var í gangi,“ segir Sigga og hlær. „Vala kom einu sinni hérna á barinn og fannst allt æðis- lega skemmtilegt og vildi taka upp hérna en við stoppuðum það nú bara af, fannst það ekki passa, enda erum við með kúnna sem vilja ekki endilega vera f sviðsljós- inu.“ Sigga segir í gríni að kannski ætti hún að opna bar sem heitir Bónus - „og vera með drykkina krónu ódýrari". Hún segist ekki nenna að fara í mál gegn fjölmiðla- stórveldinu en stingur upp á því að þeir kalli þetta bara Circus með c-i í staðinn. „Væri það ekki upplagt? Er ekki svo mikil útrás alltaf í gangi hjá þessum mönnum?" Það er ljóst að sirkusinn verður allsráðandi í sumar. glh&dv.is U2 hafnar 1,6 milljörðum fýrir auglýsingu Hljómsveitin U2 hafnaði nýlega jafnvirði 1,6 milljarða króna fyrirað nota lag þeirra Where The Streets Have No Name i auglýsingu. Bono, söngvari U2, sagði:„Við gerðum þetta næstum því. Ég veit, eftir að hafa unnið í Afriku, hversu mikið þessi peningur myndi geta gert. Þannig að við hugsuðum„við gefum peningana" en ef maður segist hafa gefið peninginn hljómar maður eins og fífl þannig við ákváðum að segja engum frá þvi og taka gagnrýninni. En eftónleikar ganga ekki vel, þá er eitt lag sem við getum spilað og það verður eins og Guð hafi gengið inn i herbergið. Þannig að sú hugmynd að fólk hugsi„ó, þetta er lagið úr auglýsing- unni" gátum við ekki sætt okk- urvið." D-12 lær tölvuleik rödd sína Hljómsveit Eminems, D-12, hefur bæst í hóp með Method Man, Xzibit og Snoop Dogg um að Ijá raddir sínar persónum í tölvuleiknum „Crime Life: Gang Wars". Leikurinn snýst um mann að nafni Tre og hans leiðir í glæpalífi stórborgarinnar. Leikurinn hefur verið harð- lega gagnrýndur fyrir að dásama glæpaiíf en segja framleiðendur leiksins Konami að hann geri einmitt hið þveröfuga. D-12 mun einnig sjá um tónlist í leiknum. Leikurinn er væntan- legur í haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.