Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ2005 39 Ólga í Úzbekistan Um 500 manns láta lífið þegar ör- yggissveitir skjóta á mannfjölda í andófsham - þetta nægir til að koma á fréttakortið landi sem annars er þar ekki. Hér er átt við Mið-Asíuríkið Úzbekistan, þar sem spurt er um það þessi misseri hvort leið út úr ör- birgð og harðstjórn liggur til ein- hvers konar lýðræðis eða vaxandi áhrifa hreyfinga sem láta sig dreyma um trúarlegt stórveldi í Mið-Asíu sem rísi á fjórum fyrrum Sovétlýð- veldum, sem öll eru byggð múslfm- um mestan part. Harðstjóri en bandamaður Forseú Úzbekistans, Karimov, var áður formaður Kommúnista- flokksins í lýðveldinu, en gerðist við fall Sovétríkjanna leiðtogi þjóðernis- hreyfingar sem hefur einokað póli- tískt vald í landinu. í síðustu kosn- ingum fékk hann 92% atkvæða og hefur látið hnika til stjórnarskránni til að framlengja umboð sitt, nú síð- ast til ársins 2007. Hann hefur beitt aðferðum lögregluríkis af mikilli grimmd - lögregla hans hefur verið sökuð um pyntingar og meira að segja um að sjóða stjórnarandstæð- inga lifandi. Efnahagsástand er hörmulegt í landinu, fátækt mikil og atvinnuleysi. Engu að síður hefur Karimov verið talinn verðmætur bandamað- ur Bandaríkjanna í „stríðinu gegn hryðjuverkum" og þá sérstaklega í hernaði gegn talibönum í Afganist- Árni Bergntann skrifar um ótguna sem rlkir i Úzbekistan þessa dagana. an. Hann leyfði Bandaríkjamönnum að koma sér upp herstöð í landinu og þáði fyrir nokkra tugi miljóna dollara á ári, sem að sögn fara að mestu til að halda útí her og lög- reglu. Að auki er Úzbekistan eitt þeirra landa sem fangar, sem bandaríska leyniþjónustan grunar um aðild að hryðjuverkasamtökum, eru fluttir til og geymdir þar með leynd - og látnir sæta svipaðri með- ferð og illræmd hefur orðið eftír frægar myndbirtíngar úr Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad i írak. Andóf og íslam Þessa stöðu mála hefur Karimov fært sér óspart í nyt. Hann bregst svo við hverju dæmi um ókyrrð eða mótmæli að lýsa því yfir að þar séu að verki „íslamskir öfgamenn" eða beinlínis hryðjuverkamenn. Undir yfirskini þátttöku sinnar í alþjóða- stríði gegn hryðjuverkum hefur hann látíð handtaka um tíu þúsund- ir manna að því er talið er og hafa þeir sætt verstu meðferð. Amnesty Internatíonal hefur kynnt sér mál ýmissa þessara fanga og telur ásak- anir á hendur þeim langflestar upp- lognar. Undir það tekur Craig Murray, fyrrum sendiherra Bret- lands í Tashkent, sem rekinn var úr starfi í fyrra fyrir opinskáa gagnrýni á mannréttindabrot stjórnar Karim- ovs. Hann segir í viðtali við blaðið The Indepent á dögunum að Bretar og Bandaríkjamenn muni aldrei gera neitt sem máli skiptír í þágu lýðræðis í landinu - svo mjög hafi þau flækst í að taka ábyrgð á Karimov og harðstjórn hans. Nú eru að sönnu til í landinu bönnuð íslömsk samtök, Hizb-ul- Tahrir, sem hafa á dagskrá sinni endurreisn mikils íslamsks stórveld- is í Mið-Asíu. Og hryðjuverk hafa verið framin í landinu - í fyrra týndu t.d. um 40 manns lífi í sprengingu í höfuðborginni Tashkent. En frétta- skýrendum ber saman um að áhrif þessara samtaka hafi ekki verið mik- il til þessa. Hitt er svo annað mál að þeim mun vafalaust vaxa fiskur um hrygg ef þau verða eini farvegur hinnar mildu og réttmætu óánægju sem beinist að valdhöfum. Upphaf þeirra óeirða í borginni Abidzhan sem kostuðu líklega um 500 manns lífið og vöktu dapurlega athygli á Úzbekistan á dögunum var einmitt það, að nokkrir tugir vopnaðra manna réðust inn í fangelsi í borg- inni til að frelsa 23 menn sem þar voru í haldi sakaðir um aðild að hinni bönnuðu íslömsku hreyfingu. Og í síðustu viku bárust fregnir um að hópur manna hefði tekið og hald- ið í einn dag smáborg austast í land- inu og lýst því yfir að með þeirri aðgerð væru þeir að byrja stofnun íslamsks ríkis í Úzbekistan. Fáir kostir góðir Of snemmt er að spá um það hvort þessi tíðindi eru sá neisti sem verður að miklu báli. Hitt er víst að hver sá sem tæki við stjórnartaum- um í Úzbekistan á úr vöndu að ráða. Á tímum Sovétríkjanna gegndi land- ið miklu hlutverki í hagkerfinu með því að sjá því stóra ríki fyrir baðmull. Enn er Úzbekistan annar stærsti út- ílytjandi baðmullar í heimi - en að- stæður á heimsmarkaði eru hinar erfiðustu. Til dæmis hafa Affíku- þjóðir sem baðmull rækta kvartað sáran yfir alltof lágu verði sem ræðst af miklum niðurgreiðslum til baðmullarræktenda i Bandaríkjun- um. Þá fara og saman í landinu mikil umhverfisslys, sem tengjast oftiotk- un á vatni úr tveim helstu stórám landsins, og svo fóiksfjölgunar- sprenging. Fyrir tæpum 50 árum bjuggu um átta miljónir manna í landinu en nú eru íbúarnir meira en 26 miljónir - þessi fjölgun hefur haldið áfram eftír hrun Sovétríkj- anna sem um leið leiddi meðal ann- ars til að iðnaður í Úzbekistan hrundi. Nú er talið að algeng laun í landinu séu sem svarar 10-20 dollur- um á mánuði og atvinnuleysi er gífurlegt. f í dúú Góðir (slendingar! Sýnið þolinmæði því þrátt fýrir allt er sumarið á næsta leyti, hvort sem við trúum þvi eða ekki. Það kemur kannski ekki á næstu dögum en þolinmæði er dyggð. Við skulum ekki hugsa um blíðviðrið á öðrum stöðum heldur bara biða eftir islenska sumrinu sem kemur þegar það kemur. Nokkur vindur Gola Gola V 7 Gola Gola Gola 5' Gola ia 'G' ÓJ Gola ** <&4 Gola r 4Ö Nokkur vindur / ** noraum -w Hægvi-ri. <&> P mnn Hæg breytileg átt. i V/. , ) 10Q3 Kaupmannahöfn Oslo Stokkhólmur Helsinki London 15 París 22 15 Berlín 19 16 Frankfurt 19 22 Madrid 27 14 Barcelona 21 Alicante 24 Milano 21 NewYork 14 San Francisco^ 24 með Kristjánl Guy Burgess • Allt frá því Þórólf- urÁmason hætti sem borgarstjóri hafa menn.velt vöngum yfir því hvað hann fari að gera næst. Það kom á óvart þegar hann dúkkaði upp í Kína í hópi Sjóvíkur- manna sem reka þar frystihús. Þórólfur sagðist vera þarna í krafti stjómarsetu í Marel en þegar hann byrjaði að sitja fyrir á myrídum með helstu ráðamönnum áttuðu menn sig á því að ekki var allt sem sýndist. Sjóvík og SH eru að sameinast og talað er um að á myndunum hafi Þórólfur verið að máta sig í for- stjórastól sameinaðs fyrirtækis... • Það þóttí heyra til tíðinda í gær þegar Ingvi Hrafri Jónsson lýstí því yfir á Talstöðinni að honum þætti tími til fyrir Davíð Oddsson að draga sig í hlé. Ingvi Hrafn hefur hingað til verið einn helsti talsmaður Davíðs og varið hann út í eitt. Aðdáunin hefur verið gagnkvæm því Dav- íð hefur gjarnan vilj- að koma í viðtöl til Ingva Hrafrís. Ingvi Hrafn er óútreikn- anlegur, fyrst yfirgaf hann Útvarp Sögu til að komast til 365 miðla og nú hefur hann snúist gegn Davíð... • Davíð þykir vera seinn af stað með sendiherrakapal. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar hafa beðið spenntir eftír því að komast að því hvar þeir eiga að vera næstu árin. Nýlega hefur verið ákveðið að færa til marga af þeim sem eru númer tvö í mörgum sendiráð- um. f þjónustunni er v kvartað undan tíma- setningum því oft þarf að gera mikl- cir ráðstafanir svo sem í sambandi við skólagöngu barna. Nú virðist sem ákvörðunin um að skipa Guð- mundÁma Stefánsson sem sendi- herra sýni að allt sé á hreyfingu í sendiherrakapli og sendiherrar og aðrir bíða spenntir með... • Opinber sendinefnd Ólafe Ragn- ars Grímssonar í Kína fylgdi forset- anum á öllum hans ferðum. Þarna voru auk Ólafs og Dorrit- ar og starfsfólks for- setaembættisins ValurValsson, stjórnarformaður útflutningsráðs, Sig- ríður Anna Þórðardóttír umhverfis- ráðherra og ráðuneytisstjóri hennar ásamt mökum og aðstoðarmaður ráðherra Haraldur Johannessen. Alfreð Þorsteinsson var einnig í nefndinni sem fuiltrúi Orkuveit- unnar og Reykjavíkurborgar... V * • í þessari opinberu nefnd voru einnig Hjálmar H. Ragnarsson rekt- or listaháskólans og kona hans Ása Richardsdóttir sem stýrir íslenska dansflokkinum. Þau léðu nefndinni menningarlegra yfir- bragð. Þegar hópur- inn fór til Xingdao að skoða fiskvinnslu og tala um sjávarút- veg, fengu þau Hjálmar og Ása leyfi til að vera áfram í Shanghai í stað þess að fylgja hinni opinberu nefnd...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.