Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 30. MAÍ2005 Fréttir DV Gæslan á eftir sjóræningjum Landhelgisgæslan ætlar að senda skip suður á Reykjaneshrygg til að fylgj- ast með veiðum svokall- aðra sjóræningjatogara. Ekkert er hægt að aðhafast nema þeir náist við veiðar innan íslensku lögsögunn- ar. Líklegast þykir að skipin muni leggjast í höfn í Evr- ópu. Hugsanlega verður fylgst með því hvert skipin halda að veiðum loknum og í framhaldinu haft sam- band við viðkomandi ríki. Yfirvöld úti í Evrópu munu þá sjá um mál skipanna. Halldórar í hársaman „Bæjarstjóri sakar blaða- mann um þráhyggjukennda leit að einhveiju misjöfnu," er fyrirsögn fréttar á vef bb.is á ísafirði. í fréttinni telur Halldór Jónsson blaða- maður að Halldór Halldórs- son bæjarstjóri saki sig um að taka pólitíska afstöðu í umfjöllun um peningamál bæjarins. Bæjarstjórinn seg- ir hins vegar blaðamanninn hafa farið mikinn í skrifum sínum og þau hafi verið helst til einsleit. Blaðamað- urinn bauð fram í sérfram- boði í síðustu bæjarstjóm- arkosningum. Bankasalan? Ég hefhaldið því fram lengi að sölunni hafi verið hand- stýrt I hendur valinna aðilla. Þetta er aðferðarfræði sem við megum ekki sætta okkur við. Þaö verður að vera þannig að allir hafi jöfn tækifæri og þetta gerist á gegnsæjan hátt og allt sé uppi á boröinu. Það má ekki handstýra svona. Hann segir / Hún segir Þessar fullyrðingar sem fram komu í fréttaskýringu Frétta- blaösins eru mjög alvarleg- ar. Það er knýjandi þörfá að upplýsa þetta mál. Kristrún Heimisdóttir, lög- fræðingurog varaþingmaöur. Útigangsmaður fannst látinn í herbergi við Hverfisgötu á laugardagsmorgun. Hann hafði verið látinn í hálfan sólarhring án þess að veislugestir yrðu þess varir. Lög- reglan segir málið í rannsókn og að ekki líti út fyrir að um glæpsamlega atburði sé að ræða. Félagi mannsins segist niðurbrotinn og syrgir vin sinn. Inngangurinn upp að herbergi mannsins Vinur hans er niðurbrotinn maður. Þegar veislugestir í samkvæmi í herbergi við Hverfisgötu rönk- uðu við sér á laugardagsmorgun var einn úr hópnum látinn. Þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn var ljóst að maðurinn hafði verið látinn í allt að því hálfan sólarhring. Lögregla rann- sakar dánarorsök en á frumstigi er ekkert talið benda til þess a að um saknæmt athæfi hafi verið að ræða. Um klukkan 10 á laugardags- morgun barst lögreglu tilkynningu um látinn mann að Hverfisgötu 32 í Reykjavík. Hann hafði verði látinn í um 12 tíma þegar þeir komu að. Vinir mannsins, tveir karlar og ein kona sem höfðu verið að skemmta sér með honum, eru ekki grunaðir um að hafa verið valdir að dauða mannsins en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Baldvin Einarsson rann- sóknarlögreglumaður sem sá um vakt lögreglunnar um helgina segir ekkert benda til þess á frumstigi að andlát mannsins sé grunsamlegt. „Málið er í rannsókn og við bíðum niðurstöðu krufningar en þaö var ekkert sem benti til þess að ástæða vaeri til að handtaka nokkurn," segir hann. Samkvæmt upplýsingum DV var maðurinn með smávægilegan áverka en ekkert bendir til þess að sá áverki hafi dregið hann til dauða. Niðurbrotinn vinur „Ég er niðurbrotin maður, ég veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga," sagði vinur mannsins og leigjandi „Ég hefengu breytt frá því hann dó. Hérna er meira að segja klútur- inn sem ég notaði til að þurrka blóðnasirn- arsem hann fékk," segir maðurinn og bendir á blóðstorkinn bréfaklút í horni her- bergisins. herbergisins þar sem maðurinn dó. „Við vorum hérna fjögur að drekka og dóum öll áfengisdauða. Þegar ég rankaði að mé lá vinur minn hérna hreyfingarlaus". Herbergi mannsins er um það bil sex fermetrar, það er með glugga sem vísar frá Hverfis- götu og er hið óvisdegasta. Teppi er á gólfum og kæfandi hiti er frá ofni í horni herbergisins. íbúinn situr á rúmenda og bendir á staðinn þar sem félagi hans lá örendur. „Ég hef engu breytt frá því hann dó. Hérna er meira að segja klúturinn sem ég notaði til að þurrka blóðnasirnar sem hann fékk,“ segir maðurinn og bendir á blóðstorkinn bréfaklút í horni herbergisins. Látinn í 12 tíma Lögreglan rannskar málið og er það í eðlilegum farvegi. Læknir kom á vettvang en krufning á eftir að fara fram. Svo virðist vera sem maðurinn hafi verið látinn lengi, eða í allt að tólf tfrna þegar lögregla var kölluð á svæðið um klukkan tíu á laugar- dagsmorgun. Áverkar voru á hinum látna en þeir eru af þeim toga að ekki er talið að þeir hafi leitt hann til dauða. Líklegast er að maðurinn hafi látist úr hjartaslagi. „Við vorum bara sofandi og vissum ekkert. Vin- kona min lá hérna við hliðina og það er hugsalegt að hún hafi legið ofan á honum og hann ekki náð að anda. Ég man ekki mikið eftir þessu, ég er algerlega niðurbrotinn. Vinur minn hefúr verið hérna hjá mér síðan í gær til að styðja mig.“ Að sögn íbúa í nágreninu hefur þetta húsnæði ver- ið leigt ógæfufólki að undanförnu. Allnokkur herbergi eru til ráðstöfun- ar en flest þeirra eru tóm sem stend- ur. Reykjavíkurborg hefur nýlega keypt húsið til niðurrifs. teitura@dv.is RJF-hópurinn fékk kirkjuna með sér að hjálpa Aroni Pálma Beðið fyrir Aroni Pálma um allt land í gær báðu prestar um allt land og söfnuðir þeirra fyrir Aroni Pálma Ágústssyni sem situr í fangelsi í Texas. Hópur fólks sem kallar sig RJF-hópinn stendur fyrir réttlæti, jafnrétti og frelsi og berst nú fyrir því að frelsa Aron Pálma. í guðsþjónustum þjóðkirkjunar um allt land var beðið sérstaHega fyrir Aroni Pálma í gær. „Við í þessari stuðningsnefrid ákváðum að fara hina mjúku leið og forðast að styggja yfirvöld í Texas að ósk fjölskyldunar. Það kom fram hjá stjúpföður hans og Valgerði Hermannsdóttur, móð- ursystur hans, að hann væri orðinn kvekktur og vissi ekki hvað yrði gert við sig. Þess vegna ræddum við við biskup íslands og báðum hann að samþykkja að mál Arons Pálma, þessa þjáða og hrjáða unga ísland- ings, yrði gert að bænarefhi. Það yrði beðið fyrir velferð hans og skjótri heimkomu," segir Einar S, Einars- son, talsmaður hópsins. Þessar óskir voru samþykktar af biskupi og var því beðið fyrir Aroni um aÚt land. Sérstök mannréttinda- messa var haldin í Hafnarfjarðar- kirkju klukkan níu á sunnudags- morgun þar sem RJF hópurinn tók þátt en Séra Gunnþór Ingason var prestur. „Við lásum ritningarorð, bæði ég Guðmimdur G. Þórarinsson, auk þess sem hann óskaði honum skjótrar heimkomu. Við erum að skrifa til ríkisstjóra Texas og fangels- ismálastjóra. Við ætlum að láta þá vita að íslenska þjóðin vill fá þennan dreng heim.“ segir Einar. Valgerður Hermannsdóttir ffænka Arons er á leið út til Texas og mun líklega taka bréfið með sér. RJF-hópurinn er sá sami og beitti sér fyrir því að fá Bobby Fischer til landsins. „Þetta kom til vegna þess að við vorum gagnrýndir Séra Gunnþór Ingason ásamt Einari S. Ein- arssyni, talsmanni RJF-hópsins. fyrir að koma Bobby Fischer hingað og beita okkur ekki fyrir máli Arons þannig við ákváðum að mæta þessari áskorun." segir Einar. Sr. Gunnþór Ingason Biöur fyrirAroni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.