Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 20
I 20 MÁNUDAGUR 30. MAÍ2005 Sport DV DV Sport MÁNUDAGUR 30. AMÍ2005 21 Álasundliðið stendur sig Sex leikir fóru fram í norska boltanum í gær og sem fyrr komu íslendingar eitthvað við sögu. Haraldur Freyr Guðmundsson var í byrjunarliði Aalesund sem vann Fredrikstad, 1-0, en Hannes Þ. Sigurðsson sat á bekknum hjá Viking sem gerði markalaust jafh- tefli við Ham Kam. Hannes hefur lítið sem ekkert fengið að spila síðan í aprfl er Frode Kippe, leik- maður iílleström, kjálka- og kinn- beinsbrotnaði eftir samstuð þeirra í leiknum. Var Hannes sak- aður um olnbogaskot af ásetningi en hann ber þvl við að atvikið hafi verið slys. Það var svo íslendinga- slagur í Björgvin þar sem Brann tók á móti Lyn. Þeir Ólafur örn Bjarnason og Kristján örn Sig- urðsson voru í byrjunarliði Brann og Stefán Gíslason sömuleiðis hjá Lyn. Valladolid bikarmeistari Valiadolid fagnaði sigri í spænsku bikarkeppninni í gær eftir að hafa sigrað Barcelona f úr- slitaleik, 27-25. Liðið hafði á laug- ardaginn unnið Ólaf Stefánsson í Ciudad Real í undanúrslitum, 34-31. Ólafur skoraði tvö mörk í leiknum. Barcelona varrn Ademar Leon í liinum undanúrslitaleikn- um. Ólafur og félagar misstu því af þremur stórum titlum á ioka- sprettinum en Ciudad Real hafn- aði í öðru sæti í spænsku deild- inni, einu stigi á eftir Portland San Antonio. Þeir töpuðu einnig í úrslitum meistaradeildarinnar fyrir öðru spænsku liði, Barce- lona, og duttu út í undanúrslitum bikarsins sem fyrr segir. Houlller tekur víð Lyon-liðinu Gerard Houllier hefúr tekið við starfi Pauls Le Guen hjá Lyon. Houllier er vitanlega þekktastur fyrir veru sína hjá Liverpool það- an sem hann var látinn fara í maí í fyrra eftir sex ár í starfi. Undir hans stjórn varð liðið enskur bik- armeistari og Evrópumeistari fé- lagsliða. Lyon hefur fest sig í sessi sem eitt besta lið Evrópu. Liðið varð Frakklandsmeistari í vor og komst í fjórðungsúrslit meistara- deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir PSV Eindlroven í vítaspymu- keppni. Greinilegt er að Houllier tekur við mjög góðu búi frá Le Guen sem hefur stýrt liðinu und- anfarin þrjú ár. Samningur Houlliers við félagið er til tveggja ára með möguleikanum á því þriðja. Sigur Kára og félaga Kári Árnason var í liði Djurgárden sem fagnaði 2-0 sigri gegn Kalmar á útivelli. Kári kom inn á í stöðunni 0-0 á 57. mínútu og var reyndar ekki nema sex mínútur að næla sér í gult spjald. Sölvi Geir Ottesen var ekki í leik- mannahópi Djurgárden. Gunnar Heiðar Þorvaldsson náði ekki að fylgja eftir þrennunni sinni um síðustu helgi en hann lék allan leikinn fyrir Halmstad sem tapaði 2-0 fyrir Gefle. Jóhann Birnir Guðmundsson ) var í byrjunarliöi Ör- 'v gryte sem tapaði, 'CiH ? 1-0, fyrir ? **•>'' Malmö. Honumvar skipt út ‘ af á 68. mínútu, Andriy Shevchenko, Francesco Totti, Alessandro Del Piero, Christian Vieri, Hernan Crespo. Allt eru þetta fremstu framherjar ítalskrar knattspyrnu á síðustu árum. En í ár hafa þeir allir staðið í skugganum af þremur minni spámönnum, þeim þremur leikmönnum sem keppa um markakóngstitilinn á Ítalíu. Þetta eru þeir Vincenzo Montella hjá Roma, Christiano Lucarelli hjá Livorno og Alberto Gilardino hjá Parma. Krónprinsar ítalskrar knattspyrnu „Ég var ekki viss um hvert ferill minn stefndi eftir síðasta tíma- bil. í ár hef ég svarað mínum eigin efasemdum um eigin getu sem og gagnrýnisröddum almennings. Ég er búinn að ná tak- marki mínu - að verða aftur sá leikmaður og ég eitt sinn var,“ segir Vincenzo Montella, framherji Roma, sem ásamt þeim Gil- ardino og Lucarelli var langmarkahæstur í ítölsku deildinni í vetur. Montella skoraði 21 mark, Lucarelli 24 og Gilardino 23. Það sem vekur kannski mesta athygli er að þremenningarnir spila allir með liðum sem eiga það sameiginlegt að vera um miðja deild eða neðar. hann getur ekki verið minna virði," segir Baraldi. „Sú staðreynd að önnur félög hafa áhuga á að fá mig segir mér að ég sé að gera góða hluti. Ég mun skoða skoða mín mál í sumar en það er ljóst að því fleiri sem tilboðin eru, því betra er það fyrir mig og Parma," dino sem ber sterkar taugar til Parma og vill hag félagsins sem allra mestan. Endurfæddur Montella Svo virðist sem að áðurnefndur Montella hafi endurfæðst í ár. „Ég mun ekki hugsa um tilboð annara liða fyrr en útséð er að Parma sleppi við fall," segir Gilar- dino sem er lfldega eftirsóttasti sóknarmaður heims um þessar mundir. Parma skellti nýlega 34 milljón punda verðmiða á piltinn sem hefur borið uppi sóknarleik liðsins undanfarin tvö ár en Gilar- dino skoraði 23 mörk í fyrra. „Mitt markmið fýrir tímabilið var að gera betur enn í fyrra," segir Gilardino sem orðinn er fastamaður í ( ítalska landsliðinu undir stjórn Marcello Lippi. Flest stærstu lið heims hafa lýst yfir áhuga á að fá Gilar- dino í Real Madrid, Barcelona, AC Milan, Inter, Juventus og Chelsea. Það síðastnefnda er samt sem áður líklega það eina sem hefur efni á að greiða uppsett verð, sem sumir segja að sé fáránlega hátt og endurspegÚ græðgina sem býr í brjósti forkólfa Parma. Luca Baraldi, stjórnarformaður Parma, segir hins vegar að félagið sé alveg í takt við raunveruleikann. „Enginn leikmaður hefur skorað „Mitt markmið fyrir tímabilið var að gera betur enn í fyrra. Enn eru nokkrir leikir eftir þannig að ég get vel náð því/ jafn mörg mörk og Gil- ardino. Við seldum Adriano til Inter fyrir um 35 milljónir punda. Ef eingöngu er litið til tölfræðinnar sést að Gil- ardino hefur gert meira svo að Hann var í lykilhlutverki í liði Roma sem varð meistari árið 2001 en á síð- ustu árum hefur Montella færst sí- fellt aftar í goggunarröðinni og var þar hægt að kenna meiðslum um að hluta til. Allt þar til nú. Hinn 30 ára gamli Montella er nú búinn að jafna þá markaskorun sem kom honum á kortið árið 1997, en þá skoraði Montella 22 mörk fyrir Sampdoria. „Ég efaðist aldrei um að ég myndi finna mitt gamla form. Nú er takmarkið að halda þessu formi gangandi á næsta ári,“ segir hann. Er ekki á förum Sá þremenninganna sem hefur hvað síst fengið þá athygli sem honum ber er Christian Lucarelli hjá Livorno. Þótt nhverjar fyrir- spurnir hafi borist um hann herbúðum litia liðsins á næsta ári, en Lucarelli er þrítugur að aldrei og hefur komið eins og stormsveipur inn í ítölsku knattspyrnuna á þessu ári. Það sem fælir stærri liðin frá honum er óneitanlega aldurinn þar sem óvíst er hvort Lucarelli geti hrein- lega átt annað eins tímabil og í ár. „Hvað mig varðar, þá mun hann verða hjá okkur út ferilinn," segir Aldo Spinelli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Livorno. Lucarelli greindi nýlega frá því að hann vildi vera áífam hjá félaginu þrátt fyrir að hafa heimtað að vera seldur fyrir tveimur árum. En nann er talið líkleg- ast að hann verði áfram í ^ segir Gilar- ALBERTO GILARDINO ítalskur 1,84 metrar 85 kfló 5. júlí 1982 Þjooerni Hæð Þyngd Fæðingardagur CHRISTIANO LUCARELLI Þjóðerni (talskur Hæð 1,88 metrar Þyngd 85 kíló Fæðingardagur 4. október 1975 undir stjóm Ro- bertos Donanoni hefur Lucarelli blómstrað og segir markahrókurinn að hann taki félagið fram yfir sjálfan sig. „Auðvitað langar mig að vera markahrókur en þar sem ég er ekki bara leikmaður heldur einnig aðdáandi Livorno hugsa ég fyrst og fremst um að liðið endi sem hæst í deildinni og nái Evr- ópusæti," segir Lucarelli, en Livorno hafnaði í 9. sæti í úrvalsdeildarinnar og því ljóst að draumur Lucarelli varð ekki að veruleika. Stærstan þátt í þeirri stöðu á Lucarelli, sem hefur með frammistöðu sinni í vetur náð að fanga athygli landsliðsþjálfarans Lippi. „Hann er einn af þeim mönnum sem ég hef verið að fylgjast með og það er ekkert sem stendur í vegi fyr- ir því að hann verði valinn í landslið- ið annað en geta hans sem leik- manns. En hann er einn af fjölmörg- um ítölskum leikmönnum sem eru að gera það gott í ár. Ég get ekki val- ið þá alla,“ segir Lippi. Á sama tíma er Lucarelli hinn ró- legasti og stefnir hann á að spila með Livomo í Evrópukeppninni á næsta ári. „Það er aug- ljóst að ef að stórt tilboð kæmi sem félagið gæti ekki hafnað þá myndi ég ekki standa í vegi fyrir því. Hins vegar vona ég að félagið setji mig ekki í þá stöðu. Ef það væri eingöngu undir mér kom- ið, myndi ég klárlega helst vilja spila fyrir Livorno á næsta ári. VINCENZO MONTELLA 1 Þjóðerni: ítalskur Hæð: 1,72metrar | Þyngd: 68 kíló Fæðingardagur: 18. júnl 1974 „íár hefég svarað mínum eig- in efasemdum um eigin getu sem og gagnrýnisröddum al- mennings. Ég er búinn að ná takmarki mínu - að verða aft- ur sá leikmaður og ég eitt sinn var." Þekkir þú alla f byrjunarliðinu? Sven-Göran Erikson, þjálfari enska landsliðsins Iknattspymu, tefídi fram ungu og óreyndu byrjunarliöi gegn Bandarlkjunum. Efri röö frá vinstri: Andrew Johnson, Michael Carrick, Davd James, Glen Johnson og Alan Smith. Neöri röð frá vinstri: Kieron Richardson, Joe Cole, Wes Brown, Sol Capbell, Ashley Cole og Jaermaine Jenas. DV-mynd Gettylmages Óvænt hetja í 2-1 sigri Englendinga á heimamönnum í Bandarríkjaför sinni Skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik fyrir England Kieran Richardson varð óvænt hetja enska landsliðsins í sfnum fyrsta landsleik þegar hann skoraði bæði mörk Englands í 2-1 sigri á heimamönnum í fyrri æfingaleik liðsins í keppnisferðinni til Banda- ríkjanna. Richardson var lánaður til WBA í vetur en sækist nú eftir áfram- haldandi samningi við Manchester United. Hann vann sér sæti í enska liðinu með frábærri frammistöðu West Brom sem átti mikinn þátt í að liðið hélt sér uppi. „Ég á Bryan Robson mikið að þakka. Hann tók áhættu með að fá mig til sín í janúar. Það skipti mig miklu máli að fá að spila reglulega í úrvalsdeildinni og fyrir vikið vann ég mér inn meira sjálfstraust," sagði Ki- eron. „Þetta er frábært og algjör draum- ur. Ég kom bara inn í liðið af því að menn duttu út en pabbi var alltaf að segja mér að ég ætti möguleika á að komast að. Þetta hefur allt gerst svo hratt, en vonandi gengur þetta áfram svona vel," sagði Richardson eftir leikinn. Kieron var valinn í hópinn en sæti í byijunarliðinu kom einungis til vegna meiðsla þeirra Shauns Wright- Phillips og Stewarts Downing og það er óhætt að segja að þessi 20 ára strákur hafi gripið tældfærið. Það tók Richardson aðeins fjórar mínútur að skora fyrir enska lands- liðið þegar hann skoraði laglegt mark beint úr aukaspymu. Mínútu fyrir hálfleik var skoraði hann aftur, þá eftir sendingu frá Joe Cole. Kieron hikaði ekki við að stíga fram og taka aukaspyrnur eftir nokkurra mínútna reynslu með landsliðinu. .Auðvitað tcika bæði Joe Cole og Jermaine Jenas góðar auka- spymur en það þetta var vinstra megin og hentaði mér betur og því steig ég fram og bauðst til að taka hana," sagði Kieron um aukaspym- una sem hann skoraði úr eftir fjórar mínútur. „Ég skoraði af svipuðum stað með WBA i vetur en þegar boltinn sveif upp í bláhomið trúði ég því varla og þurfti fyrst að fullvissa mig að hann hefði farið inn," sagði Ric- hardson eftir leik. Sven-Goran Eriksson var ánægð- ur með sigurinn en Kieron er þó ekk- ert búinn að tryggja sig í liðinu. „Það em margir að berjast um þessar fáu stöður. Kieron er mikið efni og hefur staðið sig vel hjá West Brom. Hann sýndi mér líka í dag að hann er sterk- ur andlega, sýndi engin merki um taugaspennu og var óhræddur við að taka þessa aukaspymu sem skilaði þessu frábæra marki," sagði Svíinn en enska liðið spilar seinni leik sinn í ferðinni gegn Kólumbíumönnum á morgun. ooj@dv.is Mark eftir fjórar mlnútur Þaö tók hinn unga Kieron Richardson aöeins fjórar minútur aö skora fyrir enska landsliöiö beint úr aukaspyrnu. Til hægri fagnar hann marki sinu meöAlan Smith. DVmyndir: Gettylmages Kiel vann í Þýskalandi Kiel varð í gær þýskur meistari í handbolta eftir að hafa sigrað Dússeldorf, 36-30, á útivelli. Kiel lauk keppni með 62 stig, tveimur meira en Flensburg, meistarar síðasta árs. Flensburg gerðu sitt og unnu sinn leik gegn Lemgo, 34-31, en það dugði ekki til. Með Kiel spila stórstjörnur eins og Stefan Lövgren, Christian Zeitz og Henning Fritz og er liðið vel að titlinum komið, sem er sá ellefti í sögu félagsins. Logi Geirsson var meðal markahæstu manna Lemgo í tapinu gegn Flensborg, skoraði fimm mörk, þar af eitt úr víti. Alexander Pettersson skoraði fjögur mörk fyrir Dússeldorf í sín- um síðasta leik fyrir félagið en hann er á leið til Grosswaldstadt þar sem hann hittir fyrir Einar Hólmgeirsson. Guðjón Valur með 10 mörk Guðjón Valur Sigurðsson skor- aði 10 mörk í kveðjuleik sínum með Essen er lið- ið tapaði fyrir Gummers- bach, 32-29. Guðjón /i . \ \M ■ Valur er einmitt á leið til þess félags ásamt Róberti Gunnarssyni sem lék í dönsku deild- inni í vetur. Einar Hólmgeirsson skoraði 7 mörk og Snorri Steinn Guð- jónsson 3, öll úr vít- um, erlið H. • þeirra, Grosswallstadt, tapaði fyrir Lúbbecke, 32-30. Var þetta væntanlega síðasti leikur Snorra Steins fyrir liðið. Einax örn Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Wallau-Massenheim sem tapaði fyrir Nordhorn, 39-36. Róbert Sig- hvatsson skoraði 3 mörk fyrir Wetzlar í jafnteflisleik gegn Ham- burg og Jaliesky Garcia gerði 4 mörk fyrir Göppingen sem tapaði fyrir Post Schwerin. Gylfi Gylfason skoraði tvisvar Wilhelmshavener vann Minden og Arnór Atlason gerði 1 mark fyrir Magdeburg, lið Alfreðs Gíslasonar og Sigfúsar Sig- urðssonar, sem vann Pfullingen, 32-26. I Ásdís bætti Islandsmetið Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni bætti íslandsmetið í spjótkasti kvenna á sjöunda Vormóti FÍRR sem fram fór laugardaginn á Laugardalsvelli. Asdís kastaði 57,10 metra og bætti met Vigdísar Guðjónsdóttur um rúmlega einn og hálfan metra, en gamla metið var 55,54 metrar, sett í Idaho í Bandarikjunum fyrir sex árum. Þetta er fyrsta keppni Ásdísar í spjótkasti á þessu ári, en hún kastaði lengst 55,51 metra á síðasta ári, sem var jafhfram hennar besti árangur í greininni. Ásdís átti mjög góða kastseríu á laugardaginn, næstlengsta kast hennar mældist 56,59 metrar (einnig yfir gamla metinu), þriðja lengsta var 54,05 m og fjórða lengsta kastið var 53,39 m, en tvö köst voru ógild. Það var nóg um að vera hiá Ásdísi um helgina. Hún setti metið á laugardagsmorgun, útskrifast sem stúdent frá MH seinna um daginn og flaug síðan á sunnu- dagsmorguninn til Andorra, ásamt öðrum íþróttamönnum frá íslandi til keppni á Smáþjóðar- leikunum, þar sem hún keppir í þremur kastgreinum - sojótkasti, kringlukasti og kúluvarpi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.