Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2005, Blaðsíða 19
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 19 Keane hefur mikla trú á Smith Roy Keane hefur trú á því að Alan Smith hafi það sem tíl þurfi að íylla hans skarð hjá Man.Unit- ed. Keane, sem gerir ráð fyrir því að yfirgefa herbúðir félagsins í sumar, er hrifinn af guttanum skap- stóra sem er ný- jg£- w I byijaður að leika tí á miðjunni. „Égheldað Alan hafi verið að skoða þessa JNK'liv" stöðuí nokkurn ÍSSiBBíf* .< tíma. I:g er fi búinn að skoða a leikstfl jf| hans lengi og held jp \ # hanngetí ,Jk \ A velleyst \ í þessa stöðu f 1 með glans,” \ \ * sagði Keane k- sem er * *> meiddur þessa dagana en margir spá því að hann muni ekki spiia marga leiki með United á þessari leiktíð, Wie gerist moldríkur atvinnumaður En efnilegasta golfkona heims, Michelle Wie, gerist atvinnu- kylfingur í dag. Hún verður yngsta konan sem er atvinnumaður en hún verður 16 ára eftir sex daga. Þessi kóreska/ameríska kona mun tilkynna um ákvörðun sína á blaðamannafundi á Honolulu í dag. Fundurinn er reyndar snemma svo stelpan komi ekki of seint í skólann. Wie er þegar bú- inn að gera auglýsingasamninga sem eru metnir á 10 milljónir doliara og hún verður því launa- hæsta golfkona heims áður en hún hefur atvinnumannaferil sinn. Launahæsta golfkona heims í dag, Annika Sörenstam, er að raka inn 6 milljónum dollara og því ansi mikill munur á þeim tveimur. Owen leikur ekki aftur erlendis Enski framherjinn Michael Owen á ekki von á því að spila aft- ur með félagsliði utan Englands en hann lék með Real Madrid á Spáni á síðústu leiktíð. Hann var síðan seldur tíl Newcastle í sum- ar. „Ég hef mjög litla trú á því að ég muni aftur leika með liði utan Englands. Ég vildi vita hvemig það var og er reynslunni ríkari eft- ir veruna á Spáni. Ég elska að vera heima á Englandi og vissi alltaf að ég kæmi aftur í ensku deildina. Þaðvarbara •IC&V spurnmg hvenær en Meiðsli markahæsta leikmanns sænsku úrvalsdeildarinnar, Gunnars Heiðars Þor- valdssonar, reyndust ekki eins alvarleg og í fyrstu var óttast og sænskir varnar- menn anda því ekki léttar. „Markið sem Gunnar Heiðar skoraði gegn Djurgárden hefur vakið gríðarlega at- hygli enda sólaði hann vörn andstæðinganna upp úr skónum" Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður Halmstad í Svíþjóð, getur ekki spilað með íslenska landsliðinu gegn Pólverjum á föstudaginn en verður liklega tilbúinn í slaginn gegn Svíum í næstu viku. Þetta var niður- staða læknisskoðunar í gær en Gunnar Heiðar meiddist á ökkla í leik gegn Djurgárden á mánudaginn. „Ég var skítsmeykur og hélt að þetta væri miklu verra. Það blæddi inn á hásin og það tekur fimm til sex daga að jafna sig. Póllandsleik- urinn er úr sögunni en ég ætti að ná Svíaleiknum. Þetta er mikill léttir," sagði Gunnar Heiðar í sam- tali við DV Sport. Ásgeir Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari, var ánægður að heyra þessar fréttir af Gunnari Heiðari. „Hann kemur samt sem áður með okkur til Póllands og verður í umsjá okkar lækna. Við tökum stöðuna aftur á morgun [í dag] og sjáum til hvort við köllum inn leik- mann í Póllandsleikinn. Við erum „Ég var skítsmeykur og hélt að þetta væri miklu verra. Það blæddi inn á hásin og það tekur fimm til sex daga að jafna sig. Póllandsleikurinn er úr sögunni en ég ætti að ná Svíaleiknum. Þetta er mikill léttir." ekkert að stressa okkur yfir þeim leik og notum hann til að gefa nýj- um mönnum tækifæri." Markið sem Gunnar Heiðar skoraði gegn Djurgárden hefur vakið gríðarlega athygli enda sól- aði hann vörn andstæðinganna upp úr skónum. Gunnar Heiðar segir að flestir séu á því að það verði valið mark ársins. Gunnar Heiðar á eitt ár eftir af samningi sfnum við Halmstad og telja ýmsir að markið hafi hækkað hann í verði sem nemur tugi millj- ónum króna. Hækkaði verðmiðinn? Ólafur Garðarsson, umboðs- maður Gunnars Heiðars, vill ekki setja verðmiða á markið góða né Gunnar Heiðar sjálfan en segir að áhugi annarra liða eigi bara eftir að aukast. Það sé hins vegar langur vegur frá áhuga til tilboðs og stutt síðan Gunnar Heiðar sló í gegn. Að sögn Ólafs hafa nú þegar tvö ensk 1. deildarlið boðað komu sína á Svíaleikinn til að skoða Gunnar Heiðar og fleiri geta dottið inn á síðustu stundu. Halmstad hefur enn ekki hafið samningaviðræður við Gunnar Heiðar og bendir flest til þess að félagið reyni að selja hann þegar félagaglugginn opnast í janúar enda er hann að sögn Ólafs tilbú- inn til þess að taka næsta skref. thorsteinngunn@dv.is RIÐLARNIR A-riölll: AS Monaco Slavia Prague Hamburg SV CSKA Sofia Viking Stavanger 1ffifi B-riðlll: Lokomotiw Moskva Espanyol Palermo Bröndby Maccabi Petah-Tikva C-riöill: Hertha Berlin Lens Sampdoria Steaua Búkarest •Halmstad D-riöill: *AZ Alkmaar Middlesbrough FC Dnipro Grasshoppers Litex Lovech Dregið í riðla í UEFA-bikarnum. Grétar Rafn mætir Boro í gær var dregið í riðlakeppni UEFA-bikarsins. Einn mest spennandi riðillinn er D-riðillinn þar sem félag Grétars Rafns Steinssonar, AZ Alkmaar, mætir meðal annarra enska liðinu Middlesbrough. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í Halmstad lentu í C-riðli sem er einnig mjög sterkur enda öflug lið frá Þýskalandi, Ítalíu og Rúmenía í riðlinum. Enska liðið Bolton Wanderers er líka í snúnum \ riðli sem engu að síður leggst ágætlega í stjóra liðsins, Sam AUardyce. „Þetta er frábær riðill með liðum sem munu gera okkur erfitt fyrir. Engu að síður eru allir leikir erfiðir á þessu stigi keppninnar og við verðum að taka öllu sem að okkur kemur með jafnaðargeði," sagði j. ;; 4 Sam. Stóri Grétar Rafn Mætir Boro I UEFA- bikarnum. RIÐLARNIR E-riöill: AS Roma Basel C Zvezda Strasbourg Tromsö F-rlðlll: mm CSKA Moskva Marseille #Heerenveen wrnmámM Levski Sofia ' i Dinamo Búkarest G-riðill: VFB Stuttgart PAOK Salonika Shaktar Donetsk Rennes Rapid Búkarest H-rlðill: Besiktas Sevilla Bolton St. Petersburg mmmsrnm Vitoria Guimaraes * 110 meö íslenskum lelkmanni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.