Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 Lífið DV IStripparinn Charlie Hættur aö dansa og farinn aö ' keyra hraðskreiöa mótorfáka. * ~w" m Charles Onken er fyrsti íslendingurinn sem tek-^il ur þátt í hinum heimsfræga Gumball 3000 kappakstri.Charles rekur gokart-leigu í Smára- lind. Hann hefur brennandi áhuga á kappakstri og ökuleikni. Hann varð fyrst þekktur á íslandi fyrir að vera eina karlkyns fatafellan. „Þá langaði að fá svona íslensk- an víking í keppnina," segir Charles Onken sem lengi var eini karlstrippari landsins. Hann hefur nú lagt erótískan dans á hilluna en rekur gokart-leiguna við Smáralind og stefnir á að taka þátt í hinum ár- lega Gumbali 3000 kappakstri í maí næstkomandi en það hefur hingað til aðeins verið á færi þeirra allra ríkustu. „Það eru 5 ár síðan ég hætti að strippa," segir Charles um fyrri fer- il sinn og segist hann alfarið hafa snúið sér að öðrum málum. Ævintýralegt andrúmsloft Gumball-keppnin er þó ekki síður spennandi. Hún er sögð búa yfir ævintýralegu andrúmslofti og í raun má líkja henni við Cannonball Run-kvikmyndunum sem stórleikarinn Burt Reynolds lék í á áttunda áratugnum. Auðmenn og furðufuglar aka þrjú þúsund mílur á átta dögum og keyra í gegnum mörg lönd. Öku- menn eru ekki þekktir fyrir það að virða hámarkshraða og hafa nokk- ur slys orðið í keppninni. Lögregl- Þátttökugjaldið er 4,7 milljónir an í mörgum löndunum fitur keppnina hornauga og telur að hún sé jafnvel ólögleg. En hraðinn og spennan dregur menn að þess- ari keppni og komast yfirleitt færri að en vilja. Jay Leno tók þátt í fyrra í Gumball 3000 „Þetta er svona eins og þáttur- inn The Amazing Race, þetta tekur 8 daga og það eru eknar þijú þús- und mflur, þetta eru aðallega mill- ar og furðufuglar sem taka þátt í þessu," segir Charles en þátttöku- gjaidið er 4,7 milljónir. „já þetta eru miklir peningar en við erum með bakjarl sem styrkir okkur en ég má ekki segja hver hann er,“ segir Charles sem greinilega er spenntur fynr þessum mikla kappakstri. „Ég er lflca eini maður- inn á íslandi sem hefur keyrt For- múlu 1 bfl, það var rándýrt, kostaði 150 þúsund krónur en ég fékk að keyra tíu hringi og komst upp í 200 kflómetra hraða." segir Charles en hann fór til afla leið til Englands til þess eins að prófa formúlubfll. Margir frægir kappar hafa tekið þátt í Gumball, má þar nefna spjallþáttakónginn Jay Leno sem er þekktur áhugamaður um bfla og hjólabrettakappann Tony Hawk sem hefur tekið þátt nokkrum sinnum. „Bflfinn sem ég verð á er Toyota Celia GT4 sem er í dag 360 hestöfl en ég ætla að koma henni upp í 400 áður en ég tek þátt," seg- ir Charles en hann er búinn að vera að vinna í bflnum undanfarna mánuði. Á eftir að borga staðfest- ingargjaldið Charles á eftir að borga stað- festingargjaldið en segist gera það fljótlega. „Jón Ásgeir skráði sig í fyrra en hætti við og leyfði víst frænda sínum að taka þátt, þeir voru skráðir frá Englandi þannig að ég lít svo á að ég sé fyrsti íslend- „Jón Ásgeir skráði sig í fyrra en hætti við og leyfði víst frænda sín- um að taka þátt, þeir voru skráðir frá Englandi þannig að ég lít svo á að ég sé fyrsti íslendingurinn sem tekurþátt." ingurinn sem tekur þátt." Það er víst mikið fjör í þessari keppni og haldin eru partí á hverjum degi. „Já, maður á alveg von á því að sjá fræga þama og það verða svona vip-partí með fræga fólkinu þannig að þetta er rosalega spennandi," segir Charles að lokum og byrjar að undirbúa sig fyrir átökin. myrdal@dv.is Vissi ekkert hver hann var Robbie Williams hefur löngum kvartað yfir því að hann Hi sé ekki nógu vinsæll í Bandaríkj- unum. Það sýndi sig og sannaðist þegar hann var spurðuraf stelpu sem hann bauð á stefnumót „hver ert þú eigin- lega?" Robbie ákvað þá að sýna henni myndband af sér á tónleikum og stelp- an varð alveg vitlaus. „Mér leið eins og Bruce Wayne þegar hann sagði stúlkunni sinni frá því að hann væri Batman," sagði Robbie. Hann sagði síðan við hana í gríni „nú veistu leynd- armál mitt, ég þarf að drepa þig." Konunglegur nágranni Poppgyðjan fagra Beyonce Knowles á konunglegan nágranna í New York, hertogaynjuna Söru Ferguson. Hin fyrrver- andi tengdadóttir Elísabetar Eng- landsdrottning- ar hefur fest kaup á 2,3 milljóna punda íbúð í næsta ná- grenni við heimili Beyonce. Ibúðin er þriggja her- bergja og með stór- fenglegt útsýni yfir Central Park. Hertogaynjan tilkynnti á síðasta ári að hún hygðist yfirgefa Bretland og halda til hinnar stóru Am- eríku. „Ég hef ákveðið að verja tíma f Ameríku. Ég er ennþá breskur þegn en mér hefur verið tekið opnum örmum hér og ég hef fengið nýtt tækifæri til að lifa lífinu og að hugsa um börnin mfn." Gjafmildur 50 Cent Gjafmildi er mikil dyggð. Rapparinn góð- kunni 50 Cent sýndi að hann veit að betra er að gefa en þiggja þeg- ar hann henti 1000 dollara seðlitil barna sem stóðu og hylltu hann á götu í New Yorkfyrir skömmu. Reynd- ar kom f Ijós að gjaf- mildi hans náði ekki al- veg svona langt því hann tilkynnti að þetta hefðu verið mistök, í raun hafi það verið 100 dollara seðill sem hann ætlaði að kasta en í æsingnum greip hann rangan seðil. Ekki er langt sfðan hann kastaði peningum til að friða æsta aðdáendur sem kunnu því illa að hann tjáði sig ekki við þá. Rapparinn segir ástæðuna fyrir þögn sinni þá að hann hafi verið í fjölmiðlabanni á með- an tökum á kvikmynd sem hann leikur í stóð. „Mér leið illa yfir því að hunsa þá og friðaði samviskuna með því henda nokkrum aurum f þá," segir hinn gjafmildi 50 Cent. Ungar hljómsveitir rokkaá Barll „Það gekk alveg rosalega vel í síðustu viku," segir Ólafur Halldór Ólafsson sem stendur fyrir tón- leikaröðinni Pepsi rokk á Bar 11. í síðustu viku voru fyrstu tónleikarn- ir í röðinni og þá spilaði meðal annars hljómsveitin Nilfisk. Tón- leikarnir eru haldnir á miðvikudög- um frá sex til átta, og eru aðallega ætlaðir fyrir yngri kynslóðina. „Það voru krakkar að spila allt frá 12 ára og upp í tvítugt," segir Ólafur. „Ahorfendurnir voru frá tólf og al- veg upp í fimmtugt, enda mættu margir foreldrar til þess að fylgjast með," segir Ólafur ennfremur. í kvöld spila hljómsveitirnar Hello Norbert og Royal Fanclub ásamt margreyndum rokkurum í Wea- pons sem er einmit hljómsveit Ólafs sjálfs. Hello Norbert lentu í öðru sæti á Músíktilraunum í ár og eru sagðir eiga framtíðina fyrir sér í tónlistarbransanum. Hægt er að nálgast lög með hljómsveitinni á rokk.is. Royal Fanclub tók þátt í músíktilraunum árið 2004, en náði eklci að komast í sæti. Það er einnig hægt að nálgast lög með þeim á rokk.is, en allir eru hvattir til þess að mæta frekar á Bar 11 í kvöld og eins og alltaf er frítt inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.