Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Page 28
28 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 Helgarblað DV /tijrtibndat(/ui Fölbleikt gloss Varalitur frá Bodyshop „Þessi litur er því- líkt „inn" núna. Æðislegt, nýtt gloss frá Lancomé sem nota óspart þessa dagana." Ómissandi púður- meik „Ég gæti ekki verið án Kanebo- púðursins míns. Það er alveg frá- bært." „Bodyshop er alveg að virka. Þeir eru með æðislegar snyrtivörur. Þessi antikbleiki er í uppáhaldi hjá mér núna." Uppáhaldsliturinn „Þessi augnblýantur frá Bour- jois er mitt uppáhald. Hann er túrkisblár, en það er uppáhalds- lituinn minn." Nýjustu litirnir „Silfurgrár og fölbleikur augnskuggi frá Lancomé. Þetta eru nýjustu litirnir. Ég keypti ) þetta til að hafa í stíl við glossið sem er líka frá Lancomé." Rúna Stefánsdóttir söngkona er ein flytjenda í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Rúna mun í kvöld syngja lagið 100% eftir Hörð G. Ólafsson og erað vonum spennt. „Það kemst ekkert annað að núna en kvöldið. Ég var að ná í kjólinn úr hreinsun og kaupa mér sokkabuxur," segir Rúna. Hún hefur bætt við atriðið frá því í forkeppninni og er ánægð með breytingarnar. „Við erum búin að fá tvo atvinnudansara á sviðið og svo er Kristín í Igore komin til að rappa með Brynjari Má sem rappaði i laginu í forkeppninni." Rúna segist eiga risastóra snyrtibuddu, troðfulla af snyrtivörum. „Ég skamm- ast mín ekkert fyrir að eiga urmul af snyrtidóti. Þótt maður noti ekki allt sem er í buddunni þá verður maður að vera við öllu búinn." Athafnakonan Margrét Pála Ólafsdóttir er án efa þekktasti leikskólastjóri á íslandi. Hún ef höfundur Hjallastefnunnar svokölluöu sem byggist á jafnréttis- og lýðræðishugsjónum. Hún byrjaði árið 1989 sem leikskólastjóri á leikskóla í Hafnar- firði en er nú skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar og fram- kvæmdastjóri Hjallastefnunnar sem rekur þrjá leik- og barna- skóla og sá íjórði er í undirbúningi. Nýr skóli og rómantík í París Margrét Pála Ólafsdóttir Fór upphaflega að vinna í leikskóla fyrir tilviljun en hafði lengi vel hugáað leggja lögfræðina fyrirsig. „Ég hef menntað mig í áföngum með góðum hvfldum á mflli," segir Margrét Pála Ólafsdóttir, frumkvöðull í leikskólamálum og framkvæmda- stjóri Hjallastefhunnar sem rekur tvo leikskóla og einn bamaskóla. Þar er bömum kennt samkvæmt Hjalla- stefnunni sem Margrét Pála er höf- undur að. „Ég er leikskólakennari með diplómanám í skólastjómun úr þá- verandi Fóstmskóla íslands og meistaragráðu frá Kennaraháskólan- um í uppeldis- og kennslufræðum." Ætlaði í lögfræðina „Ég hef eiginlega verið í þessu fagi alla tíð. Ég er búin að vera í yngri bama geiranum frá því ég var 18 ára. Ég fór þó upphaflega að vinna í leik- skóla fyrir tflvfljun. Það var aidrei á dagskránni sem æviverkefhi mitt. En eins og ég segi oft þá held ég að ég hafi ekki endflega valið fagið, heldur hafi fagið valið mig. Og hér er ég enn," seg- ir Margrét og hlær. Hún hafði allt annað í hyggju en ffumkvöðlastarf í leikskólamálum þegar hún var ung og velti framtíðinni fyrir sér. „Ég var lengi með stefnuna á lögfræði. En í dag er ég mjög þakklát fyrir mitt starf og ég held að bæði fag- ið og ég höfum barasta valið mjög skynsamlega." Upphaf stefnunnar En hvemig varð Hjaflastefnan tfl? „í raun og vem er ég búin að vera að þróa þetta síðan ég byrjaði að vinna í leikskóla ung að árum en stefnuhugtakið kom ekki inn fyrr en 1989 þegar ég tók við sem leikskóla- stjóri í stómm leikskóla í Hafnarfirði. Þá var ætlun mín einvörðungu að fara af stað með skóla sem væri eins góður og ég gæti hugsað mér. Leikskóla með skýrri lífssýn og skýrum markmiðum en fyrst og fremst skýmm aðferðum tfl að ná þessum markmiðum. Það vom nefnilega allir sammála um markmið- in en það vom bara einfaldar leiðir sem vantaði. Svo vom það aðrir en ég sem gáfú starfsháttunum nafhið Hjallastefnan, en sá Ieikskóli sem ég var með þá var kallaður og hét Hjalli. Er sá leikskóli enn við lýði? „Já, ég er rekstraraðfli en sinni ekki daglegri stjómun eftir að við færðum út kvíamar; við emm með þijá starf- andi leik- og grunnskóla og erum að leggja af stað með þann fjórða á Akur- eyri. í dag er ég skólastjóri í Bamaskóla Hjallastefiiunnar við Vífilsstaði í Garðabæ, fyrsta skólann okkar sem fer upp á grunnskólastig. Auk þess er ég ffamkvæmdastjóri í ört vaxandi fyrir- tæki sem heitir Hjaflastefhan. Jafnrétti með kynjaskiptingu Hjallastefhan er aðferð í kennslu í leik- og gmnnskólum sem byggist á ákveðnumjafnréttis- og lýðræðishug- sjónum. Jafiiréttisuppeldi sem byggist á kynjaskiptu starfi er ein af megin- stoðuum stefnunnar, auk vinnu með svokallaðan opinn efnivið. „Við not- umst ekki við hefðbundnar bækur né leikföng heldur skapa bömin sín eigin námsgögn og tæki. Böm geta verið al- veg ótrúlega skapandi og kennarar lflca! Þegar við leggjum tfl hliðar hjálp- artækin og hækjumar erum við ansi hreint fær - miklu flinkari en við höld- um sjálf. Einmitt það, að kenna böm- um að skapa sitt eigið h'f og sínar eigin lausnir í staðinn fyrir að sætta sig við annarra lausnir og bíða eftir annarra svömm, er gmndvallarhugsun í okkar starfi." En hefur Margrét heyrt í bömun- um sem vom í leikskólanum árið ‘89? „Já, við erum meira að segja með sumarstarfsmenn úr þeirra röðum." Öruggari og ófeimnari Margrét gerði, árið 2000, rannsókn á gengi fyrmm Hjallabama í grunn- skóla. „Ég gerði könnun á 6 og 7 ára og 13 tfl 14 ára bömum sem höfðu verið á Hjafla. í ljós kom að bömin okkar vom hvergi lakari en önnur böm þannig að aðferðin er fullkomlega hættulaus," segir Margrét Pála og brosir. „Og þar sem einhver munur reyndist var hann Hjallabömum í vfl. Þar vfl ég sérstaklega nefria að þau vom að mælast ömggari og ófeimnari í samskiptum við hitt kynið og já- kvæðari gagnvart samstaifi við böm af gagnstæðu kyni, þvert á við böm sem höfðu verið í blönduðu skóla- starfi." Stefhan er sem sagt ekki sú að skóli eigi að vera kynjaskiptur langt fram eftir aldri? „Nei, alls ekki. Okkar stefnu og kynjaskipta starfinu fylgja þau jafn- réttissjónarmið að kenna bömum aðskfldum eftir kynjum, þjálfa þau á eigin forsendum, kenna þeim virð- ingu fyrir hinu kyninu tfl að þau geti unnið, lefláð og að lokum búið saman í jafnréttissamfélagi þar sem enginn þarf að gjalda fyrir kyn sitt." Fer í rómantíska helgarferð Margrét hefur í nógu að snúast þessa dagana við að undirbúa opnun stórs leikskóla á Akureyri en ætlar þó að taka sér smáfrí með konu sinni. „Ég var að koma að norðan þar sem ég var að ráða starfsfólk og kennara í nýja skólann - frábær hópur. Síðan er ég á leiðinni tfl Parísar í rómantíska helg- arferð með konunni minni. Það er sjaldan tími fyrir frí, þannig að við reynum að næla okkur stöku sinnum í langar helgar og fá pínulitla hvfld. Ég hlakka mikið tfl ferðarinnar. Við ætl- um að hvfla okkur og njóta lífsins og setja okkur engin háleitari markmið. Þegar maður er í vinnukapphlaupi alla daga við að ná tilteknum mark- miðum er ekkert meiri nautn en að lifa markmiðalausu lífi í nokkra daga," segir athafnakonan Margét Pála að lokum. - rap@dv.is Margar ástæður geta legið að baki hárlosi. Spornaðu gegn hárlosi og fáðu fallegra hár Nokkrar ástæður geta legið að baki hárlosi. Til dæmis getum við misst hárið þremur til fjórum mánuðum eftir alvarleg veikindi eða aðgerð. Hárlos getur einnig komið til vegna stress og horm- óna. Margar konur finna fyrir hár- losi um það bil þremur mánuðum eftir barnsfæðingu. Lyf sem geta orsakað hárlos eru meðal annars blóðþynningarlyf, lyfjablöndur í krabbameinsmeðferðum, getnað- arvarnarpillan, þunglyndislyf og meira að segja A-vítamín ef of mikils magns er neytt. Sykursjúkir og sjúklingar sem þjást af rauðum hundum geta einnig upplifað óvenjulega mikið hárlos. Ef þú hefur áhyggjur af hárlosi skaltu leita læknis og komast að ástæðu þess því hárlos getur verið fyrsta merki um sjúkdóm. Góð ráð til að sporna gegn eðli- legu hárlosi er að drekka safa bú- inn til úr banönum, hunangi, jógúrt og léttmjólk. Þessi holla blanda er rík af bíótíni sem styrkir hárvöxtinn. Sink-inntaka og B6- vítamín eru einnig góð og sér í lagi ef maður fær ekki nóg af þeim úr fæðuunni. Besta ráðið gegn hár- losi er þó lfldega afslöppun því stress og álag eykur líkurnar á hár- losi. Reyndu að slappa af og fá nægan svefn. Fallegt hár Besta ráðið gegn hárlosi er líklega afslöppun þvistress og álag eykur lik- urnará hárlosi. Reyndu að slappa af og fá nxgan svefn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.