Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 Menning DV Níu nætur í boði Bjarts Bjartur hefur gefið út skáld- söguna Níu nætur eftir brasilíska skáldið Bernardo Carvalho í ís- lenskri þýðingu SigrúnarÁstríðar Eiríksdóttur. Þetta er 38. bókin sem kemur út í Neon-bókaflokki forlagsins en hann er helgaður nýjum og nýútgefnum erlendum skáldverkum í fremstu röð.. í bókinni segir af ung- um banda- rískum mannfræðingi, Buell Quain að nafni, sem svipti sig lffi í frum- skógum Brasilíu í ágústmánuði 1939, eftir að hafa unnið að vett- vangsrannsóknum meðal Krahó- indíana. Sextíu og tveimur árum síðar rekst brasilískur rithöfundur á nafn Quains í blaðagrein. Hann • endurtekur nafnið nokkrum sinn- um upphátt til að fullvissa sig um að hann sé ekki að dreyma - og áttar sig á að hann hefur heyrt þetta nafn áður. Níu nætur lýsir martraðar- kenndri leit höfundarins að stað- reyndunum um dauða Buells Qu- ain. Inn í sögu hans fléttast frá- sögn hins roskna heimamanns, Monoels Perna, sem ríf]ai upp næturnar níu sem þeir Quain vörðu í félagsskap hvors annars. Þetta er áhrifarík og snilldarlega samin skáldsaga eftir einn athygl- **-«*í>verðasta rithöfund Brasih'u. Og Vitaskipið Bjartur hefur gefið út skáld- söguna Vitaskipið við Blackwater eftir Colm Tóibín í íslenskri þýð- ingu Helga Grímssonar, en hún er einmitt 39. bókin í Neon-bóka- flokknum. Sögusviðið er írland snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Þrjár konur, Dora Dever- eux, dóttir hennar Lily og dóttur- dóttirin Helen, hafa átt í storma- sömu sam- bandi sín á milli og vilja helst halda sig í öruggri fjarlægð hver frá annarri. En þeg- ar í ljós kemur að Declan, bróðir Helenar, er dauðvona neyðast þær til að verja tíma sínum sam- an í afskekktu og niðurníddu húsi ömmunnar, ásamt Declan og tveimur vinum hans. Þessir sex einstaklingar þurfa að læra að virða skoðanir og sjónarmið hinna í hópnum og sýna hver öðrum samúð og skilning. Colm Tóibín er einn af fremstu rithöfundum íra. Vita- skipið við Blackwater er áhrifarík og eftirminnileg skáldsaga um átök ólíkra kynslóða og böndin sem tengja þær saman, þrátt fyrir allt. Bókin var tilnefnd til Booker- verðlaunanna; einnig hlaut ’nibín fyrir hana hin virtu IMPAC Dublin-verðlaun. Umsjón; Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@dv.is Þetta er lag sem enginn getur sungið við ljóð sem enginn skilur. Ljóð séra Matthíasar er ekkert um þessa þjóð. Það fjallar um herra Guð almáttugan og síðan einhverja blóma- búð eilífðarinnar. Þar er bent á að þau þús- und ár sem ísland hafi verið byggt séu ekki annað en titrandi smáblóm í þeim mikla kransi sem herskarar, tímanna safn hafi hnýtt Guði úr sólkerfum himnanna - og má segja að skáldið hafi talið sig þurfa að seilast æði langt til að benda á smæð lands og þjóðar. [Guðmundur Andri Thorsson, Þras um þjóðsöng.) Vel sagt í gær var viðurkenning Hagþenkis veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöð- unni. Hagþenkir er félag höfunda fræðirita og kennslugagna og hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, kennslugögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Þrekvirki einyrkjanna Viðurkenningarráð Hagþenkis ákvað að skipta verðlaununum í tvennt að þessu sinni. Annars veg- ar var Jón Þorvarðarson stærð- fræðingur verðlaunaður fyrir bók sína Og ég skal hreyfa jörðina. Forngrísku stærðfræðingarnir og áhrif þeirra. Hinn helming verð- launanna hlaut síðan Helgi Hall- grímsson náttúrufræðingur fyrir bókina Lagarfljót - mesta vatnsfall íslands. Viðurkenningin nemur 750 þúsund krónum. í ályktunarorðum Viðurkenn- ingarráðsins sagði að þeir Jón og Helgi fengju verðlaunin „fyrir að hafa skilað flóknum fræðum og torræðum viðfangsefnum á ljósan og lifandi hátt til lesenda bóka sinna og opnað þeim sýn inn í fjöl- breyttan heim vísindasögu, reiknilistar, raungreina og átthaga- fræði." Stærðfræðingar og fljót Ennfremur sagði í rökstuðningi ráðsins: „Bækur þær sem hér eru útnefndar til verðlauna Og ég skal hreyfa jörðina. Forngrísku stærð- fræðingarnir og áhrif þeirra eftir Jón Þorvarðarson og Lagarfljót, mesta vatnsfall íslands eftir Helga Hallgrímsson eru kynlegar and- stæður þótt þær eigi það sameigin- legt að vera þrekvirki einyrkjanna, manna sem standa utan háskóla- samfélags og rannsóknastofnana með atgerfi sitt eitt að bakhjarli. Bók Jóns um þróun grísku reiknilistarinnar og frumkvöðla hennar fjallar um það sígildasta af öllu sígildu, tvö- til fjögurþúsund Jón Þorvarðarson stærðfræðingur Skrifaði um áhrifforn- grísku stærðfræðinganna. ára gömul sannindi og fræðilegar fullyrðingar sem ekki eru líkur á að hnekkt verði um ókomna tíð. Bók Helga um Fljótið er aftur á móti hluti af dægurmálaumræðu sam- tíðarinnar en hefur þó varanlegt gildi. Hún er innlegg í heitasta deilumál síðustu áratuga, sambúð manns við náttúru og umhverfi, áminning um hverfulleika nátt- úrugæðanna. Ekkert er ævarandi, allt er breytingum háð.“ Hini tilnefndu Á blaðamannafúndi í Reykja- víkurAkademíunni fyrir rúmum mánuði var kynntur listi tíu fræði- rita frá síðasta ári sem samkvæmt Viðurkenningarráði Hagþenkis töldust framúrskarandi og komu til álita. Þetta voru, auk þeirra tveggja sem viðurkenninguna hlutu, eftir- talin rit: Margrét Eggertsdóttir: Barokk- meistarinn. List og lærdómur í verkum Hallgríms Péturssonar. Kolbeinn Stefánsson og Stefán Ólafsson: Hnattvæðing og þekk- ingarþjóðfélag. ísland í breyttu þjóðfélagsumhverfi I. Ágúst Einarsson: Rekstrarhag- fræði. Hrafnhildur Schram: Huldu- konur í íslenskri myndlist. Guðni Th. Jóhannesson: Völ- undarhús valdsins. Stjórnarmynd- anir, stjórnarslit og staða forseta íslands í embættistíð Kristjáns Eld- járns, 1968-80. Magnús Þorkell Bernharðsson: Píslarvottar nútímans. Þóra Kristjánsdóttir: Mynd á þili. Rristín Björnsdóttir: Líkami og sál. Hugmyndir, þekking og að- ferðir í hjúkrun. Viðurkenningarráð Hagþenkis skipa Ragnheiður Margrét Guð- mundsdóttir íslenskufræðingur, Allyson Macdonald prófessor, Arni Hjartarson jarðfræðingur, Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur og Viðar Hreinsson bókmenntafræð- ingur. Stöðugt hvísl hinna illu afla ks K I Kvikmyndasafni Is- I lands í Bæjarbíói í B 1 laínarfiröi eru sýndar H margar perlur sem eiga K fullt erindi til jreirra senr ■ gaman bafa ;tf góðum K kvikmyndum. Nú ættu þeirsem njótaþessað láta hræða sig að H drífa sig í Fjörðinn, vegna þess að nú var að hefjast hryll- ingsþema og verða þrjár slík- ar myndir sýndar í röð. Á þriðju- daginn var sú fyrsta sýnd, House of Us- Sigríður Pétursdóttir Valdi myndir fyrir hryllingsþemað. her og verður hún endurtekin í dag. Eftir viku er það svo Húsið eftir Egil Eðvarðsson og sú þriðja og síðasta (sýnd 14. og 18. mars) er mynd sem Sigríði Pétursdóttur hjá Kvikmynda- safrtinu langar sérstaklega að benda á, enda segir hún í sýningarskrá: „ítalska hryllingsmyndin Suspiria sem Dario Argento gerði árið 1976 er einhver fallegasta kvikmynd sinnar tegundar. Ef til vill hljómar það und- arlega í eyrum einhverra að hryll- ingsmynd geti verið falleg, en mynd- ræn útfærsla og fagurfræði Suspiria er alveg einstök. Miklir litir, fallegir myndrammar og útpæld sjónarhorn einkenna hana og hljóðrásin er líka áhrifamikil. Myndin fjallar um nomalæti í þýskum balletskóla. Að- alpersónan er hin saklausa og opin- eygða Suzy sem er að hefja nám við skólann. Állt í kringum hana gerast hræðlegir atburðir og hún fýlgist með, ekki síður forvitin en hrædd. Frásögnin er oft ljóðræn, á mörkum draums og veruleika og Suzy líður um frekar en gengur. Beint ofan í það fær maður svo í andlitið ein- hverjar skelfilegustu myndir kvik- myndasögurmar. Á köflum er mynd- in líka súrrealísk en fýrst og frernst spilar hún á huga manns. Stöðugt hvísl hinna illu afla og áleitnar myndir fýlgja manni löngu eftir að myndinni lýkur. Fom sögn segir frá þremur nornum sem búa á mis- munandi stöðum í heiminum og breiða út illsku. Ein þeirra er Mater Suspiriomm sem býr í Freiburg og er titill myndarinnar jjaðan kominn. Bíófólk hefur tvö tækifæri til þess að sjá myndirnar, en hver þeirra er sýnd tvisvar. Á þriðjudagskvöldi kl. 20 og á laugardögum kl. 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.