Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2006, Blaðsíða 32
J~J í ft íljj í í) !j Við tökum við f fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndar er gætt. ^ ^ g «-» (J í) (J SKAFTAHLÍÐ24,10SREYKJAVÍK [STOFNAÐ 1910] SÍM1550S000 5 690710 111117 • Harrison Ford segir frá því í blaðaviðtali við Sunday Times á laugardaginn að hann hafi ekki bragðað betri indverskan mat í heiminum en á Austur- Indíafélaginu í Reykjavík. Á dögunum hafi hann verið á flugi yfir Atlantshafið á einkaþotu sinni ásamt Ally McBeal-leikkonunni Calista Flockhart, fósturbarni hennar og barnapíunni. Þau hafi þurft að stoppa í Reykjavík til að taka eldsneyti. Notuðu þau tækifærið og fengu sér indverskan mat til að seðja sárasta hungrið. Og niðurstaðan var þessi: Besti indverski maturinn sem hann hefur smakkað... Var hann ekki líka farsótt? Arshatið landlæknis Dönsuðu fugladaus Starfsfólk við embætti land- læknis hélt árshátíð sína á laugar- dagskvöldið á Hótel Sögu. Var margt skemmtiatriða en hæst bar þó fugladans á sviði með skírskot- un í þá heilbrigðisvá sem við blasir og yfir vofir. „Við erum fjörugt og skemmti- legt fólk og þetta var bara til gam- ans gert,“ segir Gerður Helgadótt- ir, aðstoðarkona landlæknis, sem eins og aðrir skemmti sér vel á árs- hátíðinni á Hótel Sögu. „Við vorum líka með skemmtiatriði um íþróttaálfinn og Latabæ þótt Magnús Scheving hafi ekki mætt f eigin persónu." Sigurður Guðmundsson land- læknir tók ekki sjálfur þátt f fugla- dansinum á sviðinu á Hótel Sögu heldur lét starfsmönnum sínum eftir að gantast á þennan hátt. Fugladans Vinsæll vlða um heim. Um 20 manns starfa við land- læknisembættið og mættu þeir langflestir með mökum þannig að samtals skemmtu sér um 40 manns á árshátíðinni sem þótti takast með afbrigðum vel. Og þá sérstaklega fugladansinn. „Öll starfsemi er þó með eðlilegum hætti hér í dag,“ segir Gerð- ur Helgadóttir. Með háttaiagi sínu á árshátíðinni sýnir starfsfólk landlæknis að fuglaflensan er ef til vill ekki sú ógn sem fjölmiðlar vilja vera láta. Aldrei hefði starfsfólkinu dottið í hug að grínast með alvarlega sjúkdóma eða yfirvofandi heilbrigðis- vandamál. Þeim þótti fugladansinn bara svo fyndinn í ljósi alls sem á undan er gengið. Sigurður Guð- mundsson Land- læknirskemmti sér vel á árshátíð með starfsfólki sínu. JHHkSSD kíktu við og gerðu góð kaup á jeppadekkjum Car-rental/ Bílaleiga Tel: 555 333 0 smur Vaxtalausar léttgreiðslurl BIUKO Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is'| Sími 557-9110 bilkoHs Hasso Island Smiðjuvegur 6, rauð gata, sími 555 333 0 Bíll frá kr. 1.950 á dag' *Verð er án kílómetragjalds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.