Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 15
DV Sport MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 15 Fylkirkomá óvart Fylkismenn komu mörg- um á óvart um helgina er þeir lögðu sterkt lið Stjömunnar ömgglega að velli 24-17. SpO- uðu Fylkismenn stórgóða vöm gegn stór- skotaliði Stjöm- unnar og lögðu þar með grunninn að þessum góða sigri. Með sigrinum komust Árbæingar upp að hlið Stjöm- unnar í íjórða sæti deildar- innar. Lítið var skorað í leikn- um sem var þó ágætur áhorfs enda bæði liðin að beijast um sæti í deildarbikamum þar sem fjögur efstu liðin spila. Ámi Þór Sæþórsson skilaði 8 ömggum mörkum fyrir Fylki. Fram með stórsigur Toppbð Fram olli engum vonbrigðum er þeir gjörsigr- uðu Selfoss 34-25 í skemmti- legum leik um helgina. Vom Selfyssingar þó yfír allan fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki, stórgóður sóknar- leikur Fram í seinni hálfleik, þar sem þeir skomðu 20 mörk, tryggði þeim góðan sigur. Fékk Sergei Ser- enko rautt spjald í upphafi fyrri hálfleiks og var sóknarleikurinn hálfundar- legur hjá liðinu fyrst eftir það. Komst þó liðið í gírinn í seinni hálfleik og sigraði að lokum ömgglega. Guðjón Drengsson skoraði hvorki meira né minna en 14 stykki fyrir Framliðið. Valsmenn sannfærandi I Laugardalshöllinni unnu Valsmenn sannfærandi sigur á KA, 30-26. En þetta var fyrsti leikur norðanmanna undir stjóm þeirra Sævars Ámasonar og Áma Stefáns- sonar. Valsmenn vom alltaf með undirtökin í leikn- um og komust meðal annars í 17-12 undir lok fyrri hálfleiks. Náðu KA menn þó að jafna, 17-17, en þá settu Vals- menn í gírinn og sigmðu að lokum með fjómm mörkum. Davíð Höskifldsson nýtti sér fjarvem Baldvins Þorsteins- sonar, sem lá veikur heima, og skoraði 8 mörk. Mikið jafnræði er á íslandsmóti kvenna 1 handbolta. Eftir góðan sigur Vals- stúlkna á Haukum eru Eyjastúlkur nú með afar góða stöðu á toppi deildarinn- ar. Ein umferð er þó eftir og geta bæði lið Hauka og Vals komist upp fyrir ÍBV með sigri í sínum leikjum en til þess þurfa Eyjastúlkur að tapa leik sínum gegn hinu unga og spræka liði HK. . ■ . V* jEínum sigri frá tltl- 1; 1 inum [yjakonur eru H úócim (íirium íígri frd Iflondsmelstaratitlin I um t’ítir sigur ó Gróttu um helgino. Pavla 1 Plaminkova ikoroði /3 1 mörk I leiknwn. I Valsstúlkur gerðu ÍBV mikinn greiða með því að leggja Hauka snyrtilega að velli með 28 mörkum gegn 25, á sama tíma sigr- aði ÍBV Grdttu 28-22 og komust þar með einu stigi upp fyrir Val og Hauka. Þetta skapar að sjálfsögðu gríðarlega spennu fyrir síðustu umferðina þar sem úrslitin munu ráðast. Haukastúlkur em eflaust ekki sáttar með úrslit gærdagsins enda hefðu þær með sigri nánast getað tryggt sér íslandsmeistaratitilinn. í staðinn trónir ÍBV nú á toppi deild- arinnar með pálmann í höndunum. Haukastúlkur höfðu verið undir mestallan fyrri háifleik og var staðan 14-10 í hálfleik. Hins vegar skomðu Haukastúlkur fyrstu sex mörkin í síðari hálfleik og vom skyndilega komnar með frumkvæðið í leikn- um. Jafiit var þó á með liðunum allt þangað til að um það bil úu mínút- ur vom eftir af leiloium en þá hrökk hinn prýðilegi markvörður Vals- stúlkna í gang og lokaði hreiniega markinu. Náðu þá Valstúlkur að síga framúr og enduðu á því að sigra með þriggja marka mun. Úrslitin ekki ráðin Ljóst er að eina von Vals eða Hauka til þess að sigra í deildinni er að sigra sína leiki og um leið treysta á að HK sigri ÍBV. Margir gætu hald- ið, vegna þess að í vetur hafi hlut- kesti HK og ÍBV alls ekki verið það sama eins og sést hugsanlega best á stöðu deildarinnar, að HK verði ÍBV auðveld bráð, en HK-stúlkur em gríðarlega efnilegar og geta hrokkið í gang hvenær sem er með illviðráð- anlegum afleiðingum.Valsstúlkur eiga leik gegn Stjörnunni sem þessa stundina er í fjórða sæti deildarinn- ar, þremur stígum fyrir neðan Val. Haukastúlkur leika hins vegar sinn síðasta leik gegn botnliði KA/Þórs. „ÍBV orðið Islandsmeistari" Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var gríðarlega ánægður með frammistöðu sinna stelpna gegn sterku liði Hauka. .Ágústa Edda var náttúrlega frábær og ég segi það nú bara að ef hún fær ekki almennilegt tækifæri hjá þessu A-landsliði núna þá veit ég ekki hvað á að þurfa til þess," sagði Águst eftir leikinn, sem honum fannst sitt lið spila afar vel, „Við vorum að spila virkilega fínan bolta svona lengst af og áttum fylli- lega skilið að sigra." Tölfræðilega séð eygir Valur smá von um að sigra í deildinni en til þess þarf ÍBV að tapa fyrir HK. Finnst Águsti ansi ólfldegt að það gerist. ,Að mínu mati er ÍBV orðið fslandsmeistari, Þær vinna HK alveg pottþétt, en við stefnum á það að vinna Stjömuna og þannig tryggja okkur annað sæt- ið og um leið tryggja okkur heima- leikjarétt í deildarbikarkeppninni. Auðvitað er samt smuga að HK-lið- ið vinnur en ég hef bara enga trú á því, ÍBV em komnir með átta fingur á bikarinn og em ekkert að fara að sleppa takinu," sagði Ágúst. Stefnum á annað sæti Síðasti deildarleikur Vals er gegn Stjörnunni og þurfa Vals- stúlkur að sigra þann leik til þess að tryggja sér annað sætið eða komast upp fyrir ÍBV. „Stjaman er topplið með sterkan heimavöll og þær hljóta náttúrlega að reyna að ná einum góðum sigri gegn okkur í deildinni. Við þurfúm að undirbúa okkur vel og mæta bara 110% klár í þann leik rétt einsog Haukaleik- inn.“ sagði Ágúst að lokum. MESTA URVAL X r 1 Ktt (J K I/1K LANDSINS VIKUR Arnar Kristín AF GLÆSILEGUM HJOLHÝSUM. HAFÐU SAMBAND VIÐ RÁÐGJAFA OKKAR NÚNAI V * E ♦ /? * K W W W . V l kurverk.is TANGARHOFÐA 1 SIMI 557 7720

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.