Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2006, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 Menning DV Ofmálaðural- heimslausnari [ blíðviðrinu (gærdag sá ég fólk á risavöxnu göngubrúnni sem byggð hefur verið yfir Hringbrautina, en það hefur aldrei gerst áður. Litla fjölskyld- an sem ég tilheyri hefur komið sér upp þeim leik að tuldra;„jæja, skyldi nú einhver vera á brúnni (dag" þeg- ar við ökum undir hana.en það sem er svo bráðskemmtilegt við þessa risabrú er að það virðist engum detta ( hug að nýta sér hana. Brúin er eitt- hvað það alundarleg- asta mann- virki sem ég hef augum lit- ið, en ég er samt ekki að gagnrýna R-listann,eins og fólk gerir yfirleitt þegar því finnst eitthvað undarlegt í borginni. Hvers vegna þetta umfang, þessar sveigjur, allt þetta stál? Það er svo langt yfir Hringbrautina ef maður gengur brúna að ég get ímyndað mér að fólk gefist bara upp á miðri leið og snúi við. En I gær breyttist allt.Á brúnni stóðu tvær fullorðnar manneskjur með barnavagn. Það var því ekki einungis fólk á brúnni, heldur fólk sem hefur tekið til við að fjölga sér. Eftir helgina Talar við Guð í síma Myndbandið hennar Silvíu er ansi flott en jafnframt óhugnanlegt. Er það ekki ögrun við meintan heims- frið að senda þetta ofdekraða fr(k sem bölvar og ragnar, hótar að drepa þá sem ekki f(la hana og þykist þar að auki vera (sérstöku uppáhaldi hjá Guði almáttugum? Svo miklu uppá- haldi að hún talar við hann (s(ma og kallar hann hund (Wazzup dog) án þess að búast við ógnarreiði hans (sem þó hafa verið skrifaðar nokkrar sögur um). Kannski fer allt að bullsjóða þarna í kringum Balkanskagann eða ein- hversstaðar þegar þeir sjá ofmálaða engilinn okkar sem þykist vera kom- inn til að bjarga heiminum. Já, þið hafið beðið lengi eftir þv( að ég kæmi að frelsa ykkur". Hm. Kannski . verður stóra skopmyndamálið hjóm eitt við hliðina á þessu. Bölvun Það hvdir bölvun á umsjónarmanni menningarsíðu þegar hann ætlar að leyfa sér að vera sérlega ómenning- arlegur og horfa á ídólið. Ég hef aldrei getað horft á heilan þátt af þessu vinsælasta skemmtiefni þjóð- arinnar vegna þess að ég þekki svo margt fólk sem þykir gaman að tala ( símann á helgum.Áföstudagskvöld- ið var ég komin (stellingar og byrjuð að klappa með fdólinu (hugsaði jafn- vel alvarlega um að poppa) þegar síminn hringdi og draumurinn dó. Ég geri aðra tilraun næsta föstudag. Sjostakovítsj var flókinn maður þar sem tókust á miklar andstæður sem heyr- ast í tónlist hans. Þessi innri átök eru þungamiðjan í list hans en ekki félagi Stalín. Verk Sjostakovítsj eru fyrst og fremst góð tónlist en ekki pólitískt andóf,“ segir Sigurður Þór Guðjónsson m.a. í dómi sínum um Sinfóniutónleikana á fimmtudaginn. Myndin af nabba Er ekki kominn tími til að þagga niður í Stalín þegar rætt er um sin- fóníur Sjostakovítsj? í vetur hefur Sinfóníuhljómsveitin flutt nokkrar þeirra og í efnisskrá eru alltaf miklar útlistanir á þvi hvernig þær endur- spegli viðbrögð tónskáldsins við ógnarstjórn Stalíns. Að þessu sinni er til dæmis annar kafli 10. sinfóní- unnar nefndur „myndin af Stalín". Stalín var oft nefndur „faðir þjóðar- innar'' svo þetta er þá eiginlega „myndin af pabba“, þjóðníðingn- um mikla. En Sjostakovítsj var flók- inn maður þar sem tókust á miklar andstæður sem heyrast í tónlist hans. Þessi innri átök eru þunga- miðjan í list hans en ekki félagi Stalín. Verk Sjostakovítsj eru fyrst og fremst góð tónlist en ekki póli- tískt andóf. Og helvítið hann Stalín, maðurinn sem Þórbergur Þórðar- son dáði meira en flesta aðra menn, Helvítið hann Stalín JP Jósef Stalfn er gjarna nefndur f sömu andrá og sinfónfur Sjostakovftsj. A Sinfóníutónleikar. Efnisskrá: Sjostakovitsj: sin- fóníur nr. 9 og 10, píanó- konsert nr 2. Einleikari: Peter Jablonski. Stjórnandi: Rumon Gamba. Háskólabíó 23. mars. Tónlist er búinn að vera dauður í meira en hálfa öld og Sjostakovítsj lifði hann reyndar í næstum því aldarfjórð- ung. Vafalaust leið Sjostakovítsj þó mikið undir harðstjórn Stalíns og koma þessi ytri áhrif fram í verkum hans lflct og tíðarandinn endurómar meira og minna í tónverkum frá öll- um tímum. En hver pælir nú í því hvernig andieg kúgun Metternichs- tímans í Austurríki gægist fram í verkum Beethovens og Schuberts? Um annan píánókonserrt tón- skáldsins má hiklaust segja: Stalín er ekki hér! Verkið er ekkert nema glaðværð og lífsgleði og í hæga kafl- anum er rómantíkinni gefinn laus taumur með allt að þvi rakkman- ínofskri angurværð. Leikur Jablonski var ósköp þunglamalegur, þokukenndur og dáðlaus. Fyrir nokkrum dögum brilleraði ung og óþekkt stúlka í þessu verki á tórí- leikum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna. Af hverju var hún bara ekki einleikari á tónleikunum? ■ X* <• ‘j Peter Jablonski píanóleikari Leikur hans varósköp þung- lamalegur, þokukenndur og dáðtaus, að mati Sigurðar Þórs. Kannski ekki nógu fræg? En betri þó en sumir hinna frægu. Samanherpt alvara Níunda sinfónían er með bestu verkum Sjostakovíts. Hún er hnit- miðuð og harðskeytt en líka hálf geggjuð í sprelli og grínagtugri al- vöru. Ekki öll þar sem hún er séð fremur en tilveran sjálf. Það besta var að hljómsveitarstjórinn tempraði sirkuslætin og dró þannig betur fram hina hárbeittu sin- fónísku hugsun og þá grandvöru al- vöru, djúpu samkennd með mann- lífinu, sem er það besta í músik Sjostakovíts. Margir hljóðfærahóp- ar áttu stórkostlegar stundir. Tí- unda sinfónía Sjostakovítsj var oft talin hans besta áður en nr. 13, 14 og 15 litu dagsins ljós. Sá sem hér skrifar finnst hún þó standa þeirri 9. að baki. Það er kannski of mikið af Stalín í henni ef við hugsum þannig. Alvaran er svo samanherpt og ætlar sér of mikið. Verkið er líka langt og sundurlaust, þrátt fyrir tíðar mein- ingar tónspeldnga um hnitmiðun. Margir bálkar eru vissulega stór- kostlegir og áheyrendur standi oft á öndinni yfir samþættingargáfu tónskáldsins og útsetningarsnilld, t.d. í fyrsta og öðrum kafla. Allt fékk þetta notið sín til hlítar á tónieikun- um í orkuþrugnum flumingi þar sem alvaran, þjáningin, reisnin, vonin og hin mergjaða dramtík, sem kemur ekki síst fram í hljóm- sveitarútsetningunni sjálfri, heyrð- ist einnig á stórbrotinn hátt. Auk heildaráhrifanna áttu hljóðfæra- hóparnir enn og aftur stórkostlegar Stundir. Sigurður Þór Guðjónsson í tilefni af Alþjóða leiklistardeginum 2006 hefur Stígur Steinþórsson leikmyndahöf- undur birt ávarp sitt, sem einnig verður flutt á undan leiksýningum í dag Lygasögurnar afhjúpa sannleikann Segjum svo að manneskja standi uppífjölmenniogheimtiathyglivið- staddra þá er það ekki endilega leik- listarviðburður. En ef manneskjan fer upp á kassa er það í áttina, gæti þó verið framboðsræða eða predikun, | jairível kynning á nýrri tannkrems- tegund. Ef manneskjan talar mjög hátt og tilgerðarlega, syngur og dans- ar eða hreyfir sig óvenjulega, klæðist furðulegum fötum eða bara alls eng- um fötum, þá er þetta örugglega leik- list. Sérstaklega ef hún er allsber. Ef manneskjan í þokkabót segir safarík- i ar lygasögur, sem fanga athyglina, þá er þetta pottþétt leikari. Þó aðeins ef allir áhorfendur samþykkja lygasög- una sem eitthvað betra og hafið yfir sannleikann um stundarsakir. Leik- arinn er mjög góður ef áhorfendur gleyma því að þeir þurfa að pissa í svona einn og hálfan klukkutíma. Hugmyndaflug, innsæi og sköpunar- gáfur leikarans kallar fram nákvæm- lega þessa sömu eiginleika í sérhverj- um áhorfenda og úr verður það sem kallast leiklist. Þetta samspil er kjam- inn. Til að auka áhrifamátt hans og fjölbreytni hafa tveir og svo fleiri leik- arar tekið sig saman og þá hefur þurft að stækka kassarin, jafnvel smíða upphækkaðan pall. Síðan hengja upp tjöld til að fela ljótan bakgrunn, reisa þak út af rigningu, tengja ljós- kastara til að vinna á jnyrkrinu en til að fara hratt yfir þróúnarsöguna þá höfum við nú það sem við nefnum leikhús. Þar vinnur gífurlegur fjöldi fólks að því að spinna og vefa dýrind- is klæði úr engu, lfkt og vefaramir í sögunni um nýju fötin keisarans. En ólíkt þeim svindlurum er enginn að svikja vísvitandi heldip allir að reyna að gera eins vel við leðcsýninguna og hægt er. Öll viljum við að lygasögum- ar afhjúpi sannleik- ann, ef það skyldi mistakast væri of- ??®sleSa I Stígur Steinþórsson fnskandi I leikmyndahöfundur. ef áhorf- endur myndu taka sér bamið úr sög- unni til fyrirmyndar og kalla hátt og snjallt yfir allan salinn: „en hann er ekki í neinu!" Stigur Steinþórsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.