Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 Fréttir DV Ráná bensínstöð Lögreglunni í Reykja- vík var tilkynnt um rán á bensínstöð Esso við Há- holt í Mosfellsbæ rétt fyr- ir miðnætti á sunnudags- kvöld. Maður innan við tvítugt með sólgleraugu og hettu hótaði afgreiðslufólki að hann væri vopnaður og heimtaði peninga. Hann komst á brott með eitt- hvað af peningum og stuttu seinna barst lögreglunni vísbending um hver gæti hafa verið að verki. Þrír ein- staklingar voru síðan hand- teknir og fluttir á lögreglu- stöðina grunaðir um aðild að ráninu. Fleirivopnað- iríReykjavík Vopnaburður hefur aukist í Reykjavik. Þetta kom fram á síðasta fundi samstarfsnefndar lög- reglunnar og borgaryf- irvalda. Til umræðu var vopnaburður og óöryggi borgaranna í miðborg- inni. „Geir Jón Þóris- son upplýsti að fyrir- hugað væri að taka upp samstarf við eigendur veitingastaða og dyra- verði um hert eftirlit og mun það fara í gang í maímánuði," segir í fundargerð samstarfs- nefndarinnar. Geir Jón eryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Ríkisstarfs- mönnumfjölg- aríReykjavík í svari Árna Mathiesen fjármálaráðherra við fyr- irspurn Sigurjóns Þórðar- sonar, Frjálslyndum, um þróun í fjölda ríkisstarfsam- anna úti á landi kemur fram að þeim hefur fjölgað um 2.861 á landsbyggðinni. En í Reykjavík nemur fjölgun- in 2.955. Sigurjón segir að í öðr- um skattumdæmum en höfuðborginni hafi fjöldi ríkisstarfsmanna staðið í stað eða fækkað verulega. Á Suðurlandi fækkaði rík- isstarfsmönnum um 56 og Austurlandi um 54. Sonja Haralds er öryrki sem var í 110 daga í hungurverkfalli til að vekja athygli á bágum kjörum öryrkja- og ellilífeyrisþega. Hún er farin að borða aftur og segir að hún hafi fengið skilaboð að ofan um að hætta því í bili. Sonja segir að hún voni að hungur- verkfallið hafi skilað einhverjum árangri í að vekja athygli á sínum málefnum en það sem henni finnst verst er að núna getur hún ekki hætt að borða. Sonja er liætt í hungnpverklalli getur ekkl hætt að borða Fyrir viku síðan hætti Sonja Haralds í hungurverkfalli eftir 110 daga án matar þar sem hún borðaði eingöngu hnetur og rúsínur og drakk ávaxtasafa. Sonja segir að þetta hafl verið erfiður tími og hún hafi misst 25 kíló, verið máttlaus og vart farið úr húsi. Hún missti líka mikið hár og þjáðist af svefnleysi. „Það fyrsta sem ég fékk mér að borða var mush' og rúnnstykki," seg- ir Sonja Haralds þegar hún var spurð að því hvað hún fékk sér að borða þeg- ar hún hætti í hungurverkfallinu. Son- ja hélt út 110 daga án matar og borð- aði bara rúsínur og hnetur og drakk ávaxtasafa. „Maturinn bragðaðist ekki eins því bragðskynið var dofið og ég fann ekki alveg bragð af mato- um en núna eru bragðkirtlamir famir að starfa og ég get ekki hætt að borða," segir Sonja. Fiskur í sveppasósu „Fyrsta heita máltíðin mín var steiktur fiskur í sveppasósu því ég er hætt að borða kjöt," segir Sonja. Hún segir að maturinn hafi farið vel í sig og hún hafi ekki fengið í magann. „Svo baka ég oft brauð með rúsínum því mér iinnst það svo gott og þá nota ég spelthveiti," segir Sonja. Getur ekki hætt að borða „Ég er orðin þunglynd af öllu átinu því ég get ekki hætt að borða," segir Sonja. Hún segist borða allan mat fyr- ir utan kjöt og núna hefur hún áhyggj- ur af því að borða of mikið. „Ég var að borða ávexti til klukkan tvö í nótt og svo fæ ég mér góðan morgunverð á morgnana en það var það sem ég Missti hárið Sonja þurfti aö fara í klippingu þvf hárlos var ið sökum næringaskorts. saknaði mest í hungurverkfallini: að borða morgunmat. Það sem mi dreymdi um að borða þegar ég var hungurverkfallinu var puran á svína steikinni því mér firmst hún hrikaleg góð," segir Sonja lífið væri þjáning með svolMli gleði á milli," segir Sonja og er sammála ummælum Hauks um lífið. Jóhanna Sigurðar var sú eina sem hringdi „Það eru ekki margir sem láta sér málefni eldri borgara og öryrkja varða „Ég er orðin þunglynd aföllu átinu því ég get ekki hætt að borða Sonja Haralds léttist um 25 kíló „Núna get ég ekki hætt að borða." Guð sagði henni að hætta „Ég fékk skilaboð ifá æðri máttarvöld- um um að hætta í hungurverkfallinu en ég er í stöðugu sambandi við Guð og einnig tala ég við framliðið fólk sem heimsækir mig. Stundum eru það ffamliðnir ættingjar en oft er það fólk sem ég þekki ekki neitt. Haukur Morthens kom tíl mín eftir að hann lést og það sem er mér minnisstæðast í okkar samtali var að hann sagði að Sonja Haralds með öndunargrímu Sonja var þungt haldin i hungurverkfaii- inuog hélt sig mikið tii frúminu. Sonja Haralds er hætt í hungurverkfall- inu eftir 110 daga „Mér finnst pitsa mjög góð með grænmeti og sjávarréttum." og eina manneskjan sem svaraði bréf- unum mínum var Jóhanna Sigurðar- dóttír alþingiskona og mér þóttí mjög vænt um það. Núna er Sjálfstæðis- flokkurinn að tala um að gera eitthvað fyrir eldri borgara en það eru bara kosningaloforð sem munu aldrei ræt- ast því ástand og kjör eldri borgara og öryrkja hafa aldrei verið verri í stjóm- artíð núverandi ríkisstjómar," segir Sonja. Sér ekki eftir neinu „Ég er sátt við að hafa farið í hung- urverkfall og tel að það hafi skilað ár- angri því núna em eldri borgarar komnir í vígahug vegna þess að athygli hefur verið vakin á slæmum kjörum þeirra og öryrkja. Samt hef ég ekk- ert heyrt frá Öryrkjabandalaginu en það eina sem þeir gerðu var að biðja mig um að borða þegar ég bytjaði í hungurverkfallinu. Annars er þeim sama um mig," segir Sonja. Hún seg- ir að núna getir hún ekki greitt húsa- leiguna því hún á ekki fyrir bæði mat og húsaleigu. „Ég veit ekki hvað tekur við hjá mér núna en ég held áfram að berjast fyrir réttí okkar á að lifa mann- sæmandi lífi í þessu svokallaða vel- megunarþjóðfélagi sem er það bara að nafninu til," segir Sonja að lokum og er hvergi bangin þrátt fyrir mótlætí og segir að hún hafi eingöngu komist í gegnum lífið og þjáningamar sem því fylgja með styrk ffá Guði. jakobina@dv.is Þegar öllu er á botninn hvolft Þegar neyðin er stærst er Fjö- skylduhjálpin næst. Á aðventunni tók þjóðin hönd- um saman við sjálfa sig og safn- aði jólagjöfum í risastóran bing í Kringlunni. Ædunin var að hleypa Ijósi inn í líf þeirra sem sáralítið hafa milli handanna en vilja gjarnan geta gaukað einhverju skemmtilegu smá- ræði að börnunum sínum svona rétt yfir blájólin. öll þessi opperasjón tókst svo vel borgararnir gátu allir vel við unað; litlu óhreinu grislingarnir fengu Playmo frá jafnöldrum sínum í fínu húsunum sem fyrir sitt leyti sofn- uðu sælir út frá plasmatækjunum Hvernig hefur þú það' rl T- Svarthöfði sem loguðu eins og leiðarstjarna inn í jólanóttina. Til að allir fengju nú örugglega sinn skerf var öllum jólapökkunum sem skrapað var saman í Kringluna dreift í hendur svokallaðra líknar- og mannúðarsamtaka; til trúfélaga og mæðrastyrksnefnda. Pakkastraumn- um var beint í farveg og innihaldið rann ljúft í hendur þeirra sem það var ætlað. En sumstaðar varð af- gangur. „Ég er nýkomirm frá tannlækni og er á leiðinni út á pósthús með videó eftir kærustuna mína, hana Unni Andreu," segir Þórhallur Skúlason tónlistarmaður. „Þetta eru tvö videólistaverk sem hún bað mig að senda til Bandaríkjanna út afsýningum sem eru I gaileríum þar." Hjá Fjölskylduhjálpinni ríkir Ás- gerður Jóna. Konan sem á sínum tíma flúði mæðrastyrksdæmið eft- ir að hafa eytt styrktarfénu í dinner á Holtinu og tíl að halda uppi óvíg- um sagnfræðingaher. Hún kann sko aldeilis tökin á hlutunum hún Ás- gerður. Strax og jólin voru búin gekk Ás- gerður Jóna í það erfiðisverk að taka upp alla jólapakkana sem ekki tókst að koma úr húsi þar á bæ um jólin. Og allt góssið ratar upp í hillur og er nú selt fátæka fólkinu á sanngjörnu verði - bara svona eftir því hvað fólk er reiðubúið að borga. Það finnst kannski einhverjum voða skrítið að gjafir sem keyptar hafa verið handa fólki til að gleðja það um jólin séu seldar hæstbjóð- anda. En þegar allt kemur til alls er það einmitt ofur eðlilegt og í hæsta máta kristilegt. Því hvað sagði ekki frelsarinn sjálfur? Jú, einmitt; Sælla er að gefa en þiggja. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.