Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR28. MARS2006 Fréttir »V m m .1 i k Sandkorn Jakob Bjarnar Grétarsson >1 • Menn hafa rekið í það augun að Guðmundur Magnússon, hinn brottrekni fulltrúi ritstjóra af Frétta- blaðinu, hef- ur nú lok- að bloggsíðu sinni. Bendir það til þess að hann hafi feng- ið nýtt starfþví síðunni lokaði Guðmundur strax eftir að hann fékk starfið á Fréttablaðinu - en opnaði þegar hann fauk. Þar hef- ur hann gefið undir fótinn glóru- lausum samsæriskenningum, sem menn á borð við Ólaf Teit Guðna- son hafa reynt að gera sér mat úr, að hann hafi fengið reisupassann vegna skrifa sinna sem áttu að vera eigendum blaðsins óþægileg. En ekki einfaldlega því, sem altalað er meðal starfsmanna blaðsins, að af- köstin voru ekki ásættanleg... • Ferðamála- ráð gekkst fyrir miklum fundi í síðustu viku þar sem með- al annarra tal- aði Valgerður Sverrisdótt- ir iðnaðarráð- herra. Ekki var gerður góður rómur að máli hennar en ferðabransinn er ósáttur mjög við stóriðjustefnuna eins og gefur að skilja. Þegar fundinum var við að ljúka hjólaði svo Jónas F. Thor- steinsson af fullum þunga í ráðherra og sagði það skjóta skökku við að meðan menn væru að byggja upp ferðaþjónustu til framtíðar væri hún og hennar ráðuneyti að selja land og orku undir yfirskriftinni „Cheapest Energy in Europe"... TU • Gunnar Heiðar Þor- valdsson fót- boltapeyinn markheppni úr Eyjum var á máía hjá sænska fiðinu Halmstad en tí- faldaði laun sín nýverið þegar hann gekk til liðs við Þjóðverjana hjá Hannover. Þeim áfanga fagnaði hann á Hverfisbarnum um helgina og var enginn hörgull á aðdáendum sem vildu ræða málin við hetjuna... • Á síðu sinni bendir Ögmundur Jónasson alþingismaður á hið aug- ljósa að ekki er þverfót- að fyrir Illuga Gunnarssyni, fyrrverandi að- stoðarmanni Davíðs, í fjöl- miðlum dagana. mundi þykir þetta benda ótvírætt til þess að Illugi stefni í stjórnmálin ótrauður og telur hann góðan fyrir sinn flokk... • Og Illugi Gunnarsson verður án efa kallaður til að fjalla um sveitar- stjórnarkosningarnar nú í vor. NFS ætlar að gera sér mat úr þeim svo um munar. Verður helstu kanónum stöðvarinnar teflt fram til að gera öllu því við- eigandi skil en umsjá með dagskránni hafa þeir Sig- mundur Ernir Rúnarsson og Egill Helga- son... 6 essa g- Bílaumboöin eru að hækka verð á bílum vegna þess að krónan hefur gefið eftir gagnvart útlenskum gjaldmiðlum. Ingvar Helgason, Toyota og Hekla eru búin að hækka og búist er við að öll umboðin hafi hækkað hjá sér i siðasta lagi á laugardag. „Það er svona óbeint búið að gefa það út,“ segir Rúnar H. Bridde hjá Ingvari Helgasyni. Bílaumboðin samtaka f Verð á nýjum bflum er að hækka í kjölfar þess að krónan hefur veikst umtalsvert á stuttum tíma. Ingvar Helgason hf. hækkaði verð á öllum tegundum umboðsins nema einni iyrir helgi og Hekla hf. hækkaði hjá sér í gær. Önnur bflaumboð er talin munu hækka í síðasta lagi á laugardag, 1. aprfl. „Þegar krónan hefur verið að styrkjast þá höfum við verið að lækka verð. Á móti höfum við að sama skapi séð ástæðu til að hækka verðið þegar krónan hefur veikst," segir Rúnar H. Bridde, sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni. Að sögn Rúnars hækkaði Ingvar Helgason verð á bílum um 5 til 8 pró- sent fyrir helgi. Þó sé verðið óbreytt á Subaru bflum - ennþá. Reyndar er hækkunin hjá Ingvari Helgasyni nokkuð meiri í sum- um tifell- markaðsstarfsemi - að minnsta kosti í blaðaauglýsingum. Það var til dæm- is athyglisvert að fletta Mogganum á laugardaginn að þar var aðeins ein bflaauglýsing. Það er merki um það að menn vilja ekki auglýsa mikið út af því að það er ekki búið að hækka. Svo hækka þeir náttúrlega 1. aprfl og þá fer allt af stað," segir Rúnar. um en Rúnar segir. Til dæmis hef- ur verð á Nissan Pathfinder hækkað um 13 prósent að þessu sinni. Lognið á undan storminum „Við heyrum á kollegum okkar í bflabransanum að 1. aprfl munu allir hækka - það er svona óbeint búið að gefa það út. Þannig að það er mjög líklegt að allir hækki núna 1. apr- fl," segir Rúnar og út- skýrir hvernig með - al annars megi sjá vísbendingarum það sem í vænd- um er: j „Meðþvíað skoða blöðin sést að bílafyr- irtækin hafa dregið saman í Nissan Patntinaer uayraua yeium af Pathfmder hefur hækkað úr 3590 þúsund krónum 14070 þúsund krónur. Hækkunin nemur480 þúsundum, eða rlflega 13 prósentum. Orðrómurinn á götunni „Við hækkuðum verðlistaverð um 3,5 til 6 prósent," segir Stefán Sand- holt, sölumaður hjá Heklu, sem hækkaði verð á sínum bflum þegar opnað var eftir helgina í gær. Dæmi ■■ Mitsubishi Outlander Hjá Heklu hækkaði Mitsubishi Outlander I gær úr2290þúsund krónum I 2430 þúsund. Nemursú hækkun um 6 prósentum. um hækkun hjá Heklu er að Pajero- jeppi, sem áður kostaði 4990 þús- und krónur, kostar nú 5290 þúsund. Og Mitsubishi Outlander hækk- aði úr 2290 þúsundum í 2430 þúsund krónur, eða um 6 prósent Eins og Rúnar hefur Stefán heyrt að önn- ur bflaumboð muni einnig hækka verð hjá sér um mánað- armótin þegar nýtt tollagengi á útlend- um gjaldmiðlum tekur gildi. Þá fékkst upplýst hjá Toyota-umboðinu P. Samúelssyni að verð hafi verið hækkað þar. Ekki fékkst þó uppgefið í gær hversu mikil hækk- unin er í pró- sentum talið. Ekki hjá því komist Og væntan- legir bfla- kaupendur hafa þeg- ar fengið ábending- ar frá öðrum umboðumum að hækkanir séu í vændum. „Nýttu tækifærið, komdu núna og gerðu frá- bær kaup. Við eigum örfáa Lincoln jeppa á lager núna sem bjóð- um á gamla verðinu. Ennþá!" segir á heimasíðu Brimborgar hf. sem segist enn ekki hafa hækkað verð heldur á Volvo, Citroén og Mazda. En þar er ekki dregin dul á yfirvof- andi verðhækkun: „Hjá því verður þó ekki komist og verður það á næstu dögum." gar@dv.is m „Svohækka þeirnáttúr- lega 7. apríl og þáferalltaf Landeigendur í Reykjarfirði ætla að dýpka höfnina ILUNGAF SuÖurt Hnlfsdalur téfojÖRÐUR Stajngríms- fjaröarheifii Hólmavík^ jrangsnes Vilja aka gröfu yfir hálendi Vestfjarða „Við ætlum að reyna að nota snjó- inn og stórfjörur til að koma þessu í verk," segir Þröstur — Jóhannesson, sem fýr- ir hönd landeigenda í Reykjarfirði á Norð- urströndum vifl fá að flytja gröfu þvert yflr hálendið frá Stein- grímsfjarðarheiði og ofan í Reykjarfjörð. Ætlunin er að dýpka höfnina í Reykjarfirði. „Maður sem gert hefur út bát til farþegasiglinga frá Norðurfirði á Ströndum yfir í Reykjarfjörð er að láta smíða fyrir sig stærrri bát. Þess vegna þarf að dýpka höfnina og laga þar tíl," segir Þröstur. Stórstraumsfjara verður að sögn Þrastar í Reykjarfirði um páskana. Fyrir þann tíma vonast Þröstur til að sýslumennirnir á ísafirði og í Hólma- vík hafi gefið samþykki sitt fyrir akstri gröfunnar þá 60 kflómetra leið sem aka þurfi henni utan vega, meðal annars yfir Dranga- jökul. Sveitarstjórnirnar á þessum stöðum hafa þegar samþykkt flutn- ingana. Þröstur segir að ekið verði hefðbundna vetrar- leið sem farin sé á jeppum og snjósleðum yfir í Reykj- arfjörð. „Þetta eru alft vanir menn sem margoft hafa farið þessa leið," segir Þröstur, sem reiknar alls ekki með neinum skemmdum á landi með því að aka gröfunni þessa leið. „Það ætti að vera snjór alla leiðina nema þá helst í neðstu brekk- unum í Reykjarfirði." fcairekss Ef leyfi fæst ekki fyr- ir akstri gröfunnar seg- ir Þröstur að flytja verði hana í Reykjarfjörð á pramma í sumar. s Vestfirðir Ferðamenn sækjaæmeiraá Norðurstrandir. Fara á með gröfu 60 kílómetra yfirhálendið tilað dýpka höfnina i Reykjarfirði svo stærri bátar geti lagst þar að. Reykjarfjörður Norður- fjörður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.