Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 Fréttir DV Kostir & Gallar Marta þykir vera smart, hæfileikarík og með mikið vit á tískuheiminum. Einnig þykir hún góður vinur. Marta þykir þrjósk og lélegur dansari. Einnig á hún erfitt með að leyna tilfinningum sínum. „Hæfiieikarik, huguð og ótrúlega skemmtileg, enda kasta tækifærin sér í veg fyrir hana hvarsem hún fer. Ég létMörtu smörtu í samnefndri barnabók heita eftir henni. EfMarta á það ekki, erþað nefnilega ekkismart. Einigalli Mörtu Maríu er sá að hún á svo mikiu flottara leikfimidót en ég. Hún kaupir nefnilega allt sitt frá Stellu McCartney meðan ég lufsast um isænskum fötum sem heitirþví ósvala nafni Better bodies. Ekki hefur það nú orðið að áhrínsorðum." Cerður Kristný Guðjónsdóttir, blaðamaður og rithöfundur. „Glaðlynd, einbeittog með mestu forkum sem ég þekki. Hún • átti það til að mynda til að koma á æskuheimili mitt og heimta að fá að vaska upp og skúra. Hún er líka mikill vinur vina sinna, í gegnum sættog súrt. Húngetur verið jafn þrjósk og hún getur verið dugleg, en þrjóskan hefur líka fleytt henni áfram. Hún á líka erfitt með að leyna tilfinningum sínum þannig að það fer sjaldnast á milli mála ef einhver fellur I ónáð.“ Júlía Alexandersdóttlr, ritstjórl Húsa og hlbýla. „Fyrirþað fyrsta erMarta María afburðaskemmtileg og rosalega góður félagi. Þaðergamanog gefandi að vinna með henni. Hún er ótrúlega smart. Hún er fyrirmynd mln í tísku. Efég mætti velja myndi ég vilja vera Marta. Hún á það til að vera dálítið þrjósk á köflum, sem er kostur þegar það á við. Hún er ekki alveg nógu góður dansari. Annað er það ekki." Þóra Sigurðardóttir dagskrárgerðarkona. Marta María Jónasdóttir fæddist 23. mars 1977. Hún tekur á næstum dögum við ristjórastöðu lífsstllsblaðsins Veggfóðurs. Áður vannhún sem blaðamaöurá Fréttablaöinu og Séð og heyrt. Hún komst í fréttirnar fyrir að skrifa bókina um Nylon- stelpurnar knáu á sínum tíma. íhuga að kæra umhverfismat Sveitarstjóm Reykhóla- hrepps ætlar að ákveða á fundi í dag hvort lögð verður fram kæra á hendur Skipu- lagsstofnun vegna mats stofnunarinnar á fyrirhug- aðri vegagerð í Gufudals- sveit í Barðastrandasýslu. Skipulagsstofnun hafnaði af umhverfisástæðum því veg- stæði sem heimamönnum hugnast best og telja mestu samgöngubótina vera í fyrir landsíjórðunginn. Bæjar- stjómin í Vesturbyggð hef- ur einnig lýst óánægju sinni með niðurstöðu Skipulagsstofn- unar. Efafkæru verður mun umhverfisráðu- neytið úrskurða í máiinu. Kristín Steinarsdóttir er móðir sex ára heyrnarskerts drengs sem fær engin úrræði eftir skóla. Sonur hennar Magnús Steinar Dansson er sex ára nemi í Hlíðaskóla og í síðustu viku týndist hann, að sögn móður hans vegna manneklu í Hlíðaskjóli sem er dagvistun fyrir börnin í Hlíðaskóla eftir að skóla lýkur á daginn. Sex ára og heyrnar- skertur á vergangi Kristín Steinarsdóttir er áhyggjufull móðir heymarskerts drengs. Hún getur ekki farið í vinnunna með góðri samvisku því drengurinn hennar, sem er sex ára, er ekki óhultur í dagvistun Hlíðaskjóls. í síð- ustu viku kom hún að sækja son sinn en þá var hann farinn einn síns liðs út og ráfaði týndur á Bústaðaveginum þar sem umhyggjusöm kona tók hann upp í bíl sinn og keyrði hann á lögreglustöð. „Ég get ekki lýst því hvemig mér leið. Eg var skelfingu lostin þegar ég kom að sækja Magnús til að fara með hann í barnaafmæli og komst að því að hann var týndur og enginn vissi hvar hann var," segir Kristín Stein- arsdóttir, móðir Magnúsar Steinars Danssonar sex ára heyrnarskerts drengs. „Starfsfólkið vissi ekki hvar hann var og það var búið að skrifa hann út því eitthvert barnanna sem var á Hlíðaskjóli sagði að hann væri far- inn. Enginn virtist vera að fylgjast með því hvort hann hefði verið sótt- ur eða ekki. Þetta er í annað sinn sem hahn týnist en í fyrra skiptið var hann á göngum skólans að villast,1' segir Kristín. Kona keyrði hann á lögreglustöð „Hann fannst á gangi einn á Bú- staðaveginum á aðalumferðartím- anum og fullt af bílum að keyra um götuna en þar sem hann er heymar- skertur heyrir hann ekki í bílunum og kann ekki að passa sig á þeim," segir Kristín. Hún segir að umhyggjusöm kona hafi tekið hann upp í bíl sinn og keyrt hann á lögreglustöð því Magnús eigi erfitt með að gera sig skilianlegan og Heyrnartæki Magnús Steinar fór I kuðungsaðgerð fyrir ári og er að læra að lifa með skertri heyrn sinni. er hún þessari konu ævinlega þakk- lát fyrir það. „Svo var hringt i mig og mér tjáð að hann væri hjá Lögreglunni í Kópavogi. Ég hef sjaldan orðið eins hrædd um hann á ævinni því ég hafði ekki hug- mynd um hvert hann hafði farið og veit hversu erfitt hann á með að bjarga sér einn því auk þess að vera heyrnar- skertur er hann með andlegan þroska á við tveggja til þriggja ára barn." Hefur engin úrræði „Ég treysti ekki lengur Hlíðaskjóli til að passa drenginn minn eftir skóla þó svo mér hafi verið boðið að einn starfsmaður fylgist með honum því það er svo mikil mannekla á Hlíða- skjóli að ég sé ekki hvemig það á að ganga upp. Ég get heldur ekki sent hann með skólabílnum því hann hefur fjórum sinnum misst af hon- um og ekki skilað sér heim á réttum tíma," segir Kristín. Hún segir að vegna skorts á starfs- fólki á Hlíðaskjóli virðist enginn geta fylgt Magnúsi út í skólabílinn. Kristín segist hafa gefist upp á að láta hann koma heim með skólabílnum og því hafi hún ákveðið að senda hann í dagvistun Hlíðaskjóls en það getur hún ekki lengur. „Ekki get égfengið unglingsstúlku til að passa hann því það er ekki auð- velt að skilja hann og ekki er ég það vel stæð að ég geti keypt aðra pöss- un fyrir hann. Því er ég alveg ráð- þrota og veit ekki hvað ég á að gera því Reykjavíkurborg hefur ekki getað gefið mér neina lausn á þessu máli en ég þarf að komast í vinnunna og ég veit ekki hvernig ég á að fara að því," segir Kristín. Vildi vera eins og hinir „Hann vildi vera eins og hin- ir krakkarnir sem fara einir heim til sín og þess vegna tók hann upp á því að labba af stað áður en ég sóttí hann. Hann á enn eftir margt ólært því hann fór í kuðungsaðgerð á eyr- anu fyrir ári og er að læra að skynja umhverfi sitt og hætturnar sem í því leynast. Enn get ég ekki látið hann vera einan á ferð og á meðan engin lausn finnst á þessu máli sé ég ekki fram á að ég komist til vinnu og fjárhags- lega er ég ekki í þeirri aðstöðu að geta verið heimavinnandi húsmóð- ir," segir Kristín að lokum og vonast til að geta farið í vinnuna án þess að þurfa að hafa áhyggjur af öryggi son- ar síns. Mannleg mistök „Okkur þykir þetta afskaplega leiðinlegt og þetta var örugglega jafn mikið áfall fyrir starfsfólkið og það var fyrir móðurina," segir Kolbrún Pálsdóttir deildarstjóri barnasviðs Tónabæjar sem Hlíðaskjól heyrir undir. „Frístundaheimili bjóða ekki upp á sams konar gæslu og leikskólar og það er miðað við þroska sex til níu ára barna sem hafa skilning á að fylgja reglum. Magnús hefur þroska á við þriggja ára barn og að sjálf- sögðu finnst fólki slæmt þegar barn á þeim aldri týnist frá leikskólanum sínum," segir Kolbrún. Hún segir að rætt hafi verið við móður Magnúsar og henni tjáð að hann fái sérstakan stuðning og eftir- lit svo þetta endurtaki sig ekki. „Við áttuðum okkur á því að hann þurfti á meira eftirlití að halda og við viljum að sjálfsögðu tryggja ör- yggi barnanna. Það eru yfir hundr- að börn í Hlíðaskóla og aldrei kom- ið upp neitt mál þar sem barn hefur týnst," segir Kolbrún að lokum og vill að það komi fram að foreldrar með börn sín í Hlíðaskóla séu mjög ánægð með allan aðbúnað barn- anna. jakobina@dv.is Síbrotamaður dæmdur fyrir líkamsárás, þjófnað, fíkniefna- og umferðarlagabrot Lamdi sambýliskonu sína tvisvar Síbrotamaðurinn Guðmund- ur Friðrik Friðriksson var á dögun- um dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið til þriggja ára. Guðmundur Friðrik, sem er 47 ára, var dæmdur fyrir líkamsárás, þjófnað og fíkniefnabrot. Þann 11. febrúar á í fyrra réðst hann á sambýliskonu sína á heim- ili þeirra í Njarðvík og skellti henni í gólfið þar sem hann sparkaði ítrekað í skrokk hennar og fætur. Héraðsdómur Reykjaness Guðmundur játaði skýlaust brot slnen hann réðst á sambýliskonu slna tvlvegis. Sambýliskonan hlaut brot og mis- gengi á níunda rifi vinstra meg- in, mar á brjóstkassa vinstra meg- in, stórt mar framan á hægra læri, rispur framan og aftan á báðum sköflungum og yfir kálfa hægra og vinstra megin svo og mikið af rispum á brjóstkassa báðum megin. Þá réðst Guðmundur aftur á sam- býliskonuna aðeins rúmum einum mánuði síðar, eða 24. mars, en þá skellti hann henni aftur í gólfið og sparkaði í hana. Að þessu sinni hlaut konan rifbeinsbrot hægra megin á brjóstkassa og mar í kringum auga hægra megin og á brjóstkassa hægra megin. Guðmundur játaði skýlaust lík- amsárásirnar. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu fíkniefna en hann var tekinn með 1,63 grömm af hassi og 0,26 grömm af tóbaksblönd- uðu hassi á heimili sínu í Njarðvík 2. september á síðasta ári. Nákvæmlega þremur mánuðum seinna, eða þann 2. desember, var Guðmundur hand- tekinn á skemmtistaðnum Traffic í Reykjanesbæ en þá hafði hann í vörslu sinni 0,40 grömm af hassi. Að lokum var Guðmundur dæmd- ur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa keyrt óskráðan og óvátryggðan Traffic Guðmundur var tekinn með hass á þessum fræga stað í Keflavík. bíl svo hratt og ógætilega að bfllinn lenti á ljósastaur á Hafnargötunni í Keflavík, þaðan yfir götuna þar sem bfllinn lenti framan á öðrum bfl. Þá lenti hluti ljósastaursins á öðrum bfl sem kom aðvífandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.