Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 32
40 LAUGARDAGUR 6. APRlL 2006 Helgarblað DV -E CMANEL Guerlain-sólarpúður „Ég hef notað þetta púður síðan ég var 15 ára og ætla mér ekki að skipta." Helena Ruben- stein-krem „Þetta krem hefur svipuð áhrif og litað dagkrem. Ég nota það á hverjum degi nema þegar ég vakna verulega seint." Yves Saint Laurent- maskari „Þegar ég var yngri gat ég ekki einu sinni farið út með ruslið án þess að vera með maskara en ég er nú öll að koma tii og finnst bara töff að geta verið ómáluð." Kanebo-kinna- litur „Ég nota hann þegar ég fer út að borða eða um helgar. Reyni að hafa hann svona spari." Chanel-ilmvatn „Þetta ilmvatn heitir Chance og er frá Chanel. Glasið er nú næstum tómt svo ég verð að fara að endur- nýja." Kristín Kristjánsdóttir hannar föt undir merkinu Ryk. „Ég er á öðru ári í Iðn- skólanum i Reykjavík á fataiðnabraut og er í prófum núna," segir Kristín sem er bæði i bóklegum og verklegum prófum. Hún er 23 ára og býr í Reykjavfk á sumrin en Akureyri á veturna. „Ég byrjaði að sauma þegar ég var fimm ára en fór ekki að ganga i fötunum fyrr en ég var 13 ára," segir Kristfn sem á ekki kærasta en heldur úti bloggsíðunni blog.central.is/ryk- design þar sem hægt er að skoða hönnun hennar. með HJ-ILBRIpiÐUM LIFSSTIL Athafnakonan Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur stendur, ásamt fleirum, fyrir Megrunarlausa deginum í dag. Sigrún hefur starfað að átröskunarmálum og segir að megrun sé alltaf megrun, sama hvernig á málið sé litið. Sigrún segir stóran hluta íslendinga hafa verið í megrun hálfa ævi en að árangurinn sé enginn. „Við viljum benda á með þessum degi að megrun getur verið fyrsta skrefið að átröskun. Það veit enginn fyrir fram hvort hann missir tökin eða ekki. Megrun er áhættuhegðun sem við eigum ekki að líta á sem sak- laust athæfi," segir Sigrún Daniels- dóttir verkefnisstjóri Megrunarlausa dagsins sem haldinn er víða um heim í dag. Sigrún er sálfræðingur og starfar meðal annars að átröskunar- málum. Hún kynntist þessum degi í gegnum alþjóðleg fagsamtök um átraskanir og hafði lengi gengið með hugmyndina að koma svipuðu verk- efni af stað hér á landi. Að verkefhinu standa einnig Guðrún Beta Mána- dóttir, ráðskona staðalímyndahóps Femínistafélagsins, Alma Dögg Geir- dal og Edda Ýr Einarsdóttir stofn- endur Forma, félags átröskunarsjúk- linga á íslandi auk fleiri aðila. Dag- skrá í tilefni dagsins fer fram í öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla íslands, þar sem allir eru velkomnir. í megrun hálfa ævina „Dagurinn snýst fyrst og ffemst um að fá fólk til að elska líkama sinn eins og hann er og fagna fjölbreyti- leikanum. Við viljum vekja athygli á að við getum öll stefnt að heilbrigði og hamingju í þeim líkama sem við höfum," segir Sigrún þegar hún er beðin um að lýsa verkefninu. Sigrún segir að samkvæmt rannsóknum skipti ekki máli hvort krakkar noti heilbrigðar eða óheilbrigðar aðferðir til að grenna sig, megrun sé alltaf megrun og geti haft neikvæð áhrif. „Margir tala einungis um megrun þegar um ofsalega stranga megrun er að ræða en í rauninni er öll fæðu- takmörkun í þeim tilgangi að grenn- ast megrun. Það er ekki til nein að- ferð sem er algjörlega hættulaus," „Það ermiklu skemmtilegra að synda góðan sund- sprett með líkamann fullan aforku vitandi afgóðum hádegismat en að hamast orkulaus á hlaupabretti og eiga ekki von á neinu nema skyrdrykk á eftir." segir hún og bætir við að fjöldi fólks hafi verið í megrun hálfa sína ævi. „Vesturlandabúar hafa verið í megr- un alla síðustu öld en árangurinn er lfkt og hjá einstaklingnum, enginn. Við erum í hringekju og það er kom- inn tími til að við spyrjum okkur hvar þetta endar og horfa gagnrýnni augum á þetta ferli. Við förum í megrun, léttumst, fitnum aftur og verðum óánægð. Er þetta eitthvað sniðugt ef útkoman er alltaf sú sama? Hvernig værum við ef við hefðum aldrei farið í megrun? Mjög líklega í svipuðum sporum en hefð- um samt sparað okkur bæði pening og leiðindi." Orkulaus á hlaupabretti og skyrdrykkur á eftir Sigrún segir að ef við hugsum um okkur af umhyggju og virðingu, líkt og við myndum hugsa um góða vin- konu eða bamið okkar, myndum við annast líkama okkar á heilbrigðari hátt. „Það eru til margar rannsóknir sem sýna að fólk getur bætt heilsu sína til muna með því að hreyfa sig reglulega og borða hollan mat þrátt fyrir að grennast ekki. Þetta tvennt þarf ekki að fara saman. Við ættum mun frekar að hugsa um að bæta heilsuna en að grennast því það markmið skemmir bara fyrir og leið- ir til þess að við gefumst upp. Það er miklu skemmtilegra að synda góðan sundsprett með líkamann fufian af orku vitandi af góðum hádegismat en að hamast orkulaus á hlaupa- bretti og eiga ekki von á neinu nema skyrdrykk á eftir." Allir eiga rétt á sér Sigrún viðurkennir að Megrunar- lausi dagurinn sé á skjön við það sem flestir prediki í dag. „Það er allt í lagi að einhver tali um eitthvað ann- að en hvað offita er mikið vandamál. Ég held að það væri hægt að koma í veg fyrir mörg vandamál nútímans ef okkur væri innrætt frá blautu barnsbeini að þykja vænt um líkama okkar og hugsa vel um hann, hvern- ig sem hann er," segir hún og bætir við að útlitsdýrkunin í samfélaginu sé mjög mikil. „Við verðum hins veg- ar að byrja einhvers staðar og því ekki hjá sjálfum sér og sínum nán- ustu? Það eiga allir rétt á sér, sama hvernig þeir eru í laginu og það er ósanngjamt að benda einum hóp á að hann sé ómögulegur. Fólk virðist ekki þurfa að vera mjög feitt til að finna fyrir neikvæðum straumum og það á sér í lagi við um stelpur og konur." Dagskráin í öskju hefst klukkan 13 í dag og em allir velkomnir en það er ókeypis aðgangur. „Við stefn- um á að halda þennan dag hátíðleg- an ár hvert og ef einhver vill slást í hópinn er hann hjartanlega velkom- inn." indiana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.