Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 37
DV Helgarblað mega birta hana ókeypis: „Að menn komi staðreyndum á fram- færi. Ekki flóknara. Svo má velta fyrir sér forgangsröðun upplýs- inga. En maður í erfiðleikum og vörn heldur sig bara við stað- reyndir. Göbbels hvað? Það má fara enn aftar. Á Sinai-fjall þar sem Móses kom fram með töflurnar. Þú skalt ekki ljúga. Já, Móses er fyrsti PR-maðurinn. Ég vil frekar kenna mig við hann en Göbbels," segir Eggert. Eggert segir þetta starf bráð- nauðsynlegt, einkum í heimi þar sem fjölmiðlum fer ört fjölgandi. „Já, með örfáum grætilegum und- antekningum. Hverfablöð, netið, stóru fjölmiðlarnir... stöðugt erf- iðara reynist að ná eyrum almenn- ings. í dag er viðtekið að ekki næg- ir að birta einungis auglýsingar. Það verður að koma upplýsingum á framfæri með öðrum ráðum." Pólitískir ráðgjafar fylgja leiðtogunum Jón Kristinn Snæhólm er meðal þeirra sem stýra kosningabaráttu iSjálfstæðisflokksins í borginni. Hann telur sér nokkurn heiður isýndan að hafa náð þeirri stöðu að Beljast spunalæknir á aðeins fimm vikum. „Ég tel það óverðskuldað. BEg tel mig hins vegar ágætan pól- itískan ráðgjafa. Nei, og hef aldrei lent í því að moka út einhverjum skít eftir stjórnmálamann og fela hann. Þarna eru skörp skil," segir Jón Kristinn. „Pólitískur ráðgjafi er allt annað en áróðursmeistari sem hrópar og fer af stað þegar pólitík- usar eru búnir að gera í buxurnar." Hann hefur reyndar verið við- riðinn kosningar frá unga aldri, frá 1983, og hefur starfað fyrir menn á borð við Vilhjálm Þ., Guðlaug Þór Þórðarson, Árna Sigfússon, Birgi Ármannsson, Gunnar I. Birgisson, Hrein Loftsson og Svein Andra Sveinsson - sem tapaði í prófkjöri fyrir Amal Rún. Hann hefur því upplifað sorgir og sigra. Jón Kristinn segir eðlilegt að þeir sem leiða lista, og hafa unn- ið prófkjörsbaráttu, hafi um það að segja hverjir pólitískir ráðgjaf- ar eru. Spunalækningar, til þess séu ráðnar auglýsingastofur, og ís- lenska auglýsingastofan er á mála hjá Sjálfstæðisflokknum. Að auki koma frambjóðendur mjög að ákvörðunum í kosningabaráttu. Gríðarlega öflug kosningavél „Hér labbar þú inn í sögu sem hófst 1929. Vél sem má lýsa þannig að hún sé stór og mikil, ekki sú flottasta í laginu, lengi í gang og vinnur eftir ákveðnum lögmál- um. En þegar hún er komin í gang stoppar hún ekki. Gríðarlega öfl- ug. Hér þarf bara góða vélstjóra sem koma skipinu yfir hafið," seg- ir Jón Kristinn. Og bætir því við að Samfylkingin sé hræðslubandalag þar sem ægir saman alls kyns lýð. Magnús Orri Schram, kosninga- stjóri Samfýlkingar, vísar þessum orðum alfarið á bug. Segir lykil- menn í kosningabaráttunni vera þrjá þá efstu á lista Samfylkingar; Dag, Steinunni Valdísi og Stefán Jón. Þau hittist á hverjum morgni og fari yfir málin. Glundroðakenn- ingin sé orðin gömul og eitthvað sem pólitískir andstæðingar reyni ætíð að koma að. Magnús Orri vill ekki meina að hann sé spunalæknir heldur fram- kvæmda- og kosningastjóri. „Og við eigum ekki jafn digra sjóði og aðrir til að ganga í. Ég verð að nýta mína fjármuni vel og lít svo á að góð staða Reykjavíkurborgar sé besta auglýsingin fyrir Samfylk- Lengstum hefur Vinstri hreyfingin - grænt framboð talið sig yfir það hafin aO grautast fspunalækningum og hefur ávaiit gefið skft fyrir leiðtogapóli- 1: |tík. Hins vegar erSvandlsi Svavarsdóttur númjöghaldiðá loft. Katrín f Jakobsdóttir varaformaður flokksins sem og Sverrir bróðir hennar eru virk vel I baráttunni. Spurningaljónið Stefán Páisson hefur þá staðið fyrir I HBB skæruhernaði. Kolbrún Halldórsdóttir er svo leikstjóri baráttunnar og Atli Gfslason varbeinllnis kallaðurinn á þing í stað hennarsvo hún gæti einbeittsér á þeim vettvangi. Hugin Frey Þorsteinsson m á einnig nefna, gerði hlé á sínu námi úti í Bretlandi tilað koma i baráttuna. Kosningastjórinn heitir Eiías Jón. DV Mynd G VA senunni í kosningabaráttu. Sá sem eryfiriýstur spunameistari framsóknar- manna er Eggert Skúlason. En fleiri koma að málum eins og gefur að skilja - ekki slst ungiiðahreyfing fiokksins sem styður Björn Inga afalefli. Hér má sjá svipmynd frá kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins. DV Mynd GVA Sá sem helsthefur verið nefndursem spunalæknir frjálslyndra erSveinn Aðalsteinsson en hann hefur stutt mjög við bakið á efsta manni iistans, Ólafi F. Magnússyni. Haft er eftir Sveini að kosningabarátta sé ekki ósvipuð skák og þá ekki heillavænlegt að margir komi að þvf að ákveða næsta ieik. Margrét Sverrisdóttir stjórnar skrifstofu flokksins og kemurmjög að ákvarðanatöku f kosningabaráttunni sem og þingmenn ftokksins. DV Mynd: Hörður inguna. Við erum stolt af Reykja- vík." Að vinna vel bak við tjöldin í kosningabaráttu er ákveðin kúnst að snúa út úr slagorðasmíð- inni og „Einu sinni var Reykjavík smábær. Nú er Reykjavík frábær" hefur orðið frjálshyggjumönnun- um á Vef-Þjóðviljanum tilefni til spaugs á borð við að „einu sinni hafi Dagur B. Eggertsson verið voða frakkur, en sé nú froðusnakk- ur". Magnús Orri gefur ekki mik- ið fyrir grín á borð við það. Og seg- ist ekki líta á baráttu Samfylk- ingar sem varnarbar- áttu. Sam- fylkingin sé að bjóða fram í fyrsta skipti og ir efstu menn á lista stjórna kosn- ingabaráttunni ásamt sér. Hann segir ekki fráleitt að álíta að þeir sem stóðu þétt með sigurvegur- um í prófkjöri komi að baráttunni einnig og hafa þar verið nefnd- ir menn á borð við Kristján Guy Burgess og Guðmund Steingríms- son. Magnús Orri hafnar því enn- fremur að Samfylkingin búi ekki að reynslu. Og víst er að menn á borð við Mörð Árnason, Helga Hjörvar og Össur Skarphéðinsson eru þekktir fyrir að vinna vel bak við tjöldin. „Við nýtum allt okk- ar besta fólk. En hlýtur ekki mesti plottarinn að vera sá sem enginn veit hver er?“ jakob@dv.is Jón Kristinn Snæhólm Kosningavél Sjálfstæðisflokks- ins er kannski ekki sú flottasta en sú öflugasta. Magnús Orri Schram Mesti piottarinn hlýtur að vera sá sem enginn veithverer. ítalskir gæðaskór á dömur og herra 1. Teg. 4124 Stærðir 36-42 2. Teg. 2316 Stærðir 39-47 3. Teg. 3112 Stærðir 36-42 4. Teg. 2076 Stærðir 39-47 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240 Partur-Spyman-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavik • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.