Eyjablaðið - 01.12.1977, Qupperneq 2

Eyjablaðið - 01.12.1977, Qupperneq 2
EYJABLAÐIÐ EYJABLADIÐ Utgefaridi Alþýðubandalag Vestmannaeyja. Ritnefnd: Guðmundur Jensson (ábm), Garðar Sig- urðsson, Þórarinn Magnússon. Setning og offsetprentun: Eyrún hf., Vestm.eyjurn JAFNRÉTTI. Kvenfrelsisbarátta hefur verið háð hér á landi um 100 ára skeið og er nú svo komið, að konur hafa fengið fiest lagaleg réttindi á við karla. Allar konur taka þátt í atvinnulífinu um lengri eða skemmri tíma, enda getur þjóðféiagið ekki án þeirra verið. Petta gera þær án þess að þær forsendur sem nauðsynlegar eru séu fyrir hendi, en þær eru: Barnaheimili (dagheimili og leik- skólar) samfelldur skóli og verkaskipting á heimilun- um. Meginþungi vinnu á heimilinu og barnauppeldið hvíl- ir enn á konum. Því má fullyrða, að þessar konur, sem auk þess að annast meðal heimili, vinna fullan výmu- dag utan heimilis, sé mest vinnuþrælkaða fólkið á öllu landinu. Svo er konum legið á hálsi fyrir að starfa ekki til jafns við karla að félagsstörfum. Pví er það krafa kvenna, að skólinn verði samfelldur, nægilegt framboð barnaheimilaplássa, að karlar taki heimilin með í reikninginn, líti á konur sem jafningja og treysti þeim til jafns við sig í starfi og félagsmálum. BARNAHEIMILI. Hér í Vestmannaeyjum eru u. þ. b. 50% barna 2—5 ára á daghemili eða leikskóla. Fæðingar eru hér hlut- failslega miklu fleiri en annars staðar á landinu og því nauðsyn að halda áfram uppbyggingu barnaheimila, ef sama hlutfall barna á að hafa aðgang að barnaheimil- unum og nú er. Því verður að endurskoða framkvæmdaáætlunina, en þar er aðeins gert ráð fyrir 3 millj. kr. á ári næstu 5 árin til nýframkvæmda við dagheimili, leikskóla, leikvelli og starfsvelli. H. S. AUGLÍSING um áramótabrennur Að gefnu tilefni skal tekið fram, að öll brennusöfnun er bönnuð, nema til komi leyfi frá lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra. Leyfi fyrir brennu og brennusöfnun verða afgreidd hjá slc\kkviliðsstjóra og yfirlögreglu- þjóni, eftir 20. nóvember n.k. Leyfin verða bundin þeim skilyrðum, að brennuefni skuli einungis safnað á þann stað, sem i leyfinu greinir og brennan á að vera. Fyrir hverri brennu skal vera fullveðja á- byrgðarmaður/leyfishafi. Ekki er bömum heimilt að safna brennuefni eftir að útivistartima þeirra lýkur á kvöldin. Vestmannaeyjum 10. nóv. 1977 Slökkviliðsstjóri Yfirlögregluþjónn Góðir gestir Á dögunum var hér í heim- sókn hópur á vegum Alþýðu- leikhússins. Erindi þeirra hér var að sýna okkur leikritið „Skollaleik” eftir Bövar Guð- mundsson. Efni leiksins er sótt aftur til þess tíma er galdra- ofsóknir voru í algleymingi. Þrátt fyrir heldur óskemmti- legt efni tekst höfundi að glæða verkið skopi enda þótt alvar- an búi í verkinu sem undirtónn. Sýnt er fram á túgangsleysi og fáránleik þess ofbeldis, sem beitt var gegn saklausum þegn- um í krafti auðs og valda. — Þrátt fyrir einfaldar sviðsmynd- ir tekst leikstjóra og leikend- að draga fram furðu sannfær- andi mynd af ástaridhiu, svo sannfærandi að áhorfandinn gleymir sér oft langtímum sam. an og lifir sig inn í verkið. Enda þótt leikendur séu að- eins 5 talsins eru persónurnar alls um 20 og er aðdáunarvert að sjá, hversu leikendum tekst að skipta um hlutverk. Enda er hér um að ræða marga af bestu leikurum okkar og treysti ég mér ekki að gera upp á milli þeirra. Ekki verður skilið við Alþýðu leikhúsið svo, að ekki sé minnst á aðsókn að sýningu þeirra hér. Hún var okkur til hábori'.mar skammar. Á þeim tveim sýning- um, sem hér voru haldnar, voru áhorfendur samtals um 100 talsins, og hlýtur það að vera áhyggjuefni þeirra, sem hér reyna að standa fyrir leik- starfsemi þegar jafn frábærir kraftar fá slíkar móttökur. Eg er viss um að ég mæli fyr- ir munn allra gesta þegar ég lýsi þeirri von miini að slíkt endurtaki sig ekki. Alþýðuleikhús: Hafið þökk fyrir stórkostlega skemmtun. G. J. r——\ I SJÓMENN! - SJ0MENN! I J Sj ómannafélagið Jötunn heldur árshátíð sína ■ I í Alþýðuhúsinu laugardaginn 10. desember, og I | hefst hún með borðhaldi kl. 20. IMiða- og borðapantanir verða í Alþýðuhúsinu m sunnudaginn 4. des. frá kl. 3—6 e. h., sími 2376. I Athygli skal vakin á því, að sjómenn hafa for- ' Igang að miðum og borðum fyrstu tvo tímana, I en síðan verða þeir seldir öðrum. H ■H Skemmtinefnd. m DRAUMUR OG............ Framhald af 4. síðu. ber ekki að neita, að raunsæis- bókmenntir þyl-.ja mér bestar, ei'ns og tröllið í Skrúðnum sem kaus sér Andrarímur frekar en Maríubænir og Iaunaði hinum sjóhröktu mönnum í sillunni með stórri sleif af heitum graut. Val listrænnar tjáningar er eðlislæg hjá vinstra fólki. Þár þarf enga þvingun. Eg er sammála Sigurði í sparnaðar- hugsjón hans. Sparnaður elr fögur dyggð. Eg tók hana í arf frá mínum foreldrum eins og ég veit að Sigurður hefur erft af sínum. Frjálst framtak. Eg var nú reyndar búinn að gera því skil hér að framan. — Ungir sjálfstæðismenn vilja færa valdið frá ríkinu til fólks- ins. Hvað kalla þeir fólk? Sennilega þá, sem hafa at- vinnurekstur undir höndum. Ansi er ég myrkfælinn við þessa hugsjón. Ef valdið yrði fengið í krumlur einstakra nátt trölla, myndi skapast af því ei'.as konar nasismi, valdaniðsla, þar sem lífsgæðin yrðu færð flokksgæðingum og kardinálum. upp í hendur til að braska með. Hvar á vegi stödd yrði þá hin vinnandi stétt? Nei, Sigurður minn Jónsson. Við skulum held ur halda okkur við þjóðnýting- una. Við skulum ekki ei'.iungis láta okkur dreyma um að OIíu- félögin þxjú, tryggingarnar, lyfjaverslunin, heildsalar, Sam- band íslenskra saamvinnufé- laga og margt, margt fleira, verði nýtt af þjóðinni, heldur vinna að því af heilum huga hvar í flokki sem við stöndurn. Magnús Jóhannsson, frá Hafnarnesi.

x

Eyjablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.