Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 15

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 15
Á efri myndinni sést útitankur með þykkri skán ofan á en á þeirri neðri er búið að hrœra upp í mykjunni og hún orðin léttfljótandi. Erlendis hafa verið hönnuð þök úr plastdúk eða segldúk til að setja yfir mykjutanka. Er þá venjulega sett þaksúla í miðju tanksins og þakdúkurinn settur upp eins og tjald á miðjusúluna. Ovíst er hvort slfkt tjald mundi þola íslenska storma. Kostir og annmarkar útitanka Erlendis eru opnir útitankar yfirleitt talin hagkvæm lausn á geymslu mykju. Víða er búið að setja ströng ákvæði um það hvenær megi dreifa mykju á tún eða akra í nágranna- löndum okkar þannig að bændur hafa þurft að auka geymslurými fyrir mykjuna. Sú aukning hefur yfirleitt verið leyst með útitank. Sé reynt að bera saman hag- kvæmni útitanks og hefðbundins mykjukjallara við íslenskar aðstæð- ur verður að segjast að á því sviði skortir okkur reynslu. Aðstæður á hverjum byggingarstað ráða miklu um það hvor aðferðin hentar betur þegar um nýbyggingu gripahúss er að ræða. Ef grafa þarf næstum í fulla kjallaradýpt til þess að komast á byggingarhæfan grunn er í flestum tilfellum ódýrast að byggja kjallara í grunninum undir gripahúsið fremur en að fylla það rými upp með möl og reisa síðan útitank skammt frá. Þar sem stutt er á fast getur útitankar orðið hagkvæmari. Ef auka þarf geymslurými fyrir mykju við eldri gripahús getur útitankur í mörgum tilfellum verið álitlegur kostur. Efniskostnaður tanksins á Hvann- eyri var alls um 1,7 milljónir kr. án virðisaukaskatts. (Grétar Einarsson) Er þá mykjuhræra, drenlögn og lagnir frá dælubrunni (safnbrunni við fjós) meðtalið. Þetta gerir lið- lega 4.000 krónur á rúmmetra tanks. Ef vinna við uppsetningu og véla- vinna við grunn er áætluð kr. 300 þúsund verður heildarkostnaður (án vsk.) u.þ.b. 2,0 milljónir kr. eða ca. Framhald á bls. 12. Freyr 9/98 - 15

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.