Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 27

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 27
3. tafla. Ræktunarreikningur og ræktunarjöfnudur Möðruvalla í Hörgárdal. Meðaltai 5 tímabila eða ára frá 1992-1997. Innstreymi, kg Útstreymi, kg N P K N P K Hreyfmgar: Mykja frá lager 4.943 736 5.268 Uppskera færð á lager 6.531 847 5.220 Mykja af beit 908 123 946 Uppskera af beit 1.112 126 1.106 Tilbúinn áburður 7.405 1.414 1.970 Seld uppskera 123 17 96 Niturbinding smára 200 Umhveifisþœttir: Með áfoki og vatni 50 0 0 Samtals 13.506 2.273 8.185 7.766 990 6.422 Ræktunarjöfnuður (R) 5.741 1.283 1.763 Þar af: -ammoníum ? ? ? -afhítrun ? ? ? -útskolun og veðrun ? ? ? -uppsöfnun íjarðvegi ? ? ? Framleiðsla rœktunar Fjöldi hektara 78 Framleiðsla kg/ha 100 13 83 DE/ha 0,58 Nœringarefni í uppskeru 57% 44% 78% stofns er heildarútstreymið á bú- stofnsreikningum deilt á hverja dýraeiningu (DE). Hér er DE skil- greind í samræmi við danskar reglur þannig að hægt sé að gera beinan samanburð við sambærilega út- reikninga í Evrópu. Ein DE eru 5.500 FE sem samsvarar FE-þörf mjólkurkýr af stóru kyni og sem mjólkar 7.500 kg á mjaltaskeiði. Umhverfisálag sem búið veldur er heildarbúsjöfnuður deilt á hektara ræktaðs lands. niiðurstöður Ef við lítum fyrst á búsreikning og búsjöfnuð Möðruvallabúsins, sem sýndur er í 1. töflu, er hægt að átta sig fljótt á helstu stærðum. Aðal inn- streymi næringarefna er í formi til- búins áburðar enda fullnægir heima- aflað fóður 88% af heildarþörfum búsins (Þóroddur Sveinsson 1997). Utstreymið er að sjálfsögðu aðal- lega í formi mjólkur en einnig er talsverð kjötsala. Þegar litið er á stofnbreytingar á tímabilinu sést að þar eru nokkrar sviptingar. Þetta er ekki óeðlilegt hvað varðar mykju- lagerinn en bústofnsbreytingar og breytingar á fóðurbirgðum verða að teljast óvenju miklar á Möðruvöll- um miðað við önnur kúabú og er það fyrst og fremst vegna tilrauna- starfsemi í fjósinu. Aðalstyrkur búsreikningsins er að megin stærðir hans geta verið ákvarðaðar með góðri nákvæmni. Þetta á sérstaklega við aðkeypta kjamfóðrið, tilbúna áburðinn og næringarefnin sem bundin eru í af- urðunum. Það er því engin ástæða til þess að vantreysta niðurstöðum hans og þess vegna er hann vel til þess fallinn að stemma af reikninga sem skrá innri næringarefnaferla búsins eins og gert er í 1. töflu. Ef litið er á skiptingu búsjöfnuð- arins á milli innri jöfnuða búsins kemur í ljós að tiltölulega lítið tapast af efnum á lager og í bústofni. Þetta er vegna þess að geymslur eru góðar og kýr eru stærsta hluta ársins á innistöðu. Það ætti því ekki að koma á óvart að mestur hluti næringar- efnatapsins færist á ræktunarreikn- inginn. Nánar verður fjallað um þetta atriði hér á eftir. Tap af næringarefnum á hvem hektara ræktaðs lands er víða er- lendis notað sem mælikvarði á um- hverfisálag sem búið veldur. A þeim íslensku kúabúum sem umhverfis- álag hefur verið metið (Þóroddur Sveinsson 1998) er það að jafnaði svipað því sem hér er sýnt fyrir Möðruvallabúið í 1. töflu. Breyti- leiki er hins vegar mikill á milli búa og er frávikshlutfallið allt að 30- 50% eftir næringarefnum. Saman- burður á íslensku kúabúunum og er- lendum búum bendir til þess að köfnunarefnisálagið sé meira en helmingi minna á íslensku búunum en á evrópskum og bandarískum bú- um (Bacon, Lanyon & Sclauder 1990, Studielandbrug í Danmörku 1997 [óbirtar niðurstöður], Aarts, Biewinga & Van Keulen 1992). Þetta stafar fyrst og fremst af því að bústofnsþéttleiki (DE/ha ræktaðs lands) í þessum löndum er 3-4 sinn- um meiri en algengast er í Eyjafirði og hlutdeild heimaaflaðs fóðurs er einnig talsvert hærri hér á landi sem þýðir venjulega minna umhvefis- álag. Hins vegar kemur nokkuð á óvart að umhverfisálag frá fosfór og kalí sé svipað og erlendis nema í Hollandi þar sem það er alltaf tals- vert meira. A bústofnsreikningnum kemur mesta innstreymið frá fóðurlagemum sem eins og fyrr er getið er að uppi- stöðu til heimaaflað gróffóður (2. tafla). Hér skiptir öllu máli að mæl- ingar á efnainnihaldi og magnmæl- ingar séu nákvæmar. Því þarf að Freyr 9/98 - 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.