Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 21

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 21
arminni og óduglegri við gróffóðurát en kýr í meðalholdum og magrar, sérstaklega fyrst eftir burð. Einnig er vitað að feitar kýr eru lystarminni fyrir burðinn. Þá sýnir reynslan okkur að feitum kúm er mun hættara við meltingarröskunum eða misgengi í efnaskiptum samfara auknu álagi fyrst eftir burðinn en kúm í eðlilegum meðalholdum. Slíku misgengi getur fylgt aukin tíðni kvilla (súrdoði, doði, vinstrarsnúningur, súr vömb) og vandamál tengd fijósemi. Til að minnka líkur á efhaskiptakvillum þurfa kýmar því að vera í eðlilegum holdum um burð. Hvað eru eðlileg hold? Hvernig getum við ælt hold? Hugtakið hold táknar í rauninni magn af fitu í skrokknum, - einkum fítu undir húð. Hold og holdafar búfjár eins og það kemur okkur fyrir sjónir er spuming um huglægt mat þess sem metur. Tveir einstaklingar þurfa ekki endilega að hafa sömu sýn á hvað er holdgottoghvaðerholdrýrtbúfé. Þess vegna hafa verið þróaðar aðferðir sem byggja á því að meta holdin (fítulag) á tilteknum aðgengilegum stöðum á skrokknum og gefa því mati tölugildi samkvæmt gefnum skala. Víða erlendis em í notkun holdstig- unarskalar fyrir búfé. Hérlendis hef- ur, með góðum árangri, verið notuð hliðstæð aðferð við að meta hold á sauðfé. Holdstigunarskalar era til- raun til þess að nálgast samræmi í holdamati þannig að samanburður milli einstaklinga verði mögulegur. Hérlendis hefur enn sem komið er ekki verið þróuð aðferð við holdamat á mjólkurkúm sem unnt er að styðjast við. Þessverðurþóekkilangtaðbíða að svo verði. Laufey Bjamadóttir þá nemandi við búvísindadeildina á Hvanneyri (nú Landbúnaðarháskól- inn) skrifaði aðalritgerð um „Hold- stigun íslenskra mjólkurkúa" vorið 1997. Efni hennar hefur ekki verið birt opinberlega né upp úr því unnin lýsing á aðferð til hagnýtra nota við holdamat. Holdstigun á mjólkurkúm kemur því aðeins að gagni fyrir bóndann að þær séu holdstigaðar á mismunandi stigum framleiðsluferilsins. Ef vel á að vera ætti til dæmis í 5,- 6. mánuði á mjaltaskeiðinu að meta holdafar hversgrips. Þessitímapunkturhentar vel vegna þess að þá er nægur tími til stefnu ef aðlaga þarf holdafar kúnna í æskilegt form fyrir næsta burð með fóðraninni. Sé kýrin of mögur í lok mjalta- skeiðsins (við upphaf geldstöðunnar) er með auknum orkustyrk í geld- stöðufóðrinu unnt að bæta hold henn- ar fram að burði. Samt sem áður er næringarffæðilega mun áhrifameira og hagkvæmara að bæta holdafarið á meðan kýrin mjólkar, þ.e. í lok mjólkurskeiðsins. Ef kýrin er hins vegar of feit við upphaf geldstöðunnar er alls ekki skynsamlegt að takmarka við hana fóðrið i þeim tilgangi að megra hana. Það getur einfaldlega leitt til þess að kýrin fari að bijóta niður fituforðann af skrokknum, - magn fitusýra í blóði hækkar og það valdið óæskilegum áhrifum á meltingu, efnaskipti, fóður- át og heilsufar i upphafi næsta mjólk- urskeiðs. Það geta verið margar ástæður fyr- ir því að kýmar era of feitar í upphafi geldstöðunnar. Það er hins vegar skýr vísbending um að stjómun á eldi og fóðrun gripanna er ekki í nógu góðu lagi. Stundum má rekja offeiti kúnna til fijósemisvandamála, - eins og að kýrin hefur ekki fest fang á eðlilegum tíma og því hefur orka, sem annars hefði farið til fóstuvaxtar og fóstur- þroska, í staðinn farið til holdsöfnun- ar. Einnig má rekja offeiti mjólkur- kúnna til þess að bóndinn gefur sér Vambartotur pr. mm2 1,2 1098 765432 1 0 12345 678 Vika Mynd 1. Breytingar á jjölda vambatotna í kringum bwð. FREYR 11/99-21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.