Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 27

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 27
2. tafla. Yfirlit yfir þá þætti sem hafa áhrif á frjósemi helstu jaróveqsflokkanna. Jarðvegur Mýrajörð Næringarefni - Mjög mikill forði köfnunarefnis, veruleg losun við hagstæð skilyrði. - Fosfórforði þokkalegur, mjög fast bund- inn í órækt. Nýtanlegur fosfór þokkaleg- ur eftir nokkurra ára rækt. - Kalíforði sáralítill og erfitt að ná honum upp. - Forði kalsíum og magnesíum frekar lág- ur, mikil hætta á útskolun og rýrnun forðans. Önnur atriði - Sýrustig mjög breytilegt eftir landshlut- um, mjög lágt víða á Vesturlandi og þar sem úrkoma er mikil. Aska og áfok vinna gegn lækkun. Kölkun víða nauð- synleg til að efla jarðvegslíf og frjósemi jarðvegsins. - Vatnsheldni mjög mikil, lítil hætta á að vatn skorti. Framræsla víða vandamál. - Loftleysi oft takmarkandi fyrir jarðvegs- líf góðrar gróðurmoldar. Móajörð - Meðal til mikill forði köfnunarefnis og aðstæður til umsetningar góðar. - Fosfórforði oft þokkalegur en fast bund- inn og óaðgengilegur fyrir jurtir og jarð- vegslíf. A ræktuðu landi hefur nýtanleg- ur fosfór byggst upp á seinustu áratug- um. - Kalíforði er háður upplagi. Móajörð úr basaltefni er með lítinn forða en þar sem líparít er í jarðvegi er forðinn þokkaleg- ur. Nýtanlegt kalí fylgir sömu reglu. - Móajörð hefur mikið af kalsíum og magnesíum að upplagi - - Sýrustig yfirleitt í góðu eða þokkalegu lagi. Kölkun sums staðar nauðsynleg. - Vatnsheldni er mjög mikil og fyrir jurtir með djúpstætt rótarkerfi er nægilegt vatn í jarðveginum. Framræsla yfirleitt ekki vandamál. - Loftun er yfirleitt mjög góð. í leirríkri móajörð og þar sem undirlag er þétt er nokkur hætta á loftleysi í mið og neðri lögum jarðvegsins. Áhrif á jarðvegslif og ræktun eru ekki þekkt. Sandjörð - Magn lífrænna efna oftast lítið og þar með forði köfnunarefnis. - Forði annarra næringarefna mikill en losun hæg og magn nýtanlega hlutans lítið. - Binding næringarefna takmörkuð og mikil hætta á útskolun. - Veðrun steinefna heldur sýrustigi venju- lega nægilega háu. - Lítil vatnsheldni takmarkandi bæði fyrir jarðvegslíf og gróður. - Loftun mjög góð. - Sandjörð hlýnar fýrr á vorin en annar jarðvegur Frumjörð - jarðv. holta, ása, mela o.fl. - Lítið magn lífrænna efna og köfnunar- efnis oftast mjög takmarkandi. - Forði annarra næringarefna mikill. Los- un háð magni fínna jarðvegsefna, mélu og leir. - Veðrun steinefna heldur sýrustigi venju- lega nægilega háu, á ógrónu landi oft mjög háu. - Vatnsheldni og loftun mjög háð aðstæð- um. - Steinar og grjót iðulega til vandræða. sveitarfélags) getur hjálpað til að auka magn lífrænna efna, ýmissa næringarefna og til að ná fjöl- breyttu jarðvegslífi. Frumjörö Jarðvegur á melum, holtum og ásum er allbreytilegur en að jafnaði ekki góð ræktunarjörð. Gróður- þekjan hefur oftast ekki verið heil og lítið magn lífrænna efna er tak- markandi, auk þess sem jarðvegur- inn vill vera grýttur. Frumjörðin hefur að jafnaði hærra hlutfall af mélu og leir en sandjörðin og þar sem aðrar aðstæður eru hagstæðar er hægt að ná frjóseminni upp svip- að og með sandjörðina. Eyrajörð I lífrænum landbúnaði gæti eyra- jörðin gegnt lykilhlutverki. Jarð- vegur áreyra er mjög breytilegur, frá flæðimýrum og jarðvegi á fín- um setlögum yfir í jarðveg á stór- grýttum eyrum. Mikilvægastar eru vel grónar eyrar með mýrajörð eða fínkoma jarðveg. Næringarefnabúskapur eyra- jarðvegs mótast ekki einungis af jarðveginum sjálfum heldur einnig af flóðum og næringar- efnum sem vatnið ber með sér, FREYR 11/99 - 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.