Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 24

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 24
Tortryggni í garð kjöts í Noregi Skoðanakönnun í Noregi sýnir að 37% þjóðarinnar er hugs- andi yfir kjötneyslu sinni. Af þeim hefur rúmlega helmingur (55%) breytt neysluvenjum sínum yfir í minni eða ekki eins tíða kjöt- neyslu. Þetta er niðurstaða könnunar á vegum opinberrar stofnunar um neytendarannsóknir, (Statens in- stitutt for forbruksforskning, SiFo). Breytingarnar eru annars vegar í þá átt að sumar kjöttegundir njóta Fóðrun og umhirða Framhald af bls. 23 þeról), hunang o.íl.) Þessi efhi hafa öll þann tilgang að örva starf- semi vambarörveranna. 5. Kjamfóðurgjöfín og hve hratt hún er aukin fyrst eftir burðinn skiptir miklu máli. Eðlileg viðmiðun er að um burð fái kýrin nálægt þriðj- ung þess magns á dag sem ætla má að hún fái af kjamfóðri þegar nyt- in er í toppi. Vel undirbúin kýr þolir hraðari aukningu kjamfóðurs eftir burð en sú sem ekki hefúr fengið góðan undirbúning. Ef það er ætlunin að nýta eðlislæga af- urðagetu kúnna er æskilegt að miða dagsgjöfina af kjamfóðri við gróffóðurgæði, gróffóðurát og dagsnyt. Það em meiri líkur á því að útgjöld vegna kjamfóðursins sem gefið er fyrstu mánuðina eftir burðinn skili sér til baka í auknu afúrðaverðmæti heldur en þegar þvi er kastað fyrir gripi í lágri dagsnyt (10-14 kg) á síðari hluta mjólkurskeiðsins. Heildaráhrif kjamfóðursins á mjaltaskeiðsaf- urðimar verða einnig meiri. minni vinsælda meðal neytenda, svo sem kindakjöt eða svínakjöt, og hins vegar þær að neytendur hreinsa burt alla sýnilega fitu og leitast við að borða meira hreint kjöt. Heilbrigðissjónarmið ráða mestu Mest af tortryggninni i garð kjöts, sem kom fram í könnuninni, varðar það að fólki er umhugað um eigin heilsu, þ.e. áhyggjur af fitu, sýklum (salmonella) og leifum af lyfjum, m.a. fúkkalyfjum, og hormónum. Nokkrir voru þar að auki uppteknir af áhrifum kjöts á andlegt ástand sitt, svo sem að þeir yrðu sljóir og þreyttir af kjötáti og jafnvel að kjöt yki árásargirni fólks. Borða villibráð en ekki kjöt af búfé Þá stafa áhyggjur neytenda einn- ig af dýraverndarsjónarmiðum, þ.e. gagnrýni á siðferði í nútíma búfjár- rækt. Þessi hópur gagnrýnir það að litið sé á dýr sem „kjötframleiðslu- vélar“ sem rændar hafi verið nátt- úrulegum þörfum sínum. Sumir, sem forðast að neyta ákveðinna kjöttegunda, borða hins vegar gjarnan elgs-, hreindýra- eða hjartarkjöt vegna þess að þessi dýr lifa frjáls í náttúrunni og eru því talin eiga „gott líf‘. Sumir úr þeim hópi neyta einnig kinda- kjöts af fé sem gengið hefur á afréttum. Varla ástæða til að hafa áhyggjur I heild gefur rannsóknin ekki til- efni fyrir bændur að hafa miklar áhyggjur af þessum niðurstöðum. A heildina litið nýtur norskt kjöt mikils trausts þar í landi, sem m.a. sýnir sig í því að heildar- neysla kjöts hefur verið stöðug frá því um miðjan 8. áratuginn og sé litið enn lengra aftur þá hefur neyslan aukist. í rannsókninni kom ffam að 96% fólks neytir kjöts a.m.k. einu sinni í viku og að 75% fólks hefur kjöt i rnatinn þrisvar í viku eða oftar. Mörgum finnst kjöt gott á bragðið og sem næring er það talið góður próteingjafi. 58% fólks telja kjöt ómissandi í réttu mataræði. Þá er hin hefðbundna staða og virðing kjöts sem sunnudagsmatur og veislumatur að verulegu leyti óbreytt. Hlutfall þeirra sem einungis neyta jurtafæðu er stöðugt, eða rétt undir 1% þrátt fyrir það að fjöl- miðlar hafi í seinni tíð vakið í vax- andi mæli athygli á neikvæðum hliðum við kjötframleiðslu. Hlutfall jurtaæta er óvenju lágt í Noregi, borið saman við mörg önn- ur lönd. í Bretlandi er þetta hlut- fall t.d. 4,5% i heild og enn hærra meðal yngri hluta þjóðarinnar. Aðstandendur rannsóknarinnar ráðleggja þó landbúnaðinum og kjötiðnaðinum að gæta vel að því að 37% aðspurðra eru tortryggnir út í þá þróun sem nú á sér stað í búfjárhaldi og búfjárrækt. Gerist þar eitthvað sem dregur úr trausti á kjötframleiðslu í Noregi getur það haft afleiðingar fyrir kjötneyslu og landbúnað í Noregi. Fari svo að neytendur telji þróunina ósam- rýmanlega náttúrulegu eðli dýranna getur skilyrt kjötát fljótt breyst í að fólk snúi alveg baki við kjötneyslu. Þýtt og endursagt úr Bondebladet nr. 41/1999. 24 - FREYR 11/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.