Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 46

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 46
Rannsókn á styrk selens í blóði fyrsta kálfs kvígna, 1. áfangi Inngangur Skortur á E-vítamíni eða snefil- efninu seleni hjá kálfum getur leitt til skemmda á hjarta- og öðrum vöðvafrumum og afleiðingin er svonefnd hvítvöðvaveiki, sem get- ur dregið þá til dauða ef ekkert er að gert. Einnig hafa fundist tengsl á milli skorts á seleni og fastra hilda og ýmissa frjósemisvandamála hjá kúm. Auk þessa hafa líkur verið leiddar að því að skert virkni en- símsins glutathion peroxíðasa, t.d. vegna skorts á seleni (en það er hluti af ensíminu), dragi úr hæfi- leika hvítra blóðkoma til að drepa bakteríur, sem leiðir til þess að lík- aminn á erfiðara með að ráða niður- lögum þeirra sýkla sem á hann herja, m.a. júgurbólgusýkla. Mynd 1. Verkun E-vítamíns og selens. 46 - FREYR 11-12/2000 eftir Auði Lilju Arnþórsdóttur, dýralækni júkursjúkdóma, Hvanneyri Á vegum Embættis yfírdýralæknis og Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri stendur yfir rannsókn á júgur- bólgu hjá fyrsta kálfs kvígum. Hluti af fyrsta áfanga rannsóknarinnar var könnun á styrk selens í blóði kvígna á tíu bæjum á Vesturlandi haustið 1999. Niðurstöður þessa hluta verða kynntar í þessari grein. Verkun selens Snefilefni eru steinefni sem finn- ast í mjög litlu magni í plöntum og líkama manna og dýra en mörg þeirra em samt sem áður lífsnauð- synleg. Nokkur algeng snefilefni em jám, joð, kobolt, kopar, mang- an, molybden, sink og selen. Skort- ur á sumum snefilefnum getur haft alvarleg áhrif á líkamsstarfsemina en eins geta þessi efni haft neikvæð áhrif í of miklu magni. Samspil er á milli margra snefilefna í líkaman- urn og einnig á milli þeirra og ann- arra efna í líkamanum, s.s. vítamína og annarra steinefna. Snefilefnið selen hefur m.a. mik- ilvægu hlutverki að gegna í líkam- anum við að vemda frumuhimnur, það sama gildir um E-vítamín. Við niðurbrot á fjölómettuðum fitusýr- um myndast lípíð- peroxíð, sem geta valdið skemmdum á frumuhimnunum. Selen er nauðsynlegur hluti ensímsins glútatíon per- oxíðasa, sem brýtur niður peroxíð en E- vítamín er líffræðilegt andoxunarefni í fmmu- himnunum og dregur úr myndun peroxíða. Þannig stuðla E-vítamín og selen hvort á sinn hátt að því að draga úr skaðlegum áhrifum per- oxíða. Ef þessi efni skortir fer af stað keðju- verkun af völdum per- oxíðanna sem hvarfast við lípíð og við það myndast fleiri peroxíð og önnur efni sem skaða frumuhimnurnar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.