Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 5

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 5
Hvanneyri í Borgarfirði, Skarðsheiði í baksýn. merkilegt. Þetta voru tilraunir með túngrös, belgjurtir og kartöflur, að mig minnir. Þessi starfsemi flutti þaðan að VaiTná í Mosfellssveit. Ég hóf svo nám á Hvanneyri haustið 1948 og varð búfræðingur þaðan vorið 1950. Þá var fram- haldsdeildin tveggja ára nám og teknir inn nemendur annað hvert ár þannig að ég komst þar ekki inn fyrr en haustið 1951 en lauk svo kandídatsnámi þaðan vorið 1953. Þá um sumarið fór ég svo til Dan- merkur og vann þá rösklega eitt ár á Tilraunastöðinni á Askov á Jót- landi. Hvernig kom Danmörk þér fyrir sjónir? Ég kom fyrst til Danmerkur í skólaferðalagi þegar ég var i fram- haldsdeildinni, árið 1952. Það sem undraði mig mest, var að sjá þessa stóru jósku hesta og hin hávöxnu og gildu tré. Þama voru hestakast- aníur sem tvo menn þurfti til að ná utan um. Samt vissi ég þetta allt fyrirfram en sjón er sögu ríkari. Voru þessir hestar notaðir þarna við bústörjin? Já, á tilraunastöðinni á Askov voru stundaðar jarðræktartilraunir og megináherslu lögð á að gera til- raunir með áburð. Jósku hestamir vom notaðir við tilraunimar, en reyndar var þá nýlega komin drátt- arvél á stöðina. Ég hafði afar gott af vemnni þama, lærði margt til verka við til- raunastörf og naut hins besta at- lætis. Ég vann þama á rannsóknar- stofu við efnagreiningar og við uppgjör á tilraunum og svo við framkvæmd tilraunanna. Allt þetta kom sér mjög vel fyrir mig síðar. Auk áburðartilrauna voru þarna líka ýmsar stofntilraunir, t.d. mikið með fóðurjurtir, sykurrófur og kart- öflur. Askov er þekktur staður hér á landi, þar var og er rekinn lýðhá- skóli þar sem margir Islendingar hafa hafa stundað nám, einkum á fyrrihluta síðustu aldar, tilrauna- stöðin var ótengd skólanum en er skammt frá honum. Veturinn eftir ferðu svo í Land- búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn? Já, þar er ég einn vetur og valdi mér einkum jarðræktargreinar, svo sem plöntulífeðlisfræði, áburðar- fræði og nytjajurtir. Þessi vetur varð mér einnig gagnlegur. í landbúnaðardeildinni voru af íslendingum með mér þeir Jóhann- es Eiríksson, seinna ráðunautur hjá BÍ, og Einar Þorsteinsson, ráðu- nautur, í Sólheimahjáleigu. Ég kom svo heim vorið 1955 og fór þá beint að Hvanneyri. Guðmundur skóla- stjóri réði mig meðan ég var úti. Hvernig var aðsókn að Hvann- eyri um þetta leyti? Hún var mjög góð og skólinn fúllsetinn en hann tók þá um 60 nemendur sem allir bjuggu í einni heimavist í gamla skólahúsinu og kennslustofurnar voru á fyrstu hæðinni. Það má því segja að þama hafí verið þröngt setinn bekkurinn. Tilraunastarfsemin á Hvanneyri? Það höfðu verið gerðar tilraunir við skólann, bæði í jarðrækt, bú- ljárrækt og bútækni, sem kennarar stóðu fyrir, a.m.k. ffá aldamótunum 1900. Ég fór strax að vinna við til- (Freysmynd). raunir og það sem var nýjung var að ég átti eingöngu að starfa við þær á sumrin. Hvaða tilraunaverkefni fundust þér biýnust í upphafi? Það voru tilraunir með fosfór í nýræktir. Þannig var að sá prófess- or, sem ég var aðallega hjá í Kaup- mannahöfn, var F. Steenbjerg og hann hafði komið til íslands og kynnt sér jarðrækt hér á landi. Hon- um fannst fosfór bindast undarlega fast í jarðvegi hér og lagði áherslu á það við mig að gera fosfórtilraun- ir. Ég gerði svo tilraun á uppþurrk- aðri mýri á Hvanneyri með mis- munandi stóra skammta af fosfór, ásamt köfnunarefni og kalí, og einn liðurinn fékk engan fosfór. A þeim reitum gerðist það, sem menn höfðu e.t.v. ekki áttað sig á fyrir- fram, að fræið kom upp en spímm- ar dóu skömmu síðar. Ég skrifaði prófessor Steenbjerg um þetta og hann varð mjög upp- veðraður yfír þessu og bað mig um að senda sér hálft tonn af þessum undarlega jarðvegi. Ég gerði það og hann var settur í kertilraun í Kaupmannahöfn en þá brá svo við að allar jurtir spruttu mjög vel í jarðveginum þó að hann virtist vera alveg fosfórsnauður á Hvanneyri. Þetta sýndi að það var lágt hitastig FR€VR 11/2001 -5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.