Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 13

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 13
framt óheimil. Rétt er að benda á að rekstrarleyfi er ekki fullgilt fyrr en að lokinni úttekt embættis veiði- málastjóra og dýralæknis fisksjúk- dóma á búnaði eldisstöðvarinnar. Afturköllun rekstrarleyfis Mögulegt er að afturkalla rekstr- arleyfi ef brotið er gegn lögunum eða reglugerðum þeim tengdum, skilyrðum rekstrarleyfís ekki full- nægt eða fiskur sleppur ítrekað frá eldisstöðinni. Einnig er hægt að afturkalla leyfið ef eldisstöð hefur ekki hafið starfsemi innan 12 mán- aða frá útgáfu rekstrarleyfis. Eftirlit með eldisstöðvum Samkvæmt nýju lögunum skal embætti veiðimálastjóra hafa eftir- lit með eldisstöðvum varðandi framkvæmd eldisins og viðhald á eldisbúnaði til að minnka líkur á slysasleppingum. Einnig ber öllum eldisstöðvum að halda dagbók varðandi starfsemina, sem tilgreini fóðurnotkun, heilbrigði fisks, dauða í kvium og ýmislegt annað sem markvert getur talist i dagleg- um rekstri. Eftirlitsmenn veiði- málastjóra skulu hafa aðgang að eldisstöð og dagbók hennar þegar þess er krafist. Landbúnaðarráð- herra setur reglugerð um fram- kvæmd eftirlits. Eldisstöðvar eru einnig háðar eft- irliti dýralæknis fisksjúkdóma varðandi heilbrigði fiska og Holl- ustuvemdar ríkisins varðandi bún- að og mengandi þætti. Reglugerðir Fiskeldislögin veita heimildir til að setja reglugerðir varðandi fjöl- marga þætti, sem snerta rekstrar- leyfi, starfsemi eldisstöðva og eftir- lit með þeim. Þar ber hæst reglur varðandi ýmis ákvæði rekstrarleyf- is, svo sem dagbókarfærslur, merk- ingar á verulegum hluta seiða í kvíaeldi, fóðumotkun og endumýj- un á eldisbúnaði. Einnig má setja reglur um flutning á fiski og hrogn- um milli eldisstöðva innbyrðis og milli ótengdra vatnasvæða. Einnig getur landbúnaðarráð- herra bannað eða takmarkað físk- eldi í einstaka tjörðum, flóurn eða landssvæðum, sem verða að teljast sérlega viðkvæm gagnvart slíkri starfsemi. A hliðstæðan hátt getur hann afmarkað sérstök fiskeldis- svæði og sett hámark á framleiðslu á hverju svæði. Gildandi reglugerðir varðandi fískeldi má finna í kaflanum „lög og reglugerðir" á heimasiðu em- bættis veiðimálastjóra www.veidi- malastjori.is . Endurnýjun rekstrarleyfa Samkvæmt bráðabirgðaákvæði laganna skulu allar starfandi eld- isstöðvar sækja um endurnýjun rekstrarleyfa innan árs frá gildis- töku laganna hinn 1. júní 2001. Eldisstöðvar em því hvattar til að senda sem fyrst umsókn um rekstr- arleyfi til embættis veiðimálastjóra, ásamt gildu starfsleyfí frá heil- brigðisnefndum eða Hollustuvemd ríkisins. Lokaorð Ohætt er að fullyrða að lög nr. 83/2001 em nytsamlegt tæki til að stýra fiskeldisþróun hér á landi á farsælan hátt. Þar stöndum við bet- ur að vígi heldur en flestar ná- grannaþjóðir okkar, sem þurftu að aðlaga lagaramma sinn að því ástandi sem skapast hafði eftir að viðamikið kvíaeldi á laxi hafði fest rætur. Lagasetningin ein og sér er þó ekki fullnægjandi og sem fyrst þarf að setja fjölda reglugerða á gmndvelli laganna og fylgja þeim eftir. Þegar hafa þó verið stigin mikil- væg spor, t.d. með setningu reglu- gerðar síðastliðið vor sem bannaði eldi frjórra laxa í nágrenni helstu laxveiðisvæða landsins. Sú reglu- gerð telst mjög ffamsækin og hefur vakið mikla athygli erlendis, m.a. innan Laxaverndunarstofnunarinn- ar (NASCO). Þetta verður þó að teljast lítið spor í þeirri þróun sem stefna ber að. Standa þarf vörð um náttúm- lega laxa- og silungsstofna, sem veita eigendum veiðiréttar mikil- vægar tekjur og veiðimönnum ómælda ánægju í fagurri náttúm. Á sama tíma er æskilegt að stuðla að sjálfbæm fiskeldi, sem verði fjarri veiðiám og setja því þannig ramma að ekki hljótist af umhverfisspjöll. Til að ná þessum markmiðum þarf að styrkja og efla stjómsýslu í fískeldi og tryggja að eftirlit með starfseminni sé með fullnægjandi hætti. Gildir það bæði um fersk- vatnsstöðvar og eldiskvíar í sjó en heildarfjöldi eldisstöðva er nú um 50. Nú höfum við öflugan og sveigjanlegan lagaramma sem okk- ur ber skylda til að virkja út í ystu æsar. Til að svo megi verða þarf að stórauka fjárveitingartil stjómsýslu og eftirlits með fiskeldisstarfsemi. Mo/i ESB gerir kröfur í um- hverfísmálum á WTO-fundi Landbúnaðarráóherrar i aðildar- löndum ESB samþykktu nýlega einróma að styðja stefnu embættis- mannaráð sambandsins á fundi Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, sem haldinn var í arabíska furstadæminu Quatar 9.-13. nóvem- ber sl. ESB vill viðhalda stuðningi við landbúnað sem hefur að markmiði að vemda umhverfið, öryggi mat- væla og afkomu fólks sem býr í stijálbýli. Hvað varðar umræður um ffelsi i alþjóðaviðskiptum lýsti fundurinn sveigjanlegri afstöðu í mörgum málum. Lækkun ffamlaga til land- búnaðar koma vel til greina ef sú lækkun ógnar ekki umhverfinu, hollustu matvæla né setur byggð í dreifbýli í hættu. (Landsbygdens Folk w: 43/2001). FR€VR 11/2001 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.