Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 17

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 17
Meðan heyrúllurnar eru algerlega loftþéttar ná bakteríurnar sér ekki á strik. Ég hef heyrt menn kvarta yfir því að fuglar goggi gat á plastið utan um heyrúilurnar. Ef það gerist er hætta á ferð því að þá kemst loft að heyinu Óskylt astma Er heysótt ekkert sk)>ld astma? „Heysótt er ekki skyld astma. Hún er stundum kölluð heymæði. Mér þykir orðið heysótt betra orð að nota enda er það miklu eldra og er notað í þessum frásögnum frá 1790. Þá er talað um heysótt og ég hygg að það hafi verið vegna þess að menn fengu sótthita eftir að hafa verið í heyi. Doktorsritgerð mín snérist um það að reyna að skilja af hverju þessi bólgusvörun kemur og til þessara rannsókna notaði ég mýs. Ég svæfði þær og lét þær anda að sér þessum bakteríum. Þannig skapaðist í lungunum á þeim bólgusvörun mjög áþekk því sem er í lungum manna með heysótt. Við töldum frumumar í lungunum á músunum og rannsökuðum veQasýni og mældum alls konar boðefni sem losna. Við notuðum bæði venjulegar mýs og gena- breyttar mýs við þessar tilraunir. Það er búið að breyta þeim þannig að þær framleiða ekki ákveðin bólgulosandi efni lengur. Þannig gátum við skilið betur út á hvað þetta gekk. Síðan prófuðum við fleira. Við prófuðum að sýkja mýsnar með veiru, vegna þess að margir bændur hafa sagt mér að þeir fái miklu verri einkenni af heysótt eftir að hafa fengið kvef. Það fékkst stað- fest í músunum að veirusýking magnaði upp bólgu í lungunum.” Heyrúllurnar breyttu öllu Er eitthvað til við heysótt? „Það má segja að menn hafí leyst þetta sjálfir að mestu leyti með rúllubaggatækninni. Fyrir um það bil 20 árum fóru þeir Tryggvi As- mundsson og Davíð Gíslason og báru saman algengi öndunarfæra einkenna í bændum. Þeir fóru um Strandasýslu þar sem er votviðra- samt og báru þetta saman við aðrar sveitir þar sem er þurrara. Þá fundu þeir heilmikið af heysóttartilfell- um. Þeir segja mér að það sem hafí gerst á undanfomum ámm, sérstak- lega á síðustu 10 ámm, eftir að far- ið var að rúlla upp heyi og setja plast utan um, er að heysótt hafi næstum því verið útrýmt. Það sem gerðist þegar menn vom með illa þurrkað hey í hlöðum, sem myglaði og hitnaði, er nú að mestu úr sög- unni því að þessar bakteríur mynd- ast ekki í rúllunum. Tryggvi As- mundsson segir mér að það hafí ekki verið sjúklingur lagður inn á Vífílsstaði með bráða heysótt ámm saman. Ég er búinn að vinna hér í þrjú ár og hef ekki vitað um neitt nýtt heysóttartilfelli. Ég hef aftur á móti hitt bændur sem störfuðu lengi við heyskap og em annað hvort með bandvefsmyndun í lung- unum eða lungnaþembu. Það, sem hægt var að gera með- an heysóttin var hvað algengust, var að nota öndunargrímur. Þegar menn voru orðnir mjög slæmir voru þeim gefin bólgueyðandi lyf eins og sterar. En það sem alltaf Það sem hefur gerst á undanförnum árum, sérstaklega á síðustu 10 árum, eftir að farið var að rúlla upp heyi og setja plast utan um, er að heysótt hefur næstum því verið útrýmt gerist þegar menn fá atvinnutengda sjúkdóma er að þeir einfaldlega hætta í þeirri vinnu og fara að gera eitthvað annað. En sem betur fer virðist heysótt að mestu úr sögunni með heyrúllunum vegna þess að til þess að þær bakteríur myndist, sem valda heysóttinni, þarfa að vera rakt hey sem loft kemst að. Þá nær bakterían sér upp. Meðan heyrúll- Sumir eru enn með laust hey og bagga. Það sem er best að gera er að reyna að þurrka heyið eins vel og mögulegt er. Síðan eiga menn að nota grímur í hlöðum og við gjafir og eins er áríðandi að góð loftræsting sé í húsunum umar em algerlega loftþéttar ná bakteríumar sér ekki á strik. Ég hef heyrt menn kvarta yfír því að fuglar goggi gat á plastið utan um heyrúllumar. Ef það gerist er hætta á ferð því að þá kemst loft að heyinu. Það má heldur ekki gleyma því að sumir em enn með laust hey og bagga. Það sem er best að gera er að reyna að þurrka heyið eins vel og mögulegt er. Siðan eiga menn að nota grímur í hlöðum og við gjafir og eins er áriðandi að góð loftræst- ing sé í húsunum. Annars tel ég að það sé kominn tími á að fram- kvæma rannsóknir á heilsufari bænda almennt og þá alveg sérstak- lega með tilliti til lungnaheilsufars því að það em liðin 20 ár siðan þeir Tryggvi Ásmundsson og Davíð Gíslason gerðu slíkar rannsóknir. Það hafa verið uppi ákveðnar hug- myndir um að gera þetta en það er ljármögnunin sem er vandamálið,” segir dr. Gunnar Guðmundsson. S. S FR€VR 11/2001 - 17

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.