Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2004, Page 2

Freyr - 01.05.2004, Page 2
Molar NÝ SJÓNARHORN VARÐANDI ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI MED BÚVÖRUR í nóvember sl. var haldinn fund- ur á vegum Alþjóða viðskiptastofn- unarinnar í Cancun í Mexikó þar sem samþykkja átti aukið frelsi í viðskiptum með búvörur. Málið náði þó ekki fram að ganga og var því frestað. Áfram er unnið að málinu og ný sjónarhorn að koma upp í þeim viðræðum. Alþjóðasamtök búvöruframleið- enda, IFAP, eru stærstu samtök bænda í heiminum. Á vegum þeirra fara fram ítarleg skoðana- skipti um þessi mál þar sem leit- að er sameiginlegra sjónarmiða. Þar ber hæst vilji þjóða til að hafa stjórn á matvælaöflun til eigin þarfa með fullan aðgang að eigin markaði og möguleikum á að styrkja þá framleiðslu. Jafnframt leggja þjóðirnar áherslu á að stefnt skuli að “rétt- látum” viðskiptum en ekki frjálsum viðskiptum fyrir hvern sem er. Þjóðum innan IFAP er vel Ijóst að aðstæður í landbúnaði eru breytilegar frá landi til lands sem og hve mikilvægur landbúnaður er fyrir löndin og að þessi at- vinnuvegur þeirra fái að dafna. Það varðar jafnt varanlegt mat- vælaöryggi landanna sem og varðveisla náttúru- og menningar- verðmæta eða m.ö.o. hið flókna og fjölþætta hlutverk landbúnaðar í lífi og menningu hverrar þjóðar. Bændur innan IFAP eru sam- mála um að til þess að landbúnað- urinn gegni hlutverki sinu þurfi inn- lendan stuðning sem þó verði að haga þannig að hann valdi ekki óeðlilegum viðskiptahindrunum. Alþjóðasamtök bænda senda því samningamönnum innan Al- þjóða viðskiptastofnunarinnar þau skilaboð að niðurfelling allra styrkja til landbúnaðar sé ekki tímabær. Lönd, sem flytja út búvörur í stórum stíl, einkum meðal þróunar- landa, kreQast aukins aðgangs að mörkuðum fyrir þessa framleiðslu sína, þar með taldar unnar búvör- ur, sem nú eru í háum tollflokkum. Þó verður aukinn aðgangur að mörkuðum að vera í jafnvægi við innlenda framleiðslu af undirstöðu- afurðum, svo sem mjólk. Æ meira er rætt um möguleika á því að láta innflutningslandið sjálft velja þær reglur sem inn- flutningurinn á að hlíta. Sú leið eru talin hafa kosti jafnt fyrir iðnríki sem og þróunarlönd. Auka má innflutning bæði með því að lækka tolla en einnig með tollkvót- um. Með þeim er átt við það að tryggður er aðgangur að ákveðn- um hundraðshluta af innanlands- neyslu, t.d. 5%, með lágum tolli eða tollfrjálst. Þetta er hagstætt fyrir mörg þróunarlönd sem þurfa að verja sig fyrir ódýrum innflutn- ingi sem getur spillt möguleikum þeirra á að byggja upp matvæla- framleiðslu fyrir eigin neyslu. Millirikjaviðskipti nema aðeins 10% af matvælaframleiðslu í heiminum. Yfirgnæfandi mest af mat er neytt í grennd við fram- leiðslusvæðið eða innanlands. Þar á landbúnaðarstefna viðkom- andi lands að vega þyngra heldur en niðurstöður WTO-viðræðna. (Internationella Perspektiv, nr. 35/2003). Alþjódleg vidskipti með KJÖT VERDA FYRIR BARÐ- INU Á BÚFJÁRSJÚKDÓMUM Um þriðjungur af alþjóðlegum viðskiptum með kjöt er i hættu á þessu ári vegna búfjársjúkdóma, samkvæmt úttekt sem FAO, Mat- væla- og landbúnaðarstofnun SÞ, hefur látið vinna. Það eru einkum kúariða og fuglaflensa sem hér eiga hlut að máli. Það eru viðskipti með um 6 milljón tonn af kjöti sem hér eru í húfi, að verðmæti um 70 milljarð- ar n.kr. eða um þriðjungur af al- þjóðlegum kjötviðskiptum á árinu. Þá er ótalinn kostnaður við bar- áttu gegn þessum sjúkdómum og skaði vegna markaða sem tapast. Tólf lönd, sem stunda kjötútflutn- ing, eiga hér hlut að máli. Hlutfalls- lega mestur hefur skaðinn orðið hjá löndum i Asíu, sem stunda ali- fuglarækt. Þar hafa um 100 milljón fuglar drepist eða verið aflífaðir vegna fuglaflensunnar. í Thailandi var fjórðungi af fuglastofni landsins slátrað af þessum sökum. Kúariðan hefur leitt til þess að mörg lönd hafa bannað kjötinn- flutning frá Bandaríkjunum og Kanada en þessi tvö lönd hafa staðið fyrir rúmlega fjórðungi af nautakjötsútflutningi í heiminum. Áætlað er að einungis útflutning- ur frá Bandaríkjunum hrapi úr 1,2 milljón tonnum árið 2003 í 100 þúsund tonn árið 2004. FAO spáir nú aukinni eftirspurn eftir svinakjöti. í Japan hækkaði verð á svínakjöti um 40% í febrúar á þessu ári. (Bondebladet nr. 17/2004). Forsíðumynd Jón Árni Jónsson, bóndi Sölvabakka í Austur-Húna- vatnssýslu, með Soldán 01 -060 frá Sölvabakka. undan Túla 98- 858. Soldán stóð efstur annað árið í röð í afkvæmarannsókn á Sölvabakka haustið 2003. | 2 - Freyr 4/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.