Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2004, Page 16

Freyr - 01.05.2004, Page 16
ur er einn af fjölmörgum sonum Lækjar 97-843 sem skotist hafa á stjömuhimininn. Þá var Lubbi 02- 209 með 120 í heildareinkunn en kjötmat sláturlambanna undan honum var ákaflega hagstætt. Lubbi er sonur Túla 98-858. Umfangsmesta rannsókn haustsins var líkt og áður á Lamb- eyrum. Efsta sætið þar skipaði Víðir 02-531 með 127 í heilda- reinkunn og voru yfirburðir hjá lömbunum undan honum fyrst og fremst áberandi miklir við mæl- ingar og mat á lifandi lömbum. Víðir er sonur Arfa 99-873. Jafn umfangsmiklar rannsóknir eins og þarna gefa möguleika á mjög miklum úrvalsyfirburðum á grundvelli niðurstaðna og í kjölfar þess greinilegra framfara í stofn- inum. Á Gillastöðum stóð efstur Loki 02-186 með 122 í heildareinkunn og voru yfirburðir skýrir íyrir báða þætti í rannsókninni og voru slát- urlömbin undan honum með mjög gott mat um gerð. Hrútur þessi er undan Læk 97-843. Næstur hon- um í rannsókninni stóð Karius 01- 181 frá Melum í Ámeshreppi sem efstur var á síðasta ári. Á Hróðnýj- arstöðum var efstur Smyrill 01- 532 með 128 i heildareinkunn. í Magnússkógum stóð efstur hrútur 00-103 með 127 í heildareinkunn og voru skýrir yfirburðir hjá af- kvæmum hans í báðum þáttum rannsóknarinnar en þessi hrútur er sonur Prúðs 94-834. í stórri rannsókn í Ásgarði var efstur Dropi 01-436 með 121 í heildareinkunn en hann vakti strax veturgamall athygli þegar hann stóð efstur í minni afkvæma- rannsókn á búinu. Yfirburðina að þessu sinni sækir hann hins vegar að stærri hluta í mælingar og mat á lifandi lömbum. Dropi er sonur Bessa 99-851 en móðurfaðir hans er Spakur 94-563. Banki 01-433 var með 120 í heildareinkunn, jafn á báðum þáttum og í kjöt- matshlutanum var hann með mjög hagstætt fitumat eins og hann á ættir til því að hann er sonur Sjóðs 97-846 og móðurfaðir hans er Kópur 94-466 þannig að móður- feður beggja þessara hrúta eru synir Gosa 91-945, hrútar sem reyndust vel til kynbóta í Ásgarði. Á Breiðabólsstað var stór rann- sókn þar sem efstur stóð Bútur 00- 725 með 146 í heildareinkunn og mjög sterkur á báðum þáttum rannsóknar enda lambahópur und- an honum ákaflega vel gerður. Bútur er sonur Mola 93-986. Vin- ur 01-737 var með 121 í heilda- reinkunn en yfirburðir hjá af- kvæmum hans komu fyrst og fremst fram í mælingum og mati á lifandi lömbum. Vinur er sonur Túla 98-858 en móðurfaðir hans er Kúnni 94-997. I stórri rannsókn á Klifmýri voru þrír afkvæmahópar sem báru mikið af öllum hinum í rannsókn- inni. Hæsta heildareinkunn fékk Kraftur 02-421, sem var með 129 í heildareinkunn, en undan hon- um voru ákaflega vel gerð lömb en heldur léttari en í hinum af- kvæmahópunum. Kraftur er son- ur Nála 98-870 en móðurfaðir Sólon 96-468 sem lengi var not- aður á þessu búi. Jökull 01-414 var með 123 í heildareinkunn en þessi hrútur er sonur Gálga 00- 404 sem stóð efstur í rannsókn á síðasta ári en móðurfaðir Jökuls er Njóli 93-826. Hringur 00-403 var með 122 í heildareinkunn og staðfesti ágæti sitt frá afkvæma- rannsókninni haustið 2001 þó að yfirburðimir núna væm ekki jafn feikilega miklir. Hringur er sonur Mola 93-986. Öllum þessum þremur hrútum var það sammerkt að vera að skila mjög vel gerðum afkvæmum og allir vom þeir til- tölulega jafnir á báðum þáttum í rannsókninni. I rannsókn í Stór- holti vom mjög glöggir yfirburðir fyrir hóp undan Prúði 01-206 sem var með 130 í heildareinkunn. Hrútur þessi er ættaður frá Rauð- barðaholti og er hann sonarsonur Prúðs 94-834. Vestfirðir Afkvæmarannsóknir á Vest- fjörðum vom að umfangi talsvert minni en árið áður, mestu munar þar að þátttaka í Reykhólahreppi var talsvert minni í þessu starfi en hún hefur verið undanfarin haust. Að þessu sinni voru rann- sóknir gerðar á 11 búum á svæð- inu og náðu þær til 104 af- kvæmahópa. Þarna em því unnar nokkrar mjög stórar rannsóknir sem eiga að geta skilað verðmæt- um niðurstöðum. I Gufudal vom mjög afgerandi yfirburðir fyrir afkvæmi Bassa 99-300 sem fékk 138 í heilda- reinkunn fyrir sinn hóp, enda yf- irburðir ákaflega afgerandi um alla þætti í rannsókninni og lambahópurinn ákaflega vel gerður. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða hrút frá Bassastöðum og er hann sonur Stúfs 97-854. Á Brjánslæk var líkt og undanfarin ár ein allra stærsta rannsóknin á landinu. Þar staðfesti Ilmur 01-231 mjög rækilega yfirburði sína frá árinu áður og nú með enn glæstari nið- urstöðum en þá þar sem heilda- reinkunn hans núna er 151 og em yfirburðir hans ótviræðir hvort sem skoðaðar em niðurstöður úr kjötmati eða úr mati og mæling- um á lifandi lömbum. Þessi hrút- ur er sonarsonur Klængs 97-939 en móðufaðir hans Hnútur 97- 082 frá Brimilsvöllum, sem hafði margsannað ágæti sitt og fjölda sona sinna í rannsóknum á þessu búi á undanfömum ámm. Næstur Ilmi stóð hálfbróðir hans að föð- uraum Jötunn 02-243 með 118 í heildareinkunn. I Innri-Múla var stór rannsókn 116 - Freyr 4/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.