Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2004, Síða 19

Freyr - 01.05.2004, Síða 19
Á Melum 1 voru veturgömlu hrútamir í rannsókn og efstur stóð Sómi 02-196 með 117 í heilda- reinkunn íyrir ákaflega glæsilegan lambahóp. Þessi kynbótahrútur er undan Þokka 00-116, sem efstur stóð þar á síðasta ári og móður- faðir hans er Nagli 98-064 sem hefur reynst mörgum kynbóta- hrútanna betur á þessu öfluga ræktunarbúi. Á Melum 2 stóð Glópur 00-136 líkt og árið áður efstur en núna með miklu meiri yfirburði þar sem hann fékk 142 í heildareinkunn að þessu sinni. Þessi hrútur skilar frábærri gerð hjá afkvæmum sínum og ákaflega hagstæðu fitumati sláturlamba. Glópur er einn af þeim þrælöflugu hrútum sem fram komu í Ámes- hreppnum eftir dvöl Stúfs 97-854 vegna afkvæmarannsókna áður en hann var tekinn á sæðingarstöð en hún fór fram á Melabúunum haustið 2000. I rannsókn á Bassastöðum gerði Nói 00-278 enn betur en haustið 2001 því að heildareinkunn hans nú var 138 og fyrir kjötmatshluta fékk hann 162 enda kjötmat lamb- anna feikilega hagstætt. Þessi úr- valshrútur er afkomandi þekktustu kynbótahrútanna á Bassastöðum vegna þess að hann er sonur Stúfs 97-854 og dóttursonur Prúðs 92- 278. Á Smáhömmm vom glæsilegir lambahópar í rannsókn en þar stóð efstur Bassi 00-633 með 118 í heildareinkunn. Þessi hrútur er frá Bassastöðum af þekktasta ætt- meiðnum þar vegna þess að hann er sonur Stúfs 97-854 og dóttur- sonur Prúðs 92-278. í Miðdals- gröf stóð langefstur hrútanna í rannsókninni Tumi 02-754 með 138 í heildareinkunn og vom yfir- burðir hans líkir á báðum þáttum rannsóknarinnar. Þessi úrvalshrút- ur er undan Sfygg 99-877 og von- andi að þama sé kominn verðugur arftaki hans. í Broddanesi hjá Jóni vora ákaf- lega föngulegir afkvæmahópar með hrútunum en þar stóð efstur Gnýr 02-356 með 121 í heilda- reinkunn og það sem lengst dró til að skapa honum yfírburði var ákaflega hagstætt fítumat hjá slát- urlömbum undan honum. Þessi hrútur er sonur Glæsis 98-876 og móðurfaðir hans er Atrix 94-824. Einnig vöktu niðurstöður fyrir Segul 02-352 verulega athygli en hann fékk í heildareinkunn 117 en hjá sláturlömbunum undan hon- um var meðaltal úr mati fyrir gerð 12,6, sem er fáséð niðurstaða. Se- gull er frá Melum 2 undan Hnetti 01-178, sem vakið hefur athygli fyrir einstök lærahold og móður- faðir hans er Stúfur 97-854. I Gröf var efstur hrúta Boli 02- 328 með 123 í heildareinkunn fyr- ir mjög góðan lambahóp. Hann er sonur Bola 99-874 en móðurfaðir er Dalur 97-838. Eins og oft áður vakti ákaflega hagstætt fítumat með tilliti til þunga athygli hjá sláturlömbunum þarna. Á Þamb- árvöllum stóð efstur Dagur 00- 550 með 122 i heildareinkunn en þessi hrútur skilaði einnig já- kvæðum niðurstöðum úr hlið- stæðri rannsókn haustið 2002. í Skálholtsvík I stóð efstur Laggar 01-015 með 123 í heilda- reinkunn og var stærri hluti yfir- burða hjá honum fenginn úr mæl- ingum og mati á lifandi lömbum. í Skálholtsvík 11 yfírtóku unglið- amir því að þar skipuðu þrír vet- urgamlir hrútar sér á toppinn í stórri rannsókn sem þar var gerð. Efstur var Klettur 02-059 með 124 í heildareinkunn og stærri hluti yfírburða hjá afkvæmum hans frá líflambamatinu. Þessi hrútur er sonur Nála 98-870 en móðurföðurfaðir hans er Nökkvi 88-942. Kúnni 02-58 var með 123 í heildareinkunn og þar var einnig ívíð meira af yfirburðum frá líf- lambamati. Kúnni er sonur Sjóðs 97-846 en móðurfaðir sami og Kletts, Mjaldur 94-357. Kútur 02- 056 var síðan þriðji í röðinni með 121 í heildareinkunn en hjá hon- um mátti fyrst og fremst rekja yf- irburðina til mjög góðs kjötmats sláturlambanna. Kútur er sonur Mjaldur 93-985 en móðurfaðir hans er Konráð 94-362 sem var einn af fjölmörgum sonum Gosa 91-945 á þeirri tíð. I umfangsmikilli rannsókn hjá Gunnari og Þorgerði í Bæ í Hrúta- fírði vom afgerandi yfírburðir hjá lömbum undan Borða 02-309 en hann fékk 139 í heildareinkunn fyrir þau. Yfírburðir lambanna undan honum vom skýrir um alla þætti í rannsókninni. Borði er son- ur Sjóðs 97-846 en móðurföður- faðir hér er Blævar 90-974. Á Valdasteinsstöðum sýndi Bjartur 97-599 eins og margoft áður mikla yfírburði og fékk að þessu sinni 137 í heildareinkunn, en fáir hrútar hafa jafn oft og hann sannað rækilega mikla yfirburði sína í afkvæmarannsóknum. Þessi hrútur er fenginn frá Broddanesi sem lamb. Vestur-Húnavatnssýsla Þessi starfsemi hefur frá byrjun rannsóknanna staðið á traustum gmnni þama í sýslu og umfang starfsins var nánast óbreytt frá fyrra ári, haustið 2003. Rannsókn- ir vom unnar á samtals 20 búum og í þeim voru samtals 160 af- kvæmahópar. Á Þóroddsstöðum var eins og oft feikilega umfangsmikil rann- sókn. Þar vom mjög skýrir yfir- burðir fyrir Topp 02-057 sem var með 130 í heildareinkunn og mjög jafn á báðum þáttum rannsóknar en það má nefna að meðaltal slát- urlambanna undan honum fyrir gerð var 11,4. Þessi hrútur, sem virðist bera nafnið með rentu, er undan Túla 98-858 og dóttursonur Ljóra 95-828. í Akurbrekku stóð Freyr 4/2004 - 19 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.