Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 17

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 17
að fara í áleggsgerð og enn aðrir í úrbeiningu og VSOP kjöt o.s.frv. Við notum þannig kjötmatið mjög vel til að stýra notkuninni. Maður heyrir oft þann misskiln- ing að kjötmatið skili sér ekki til neytandans, en þetta er ekki rétt. Varan er seld undir vörumerki. Ef við seljum t.d. SS eðallamb þá eru í því flokkar sem uppfylla ákveðinn staðal. Sama gildir urn VSOP kjöt. Við fengjum aldrei pláss í kjötborði verslana til að bjóða þar fram SS-R2 læri og annað sem væri SS-02 læri. Venjulegur neytandi veit heldur ekki hvað R2 og R3 eða aðrir flokkar merkja. Eg tel að núver- andi kjötmat gegni fyrst og fremst því hlutverki að kjötiðn- aðurinn geti flokkað kjötið rétt við frekari vinnslu inn á markaðinn. Hvaða breytingar hafa verið að gerast á síðustu árum í markaðs- leiðum kindakjöts? Eg held að hefðbundnu gömlu vörumar, svo sem saltkjöt og hangikjöt, standi í stað eða hopi örlítið. Á hinn bóginn vex hlutur ferska kjötsins og ýmiss konar meðferðar á því, svo sem marín- eringar, frágangs í álbakka, til að grilla eða í helgarsteikur. Ég held að þróunin verði til þæginda fyrir neytandann án þess að kjötið fari út í þunga vinnslu. Mottóið er að gera neytandanum matreiðsluna auðveldari. Vandi lambakjötsins er að við hliðina á þvi í kjötborðinu er ferskt svína-, nauta- og kjúklinga- kjöt, þar sem kindakjötið er upp- þítt og lítur þá ekki eins vel út fyrir augað, svo sem með meira blóðvatn í pakkningunum. Geymsluþol á uppþíddu kjöti er einnig að jafnaði styttra en á fersk- u kjöti sem er neikvætt við sölu. Utflutningur kindakjöts? Já, þar má fyrst nefna Noreg. Það er góður markaður og við er- um þar með 600 tonna kvóta sem er byggður á tollasamningi á milli landanna. Norðmenn eru hins vegar núna að gera okkur mjög erfítt fyrir, þeir em í vand- ræðum sjálfir með alltof mikið af kjöti og reyna því að minnka inn- flutning frá okkur. Við höfúm því aðeins sent þangað um 300- 350 tonn á ári sl. tvö ár. Ég efa að okkur takist að auka það magn á næstunni og það er hæpinn grundvöllur fyrir því að fara í hart við þá út af þessu. Það má segja að það er aðeins á þremur mörkuðum þar sem ver- ið er að selja íslenskt dilkakjöt sem íslenskt og það er að skila hærra verði út á það. Þessir markaðir em í fyrsta lagi Færeyj- ar en þangað fara nokkur hundr- uð tonn á ári á góðu verði og ís- lenskt kjöt er þar á hærra verði en t.d. nýsjálenskt kjöt. Síðan hefur SS verið að vinna í Danmörku og þar seljum við á hærra verði út á uppmnann, en magnið er ekki rnikið, þetta 150 - - 200 tonn á ári. Neysla á kinda- kjöti í Danmörku er ekki nema 1- 2 kg á mann á ári. Síðan em það Bandaríkin. Það er góður markaður en þangað fer aðeins ferskt kjöt og sölutíminn er því stuttur. Af 1500-1600 tonna útflutningsþörf okkar fer í haust innan við 10% á þann markað. Þar búa yfirvöld reynd- ar yfir ýmsum ráðum til að bregða fæti fyrir þennan innflutn- ing ef þau ætla sér það. Einnig mætti nefna Japan en þangað em að fara um 200 tn af feitu lamba- og ærkjöti. Ef útflutningsþörf okkar fer vemlega yfir 1000 tonn þá sé ég ekki annað en að töluvert af kjöti fari á heimsmarkað sem skilar mjög lágu verði. Aðalskilaboðin til bœnda eru þá minni fita og meira af fersku kjöti? Já, það þarf að vera nægt fram- boð af fersku kjöti frá miðjum júlí til áramóta og góður skammt- ur fyrir páskasöluna. Það væri einnig vemlegur ávinningur til lækkunar kostnaðar ef hægt væri að auka meðal fallþyngd dilka í 16 kg án þess að fita ykist. Þetta myndi lækka slátur- og vinnslu- kostnað á kg. M.E. Altalað á kaffistofunni Vlð heföum getaö verlð fljótarl igurjón Rist var lengi vatnamælingamaður hjá Orkustofnun og kunnur fyrir hreysti og harðfengi í störfum. Vatnsrennsli þurfti að mæla á öllum tímum árs og eitt sinn fékk hann niann frá Rauða- læk í Rangárvallasýslu til að fara með sig á snjósleða upp á hálendið að vetrarlagi til að lesa af vatnamælum. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og þeir vom komnir til byggða að loknu verki fyrr en Sigurjón hafði gert ráð fyrir. Þeir fengu sér kaffi á Rauðalæk og litu yfir dagsverkið og Sigur- jón hældi fylgdarmanninum fyr- ir frammistöðuna. Sá gerði ekki rnikið úr hlut sínum en bætti þó við: Við hefðum orðið enn fljótari ef við hefðum ekki þurft að lesa af þessum mælum. Freyr 8/2002 -17 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.