Mjölnir


Mjölnir - 30.05.1970, Blaðsíða 2

Mjölnir - 30.05.1970, Blaðsíða 2
Fréttir a! bæjarstjórnarfundum Hér verður getið nokkurra mála, sem til afgreiðslu voru bæjarstjómarfundi 15. þ.m.: Unglingavinna Til afgreiðslu var tillaga Alþýðubandalagsmanna, sem vísað var til bæjarráðs á næst síðasta fundi, varðandi garðrækt, sem einn þátt unglingavinnu í vor. Bæjar- verkstjóra og byggingarfull- trúa hafði verið falið að láta í té umsögn um tillöguna og gera kostnaðaráætlun um að girða og brjóta land í þessu ðkyni. Töldu þeir girðingu óþarfa, ef garðlandið væri innan bæjargirðingar, en báðust undan að velja garð- stæði. Viar samþykkt að fá kunnáttumann til að velja garðasvæði og leiðbeina um vinnslu þess. Nú mun vera komið fram yfir þann tírna, þegar venju- legt er að setja kartöflur í spímn. Virðist fyrirsjáan- legt, að handarbakavinnu- brögð verði viðhöfð í þessu máli. Sala Margrétar Samþykkt var ályktun, þar sem lýst var óánægju yfir sölu Margrétar SI 4 úr bænum. — Fyrir lá bókun bæjarráðs um viðræður við hina nýju eigendur Margrét- ar, er tjáðu sig fúsa til að fara út á land með útgerð sína, Margrétu og Hauka- nesið, fái þeir frystihúsa- aðstöðu og hagstæðan samn- ing xun hafnargjöld. Óskuðu þeir eftir að fá erindi um þetta frá Siglufirði, ef áhugi væri fyrir hendi og mögu- leikar á að mæta óskum þeirra. Þess er að vænta, að At- vinnumálanefnd og bæjar- stjóm taki þetta mál til at- hugunar hið fyrsta. Niðurfelling skuldar tí. S. Samþykkt var að bæjar- sjóður gæfi eftir 650 þús. kr. og Hafnarsjóður 350 þús. kr. af skuldum Útgerð- arfélags Siglufjarðar við þessar stofnanir, gegn því, að S. R. gefi eftir af skuld fyrirtækisins við þær, hlut- fallslega jafnháa f jámpphæð miðað við eignarhlutfall í fé- laginu, þannig að 45% heildarafskriftarinnar yrðu bæjarins og 55% S. R. S. R. eiga hjá fyrirtækinu um 3 millj. kr. og bæjar- stofnanir um 1,6 millj. kr. Mundu skuldimar lækka um rúmar 2,2 millj. við þessar afskriftir. Rækjuveiðar Ragnar Ólafss., skipstj. hafði greint frá því, að hann hefði hug á að gera út bát til rækjuveiða héðan, ef til boða stæði sú fyrirgreiðsla bæjarsjóðs og Fiskveiða- sjóðs, sem boðin var í vetur. Var samþykkt að taka upp viðræður við Ragnar um þetta. Aðstaða smábáta Hafnarnefnd hafði tekið til afgreiðslu tillögu Alþýðu- bandalagsins um aðstöðu fyrir smábátana, sem vísað var til hennar á næstsíðasta bæjarstjómarfundi. Höfðu koanið fram ýmsar hug- myndir, sumar allnýstárleg- ar. Samþykkt var að fela bæjarstjóra að ræða við eig- endur Sunnu og Óskarssíld- ar um afnot af bryggjum þeirra, þannig, að sett yrði grindverk á bryggjustaura, ,til varnar því að bátar lendi undir bryggjumar. Var bygg ingafulltrúa falið að gera til- lögur og kostnaðaráætlun um þessar ibreytingar á bryggjunum. Jafnframt var A. Johansen og bygginga- fulltrúa falið að gera áætl- un um kostnað við að rífa bryggju austur úr Nýju stöð (Pólstjömustöð) og byggja úr efni hennar bátakví við Bátastöðina. Tillaga Alþýðubandalags- ins hefur þannig komið þessu máli á skrið, þótt lítið hafi miðað enn. Nauðsynlegt er, að sjómenn haldi áfram að gera tillögur um sín sjónar- mið í þessu efni og korna þeim á framfæri í bæjar- stjóm, ella er hætta á að málið lognist út af, eða að fundið verði upp á einhverju ónothæfu. Rafveitumál S. 1. haust virðist hafa komið til umræðu í rafveitu- nefnd ný hugmynd um virkj- un í Fljótaá, um ca. 1200 kw. virkjun, er ekki kostaði nema 20—30 millj. kr. Al- þýðubandalagið á engan full- trúa í rafveitunefnd. Bæjar- fulltrúar þess ihafa gert til- raunir til þess í vetur að fá nefndina til að gefa bæjar- stjóm fullkomna skýrslu um þessa hugmynd, m. a. hvort hún væri komin frá sérfróðum manni um virkj- anir, en svör um það hafa ekki fengizt. Nefndin samþykkti í vet- ur að verja 200 þús. kr. til jarðvegsrannsókna í sam- bandi við þessa virkjunar- hugmynd, og meirihluti bæj- arstjómar samþykkti þá fjárveitingu. Alþýðubandalagsmenn lögðu hinsvegar til, að þessum rannsó!knum yrði frestað um sinn, ~en rafveitustjóra falið að gera ýtarlega skýrslu um þennan virkjun- armöguleika. Yrði sú skýrsla send verkfræðiskrifstofu Sig. Thoroddsen til athugunar og umsagnar. Yrði afstaða til áðurnefndra jarðvegs- rannsókna tekin af bæjar- stjórn, þegar sú umsögn lægi fyrir. Tillögu Alþýðubandalags- ins var vísað til rafveitu- nefndar, en í svari, sem raf- veitustjóri samdi, kom enn ekkert fram um, hvaðan þessi hugmynd væri komin. Á síðasta bæjarstjórnar- fimdi lögðu Alþýðubandalags menn fram tillögu, þar sem krafizt var afdráttarlausra svara um, hvaða sérfróðir aðilar á sviði vatnsvirkjana hefðu annazt þá útreikninga, sem hlytu að liggja að baki fullyrðingum rafvei'tustjóra og rafveitunefndar um af- kastagetu, nýtingarmögu- leika og stofnkostnað þess- arar virkjunar. Jafnframt lögðu 'þeir til, að öllum fram- kvæmdum til undirbúnings þessari virkjun yrði frestað, þar til svör við þessum spurningum og álitsgerð dómbærra aðíla um virkjun- arhugmyndina lægju fyrir. Rafveitustjóri, sem beðinn var að skýra miálið fundin- um, uppJýsti þá, að hug- myndin væri frá sér komin, og viðurkenndi, að sérfróðir aðilar hefðu ekki um hana fjallað ennþá. Að þeim upplýsingum fengnum tóku Alþýðubanda- lagsmenn tillögu sína aftur, en lögðu fram aðra, þar sem óskað var eftir því, að raf- veitustjóri gerði ýtarlega skýrslu um virkjunarhug- mynd sína. Skyldi sú skýrsla send sérfróðum aðilum og þeir beðnir að semja álits- gerð um þennan virkjunar- möguleika. Framkvæmdum við jarðvegsrannsóknir skyldi frestað unz álitsgerðin lægi fyrir og bæjarstjómin tekið afstöðu til hennar. Þessari tillögu vísaði meiri hlutinn frá með rökstuddri dagskrá. Ábyrgðarleysi Rafveitustjóri er ekki sér- fróður um gerð vatnsvirkj- ana, og því ekki hægt að taka hugmyndir Kans á því sviði sem gjaldgenga vöru, fyrr en þær hafa hlotið staðfestingu sérfróðra aðila. Það er ábyrgðarleysi, að leggja stórar fjárhæðir í undirbúningsrannsóknir, áð- ur en staðfesting fæst á því, Hvenær var þessi mynd tekin? Þessi mynd af einni jjötunni í bænum gæti verið 10 ára, eða 30 ára, eða tekin í síðustu rigningu. Götumar hafa ekk- ert breytzt, þó að mikið hafi verið borið ofan í þær af ónothæfum ofaníburði, nema hvað J)ær eru ailtaf að hækka. Alþýðubandalagsmenn hafa lagt á það áherzlu, að sem minnstu af því litla fé, sem bærinn hefur til gatnagerðar, verði varið til gagnslauss ofaniburðar í þessar svonefndu malargötur, en þeim mun meira tU varanlegrar gatna- gerðar. Undanfarin ár hefur verið varið á aðra milljón árlega tU viðhalds malargatnanna. Eflaust hefði mátt verja þriðjungi tU helmingi þess fjár tU varanlegrar gatnagerðar, án þess að malargöturnar væru nokkuð verri en þær eru. að þessi virkjunarhugmynd fái staðizt. Frá leikmannssjónarmiði séð virðast svo margir van- kantar lá þessari virkjunar- hugmynd rafveitustjóra, að hún geti alls ekki staðizt. En um það skal ekki þrátt- að hér. Leikmannssjónarmið hafa enga þýðingu í þessu máli; það ber að fela sér- hæfðum aðilum úrskurð um gildi hugmyndarinnar. En að eyða stórum upphæðum í undirbúningsrannsóknir, áð- ur en vitað er hvort hug- myndin er nothæf, er ekkert annað en sóun á fjármun- um, nokkiirskonar atvinnu- bótaframlag handa þeim, sem falið verður að fram- kvæma rannsóknimar. Sundlaugin Samþykkt var að verða við beiðni stjómar K. S. um að veita sunddeild félagsins sömu aðstöðu í lauginni í sumar og hún Kafði í fyrra. Ábyrgð vegna skipakaupa Samþykkt var að veita Togskip h. f. einfalda bæjar- ábyrgð vegna 625 þús. kr. láns, er félagið fær hjá At- vinnujöfnunarsjóði vegna kaupa á togskipi frá Þýzka- landi. Síðasti fundur bæjarstjómar á þessu kjör- tímabili var haldinn s. 1. þriðjudag. Þar voru m. a. til umræðu þessi mál: Slippreikningar Staðfest var samþykkt hafnarnefndar um að vísa þessum margþvældu reikn- ingum til umsagnar lögfræð- ings bæjarins, ásamt leigu- samningum og plöggum er kunna að snerta málið. Upp- lýst var í fundargerðinni, að sú vinna, sem unnin var af hálfu Rauðkuverkstæðisins fyrir slippinn s. 1. ár, hefði öll verið unnin samkvæmt beiðni leigutaka hverju sinni, ennfremur, að reikningamir bæm ekki með sér nöfn þeirra, er unnið hefðu við- komandi verk, væm ekki undirritaðir af vinnubeið- anda, og vinnuhstar fylgdu þeim ekki. Ábyrgð vegna kaupa á bát Samþykkt var að veita Friðrik Björnssyni einfalda bæjarábyrgð vegna kaupa á 12 tonna bát. Ábyrgðin nem- ur um 800 þús. kr. Ný ábyrgð vegna Haf nar h. f. Þá var samþykkt að veiita Höfn h. f. sjálfskuldarábyrgð bæjarsjóðs vegna fyrirhug- aðra kaupa félagsins á Sig- urði Bjarnasyni, sem er skip sömu gerðar og Margrét, sem sama félag hugðist kaupa í vetur, og fékk þá loforð um einfalda bæjar- ábyrgð vegna þeirra kaupa, en úr þeim.varð ekki. Á- byrgðin nemur 6,5 millj. kr., Framhald á 3. síðu 2 — MJÖLNIR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.