Mjölnir


Mjölnir - 30.05.1970, Blaðsíða 4

Mjölnir - 30.05.1970, Blaðsíða 4
»G óða skemmtun« Fimmtudaginn 28. maí var útvarpað stjórnmálaum- ræðum í Siglufirði frá fundi að Hótel Höfn. Það fer varla milli mála, að fulltrúar Al- þýðubandalagsins og mál- flutningur þeirra hafi borið af. Fulltrúum þeirra þriggja flofeka, sem myndað hafa meirihluta síðasta kjör- tímabil, fór líkt og smástrák um, sem orðið hefur á yfir- sjónir og vi'ta upp á sig skömmina, og kenna hver öðrum rnn. Það reyndist því erfitt fyrir Stefán bæjar- stjóra, þótt hann sé lipur ræðumaður, að verja aðgerð- arleysi bæjarstjórnarmeíri- hlutans. Mátti glöggt sjá, að hann þóttist einmani, enda hafði hann lítinn styrk af Þonmóði og Knúti. Það sýndi sig, að Bogi Sigurbjömsson hefði ekki orðið heppilegur prestur. 1 líkræðum og eftirmælum er ekki venja að dvelja helzt við ávirðingar hinna burt- fluttu. Margir höfðu búizt við, að efsti maður B-listans mundi víkja nokkrum hlý- legum kveðjuorðum að þeim Bjarna og Ragnari. Ekki hafði Bogi neitt slíkt í frammi, heldur lét í það skína, að flest hefði farið þeim illa úr hendi, og úr því ætlaði haxm að bæta. Eins og Siglfirðingar vita, stendur stómm stöfum fyrir ofan sviðið á Hótel Höfn: „Góða skemmtun“. Þessi orð tóku kratar alvarlega og léku allgóðan skemmtiþátt. Sigurjón flutti harðorða á- deiluræðu á bæjarstjómar- meirihlutann og hlífðist ekki við, þótt sum höggin hittu hann sjálfan. Á meðan barði Kristján fótastokkinn, en Jóhann MöEer tók það ráð að kyssa á vöndinn og þakfea Sigurjóni flenginguna. Að lokum sagði Sigurjón: Al- þýðuflokkurinn hefur ekki atkvæðamagn til að koma þre-mur mönnum að, en ef ég skyldi nú samt verða kos- inn.... Hvernig ætlar Sig- urjón að 'komast inn í bæj- arstjóm sem þriðji maður á listanum? Það er gáta, sem við Siglfirðingar fánm ekki leyst fyrr en aðfaranótt 1. júní. Áheyrandi í fundarsal m æf • •• i • Mjomir Útgef.: Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi vestra ÁbyrgðarmaSur: Hannes Baidvlnsson. — Afgreiðsla: Suðurgötu 10, Siglufirði. Sími 71294. Árgjaid 75 kr. — Siglufjarðarprentsmiðja h. f. Spurningum svarad Iðníiæðsla og byggingamál Þriðja sætið á lista Alþýðu- bandalagsins á Sauðárkróki skip- ar Haukur Brynjólfsson, rafvirki. — Hvemig er ástandið I iðn- fræðslumálum í dag? — Ástandið í iðnfræðslunni er í engu samræmi við fallegar ræð- ur ráðamanna menntamáia og iðnaðarmála, er þeir ræða um tæknimenntun og iðnaðarupp- byggingu. Kerfið er áratugagam- Heyrzt hefur • að útUt sé fyrir, að flestir heimaleikir Siglfirðinga í knattspymu í srnnar, verði háðir utanbæjar. • að hvorld Alþýðuflokkur- inn -eða Framsólm hafi átt neina aðUd að stjórn bæjar- mála í Siglufirði undanfar- in ár. • að Bjarki og Sigurjón liggl undir gmn um að vera laumukommar síðan á fram- boðsfundinum í fyrradag. • að íhaldið telji 18 þús. krónur nægilegt mánaðar kaup handa verkamönnum. alt og úr sér gengið og ný iðn- fræðslulög aðeins pappírsgagn. Iðnskólar eru reknir algjörlega án tiUits tU möguleika á fram- haldsmenntun. I.jósi punkturinn í þessari löggjöf er sá, að iðn- námið verði að miklu ieyti tekið úr höndum meistaranna. Á þann hátt yrði imnt að stytta náms- tímann verulega, með því að taka verklegu kennsluna inn í skól- ana. f þessu sambandi má benda á, að verulegur hluti námstímans fer í að vinna störf, sem eru meistaranum arðbærari en að kenna nemanum. — Hvað um kennsluna? — Hún er að sjálfsögðu al- gjörlega tilviijunarkennd og fer eftir þvi, hve mikia virðingu meistarinn ber fyrír hlutverki sínu, sem kennari. Oft mun mest- ur hluti kennslunnar vera drifinn í nemandann á síðustu mánuðun- um fyrir próf. Við höfum laun- aða iðnfulltrúa, sem eiga lögum samkvæmt að fylgjast með fram- kvæmd iðnnámsins og jafnvel, ef þurfa þykir, að prófa kunnáttu nemans á námstímabilinu. Þetta mun hafa verið hugsað sem að- hald gagnvart meisturunum, en mér er ekki kunnugt um nokk- urn iðnfulltrúa, sem hefur tekið þessi mál slíkum tökum. — Báðherra hefur staðfest, að hér eigi að rísa kjördæmisiðn- skóli. — Þessu ber mjög að fagna, en það er hættulegt andvaraleysi að halda að sér höndum og bíða framkvæmda. Menntamál á fs- landi gefa ekkl tilefni til þolin- mæði, og grunur mlnn er sá, að ef við ætlum að bíða frumkvæðis að sunnan, rísi hér seint kjör- dæmisiðnskóli með þeim verkstof- um og tækjabúnaðl, sem til þarf. Við, sem trúum þvi að Sauðár- krókur eigi framtíð fyrir sér sem iðnaðarbær, verðum að skilja, hversu gífurlegt atriði það er að koma hér upp slíkri stofnun og okkur ber að sameinast um að vinna að þessu máll með öllum tiltækum ráðum, þar til árangur hefur náðst. — f vaxandi bæ hljóta hús- næðismál að vera sífellt úrlausn- arefni. — Hér í bæ hafa þessi mál þróazt dálitið elnkennilega. Flest- ir búa hér i einbýlishúsum og slík dreifing á byggðinni veldur bæj- arfélaginu vissum erfiðleikum. Á ég þar við kostnað vlð gatnagerð og aðra þjónustu við húsbyggj- endur, sem verður óþarflega hár, miðað við íbúatölu á tilteknum i svæðum. Að minu viti' er sú við- leitni, að byggja hér fjölbýlishús, skref í þá átt að lækka þennan kostnað. Beyndar hef ég fjaUað um þessi mál áður og gagnrýnt það óhagkvæma fyrirkomulag, er svo tU hver einstaklingur eyðir beztu árum æfi sinnar í þann þrældóm, sem það er að koma yfir sig þakl með þessu fyrir- komulagi. Snemma á þessu kjör- tímabUi könnuðum við Erlendur Hansen áhuga manna á því að lcaupa íbúðir i fjölbýlishúsi. Og það kom í ljós að áhugi var fyrir hendi og á stuttum tíma bárust um það bil 20 skriflegar umsókn- ir. Þessi áhugi hnekkir algjörlega þeirri kenningu íhaldsins, að fólk vUji ekki búa í fjölbýlishúsum. f Beykjavík skoðuðum við Er- lendur teikningar af fjölbýlishús- um með það fyrir augum að hér yrðu byggð 2 slík hús samkvæmt byggingaráætlun ríklsins. Undir- búningur var haflnn og nefnd skipuð, en við það hefur Uka setið. — Er nokkur hreyfing á þessu máli nú? — Undanfarið hef ég ekki haft aðstæður til að fylgjast með þessu máli, en það er staðreynd að byggingarkostnaður er orðinn svo gífurlegur £ landinu, að hann er raunverulega ofvaxinn getu venju legs fólks, og þess vegna hlýtur lausnln að verða sú, að íbúðar- byggingar á félagslegum grund- velli stóraukist. — Að endingu? — Við höfum rætt um eina grein skólamála. En menntamál almennt eru stöðnuð í gömlu og úreltu kerfi. Þetta þekkir skóla- fólk bezt sjálft og tilburðir skóla- manna til að stimpla framfara^ I sinnað skólafólk sem óeirðalýð, j er - aðeins aumlegt yfirklór þreyttra manna, sem ekkl vilja láta raska ró sinni. Þeir hafa fyrir löngu etið yflr sig og þurfa j að hvílast. Ég vil aðeins mlnna á, að Al- þýðubandalagið er einl flokkur- lnn, sem af alvöru berst fyrir : umbótum í skólamálum. Vegna þess, hve fyrir- spurnir nokkurra kjósenda til frambjóðenda komu seint fram á framboðsfun.dinum í fyrrakvöld, . gátu frambjóð- endur Alþýðubandalagsins efeki svarað þeim í ræðutíma. Hér fara á eftir stutt svör við þeim: 1. Alþýðubandalagið telur, að æskilegast væri að fá í embætti bæjarstjóra verk- fræðing eða annan vel mennt aðan mann, sem væri póli- tískt hlutlaus í starfi sínu. 2. S. 1. kjörtímabil hafa bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins lagt til árlega, að framiög til unglingavinnu væru hækkuð, • og bent á garðrækt sem heppilega uppistöðu hennar. Þá höfum við lagt til, að viununni yrði skipt sem jafnast milli urn- sækjenda. 3. Orsök þess, að ekki var samið um smíði togskips S. R. og bæjarins teljum við hafa verið tómlæti ríkis- stjómariunar og getuleysi meirihlutans í bæjarstjóm- inni til að hafa áhrif á hana. 4. Alþýðubandalagið flutti á sínum tíma tillögu um byggingu stórs shpps. Þar sem sú tillaga var svæfð, sjáum við ekki aðra úrkosti nú en að gamli slippurinn verði endurbyggður, svo haun geiti tekið upp 100— 150 tonna skip. Jafnframt teljum við sjálfsagt, að kom- íð verði upp aðstöðu til að taka upp smærri báta á sér- stöku aðstöðusvæði þeirra í höfninni. Svo virðist, sem ekki sé hægt að fá fé til slippbygg- ingar hér, nema með því skilyrði, að hann sé endur- byggður á sama stað, sem er að mörgu leyti óhentug- ur. Frambjóðendur Alþýðubandalagsins Síðasti Einherji spyr, hvor þeirra Skúla Jón- assonar eða Gunnars Rafns hafi unnið atvinnumálum Siglufjarðar meira gagn. Gunnar fcom frá námi fyr- ir einu ári, og mætti merki- legt heita, ef hann væri bú- inn að vinna einhver stór- afrek á einu ári. Skúli hefur starfað í bænum í áratugi, byggt hús eins og fleiri jafn- aldrar hans og stéttarbræð- ur, t. d. Bjarki Árnason. Síðast stóð haim fyrir bygg- ingu nýja sjúkrahússins, og gerðist síðan umsjónarmað- ur þess fram til síðustu ára- móta. Hann hefur síðustu misseri verið að fást við rekstur frystihúss ásamt fleirum, og jafnframt staðið með öðrurn í skipakaupum, eins og fleiri, t. d. Sigurður Finnsson og félagar hans. Hvort haun hefur unnið stór afrek fyrir bæinn umfram sína jafnaldra, starfsbræður og samstarfsmeun, t. d. þá Sigurð og Bjarka, Guðmund Þorláksson, Hinrik Andrés- son og Jón Dýrfjörð, skal ósagt látið. En líklega tíefur blaðið í huga störf hans í meirihlutaráði núverandi bæ j arstj ómarmeirihluta. Mannjöfnuður Einherja er út í höt't. En hann sýnir, tívert Framsókn stefnir geiri sínum. Allir vita, að baráttan stendur milli Gunnars Rafns og Þormóðs Runólfssonar og að áliöld verða um, hvor nær kjöri. En hversvegna stillir Einlierji ekki Þormóði upp við hliðina á Skúla og spyr, hvor hafi afrekað meira fyrir bæinn? Ástæðan er augljós. Fram- sókn er að reyna að vinna atkvæði vinstri manna. Hún kærir sig ekkert um að vinna atkvæði frá Þormóði og ílialdinu. Hún vill vinna at- kvæði frá vinstri, til að geta stutt íhaldið þeim mun bet- ur eftir kosningar. Fyrir síðustu kosningar bauð Alþýðubandalagið Framsókn kosningabandalag þar sem Framsókn ætti þrjá af fimm efstu frambjóðend- um — með Skúla í baráttu- sætinú —, og þar að auki bæjarstjórann. Framsókn tíafnaði. Hún vildi tíeldur tvo bæjarfulltrúa og íhalds- bæjarstjóra, en þrjá bæjar- fulltrúa og Framsóknarbæj- arstjóra, ef það ætti að kosta samstarf tU vinstri. Mannjöfnuður Einherja sýnir, að Framsókn hefur ekkert breytzt á þessum fjórum árum.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.