Mjölnir


Mjölnir - 30.05.1970, Blaðsíða 3

Mjölnir - 30.05.1970, Blaðsíða 3
Vanhugsuð fjárfesting Ráðhúsið Sá hluti ])essarar byffgingar, sem kallaður er ráðhús, þ.e. efri hæðimar tvær, eru bókfærðar í bæjarreikningum á kr. 2.583.160,55. Enginn veit enn í dag, hvenær húsið verður að notum, nó til hvaða nota. Hvernig á að komast inn í það? Byggja stigahús? Byggja lyftuhús? Kaupa þyrlu? Vaxtatap bæjarins vegna þessarar vaonhugsuðu fjárfest- ingar er nú öðru hvoru megin við milljðn krónur. I»að er því sennilega um hálf fjórða milljón, sem ráðhúsið er búið að kosta bæjarsjóðinn. Ef bærinn hefði varið þessu fé til atvinnuaukingar á þeim tima, sem það var lagt fram, fyrir báðar síðustu gengis- lækkapir, hefði það nægt til að komast yfir 200—300 tonna togskip. Ævintýrið um Búkollu Hér fer á eftir yfirlit yfir kostnað bæjarins af Búkollu- ævintýrinu til síðustu áramóta: Stofnkostnaður .................... kr. 1.249.411,58 Rekstrartöp 1965, 66, 67 og 69 ...... — 325.183,03 Vaxtagreiðslur ...................... — 200.000,00 Hluti af sameiginlegum kostnaði .... — 100.000,00 kr. 1.877.574,61 -h rekstrarágóði 1964 og 1968 .......... — 19.032,03 kr. 1.858.542,58 Vaxtagreiðslur og hluti af samelginlegum kostnaði er sum- part áætlað. Hinar tölurnar allar eru frá bókhaldi bæjarins. Hér er ekid reiknað vaxtatap vegna þess fjár, sem bær- inn hefur lagt í vélina eða hefur tapazt í rekstri liennar. Vaxtatapið nemur hundruðum þúsunda. Fullvíst er, að vegna þessara vanhugsuðu kaupa, er bæj- arsjóður nú 2—3 milljónum fátækari en hann væri, ef þeim hefði verið sleppt. Ef bærinn hefði nú handa á milli það fé, sem hann hef- ur lagt út vegna ráðhússbyggingarinnar og Búkolluútgerð- arinnar, gæti hann t. d. einn lagt fram stofnframlag til kaupa á 4—500 tonna skuttogara, svo eitthvað sé nefnt. Hvort hefði komið bænum meira að notum? Þakkarávarp HJARTAKLEGA þökkum við öllum þeim mörgu, sem sýndu okkur samúð og vináttu við sviplegt fráfall sonar okkar, GARÐAHSRAGNARS Sérstaklega þökkum við Sigurði Sigurðssyni, héraðslækni, læknum og starfsfólki á handlækn- ingadeild Landsspítalans, Slysavamadeildinni á Siglufirði og Hilmari Steinólfssyni. Guð blessi ykkur öll. Guðný Garðarsdóttir Stefnir Guðlaugsson Eyrargötu 22, Siglufirði AUGLYSING úm bæjarstjórnarkosningar í Siglufirði, 31. maí 1970. Kjörfundur til að kjósa 9 aðalmenn og jafnmarga varamenn í bæjarsitjórn Siglufjarðarkaupstaðar, til næstu fjögurra ára, hefst í Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar, sunnudaginn 31. maí n. k., kl. 10 árdegis, og skal kjörfundi lokið eigi síðar en kl. 23 sama dag. Kjörstjóm getur krafizt þess, að kjósandi sýni nafnskírteini við kjörborðið. TaJning atkvæða hefst nokkru eftir að kjörfimdi lýkur. Siglufirði, 16. maí 1970. KJÖRSTJÓRNIN Vildu ekki auglýsa bœjarstjórastarfið Eru meirihlutaflokkarnir búnir að semja fyrirfram um samstarf næsta kjörtímabil ? Á bæjarstjómarfundi 15. þ. mán. fluttu bæjarfulltrú- ar Alþýðubandalagsins eftir- farandi tillögu: „Bæjarstjóm Siglufjarðar samþykkir að auglýsa nú þegar laust til umsóknar starf bæjarstjóra í Siglufirði með umsóknarfresti til 15. júní n. k.“ Bjarni Jóhannsson kvaddi sér hljóðs til að ræða tillög- una, og lagðist gegn henni. Ekki viðurkenndi Bjarni, að búið væri að gera sam- komulag um áframhaldandi samstarf meirihlutaflokk- anna næsta kjörtímabil, og féllzt á, að auðvitað væri Stefáni bæjarstjóra heimilt að sækja um starfið aftur, þó að það yrði auglýst. Hann féllzt lika á, að ráðn- ingartími bæjarstjóra væri á enda um leið og kjörtíma- bilið og starfið því laust. En þegar kom að rökstuðningn- um fyrir því, hvers vegna mætti alls ekki auglýsa starf ið, var eins og tungan þvæld- ist fyrir ihonum, og mun eng- inn viðstaddur hafa skilið, hvað hann átti við. Er slíkt óvenjulegt, því yfirleitt set- ur Bjarni mál sitt skýrt fram. Alþýðubandalagsmenn ein- ir greiddu atkvæði með til- lögunni, sex vom á móti, og Stefán bæjarstjóri sat hjá og brosti niður í bringu sér. Þessi afgreiðsla styrkir mjög þann grun, að meiri- hlutaflokkamir séu húnir að semja um óbreytt samstarf næsta kjörtímabil, ef þeir fá viðunandi útkomu úr kosningunum. Verði þeir hinsvegar fyrir tapi, komast þeir ekki hjá því að endur- skoða stefnu súia og taka til athugunar aðra mögu- leika um bæjarmálasam- starf. FÓLKSBlLASTÖÐ er tekin til starfa hér. Er hún til húsa í Aðalgötu 23, opin kl. 9— 23,30 alla daga, sími 715 55. Vísiskonsert Karlakórinn Vísir hélt söngskemmtun í Bíóhúsinu s. 1. sunnudag. Stjómandi var Geirharður Valtýsson. Ein- söngvarar voru SigurjónSæ- mimdsson og Guðmundur Þorláksson og stóðu sig báð- ir með prýði. Vísir er eitt af óskabörn- um bæjarins, stendur á gömlum merg og hefur oft- ast haft ágæta söngstjóra. Með tilkomu núverandi söng- Stjóra varð á starfi kórsins nokkur breyting, sem sum- ir vom smeykir við, en frammistaða hans sýnir, að þessi breyting var til bóta, enda mun kórinn nú vera í röð beztu kóra á Islandi. Hafi söngstjóri, einsöngv- arar og kórinn í heild þökk fyrir skemmtunina. Frettir af fundum bæjarstjórnar Frámhald af 2. síðu vegna skuldar er skal greið- ast á 7 árum. Ýmis skilyrði vom sett fyrir þessari nýju ábyrgð, m. a. að hlutafé félagsins verði minnst 2 millj., að bær- inn fái veð með uppfærslu- rétti næst á eftir 9,3 millj. áhvílandi skuldum á skipinu, að 10% aflaverðmætis verði lögð á biðreikning í Landsb. Islands á Akureyri, en þessi 6,5 millj. kr. skuld stendur þar; að skipið verði tryggt fyrir öllu kaupverðinu, 20 milljónum; að óheimilt sé að selja skipið eða hlutabréf félagsins án samþykkis bæj- arstjórnar. Hægt er að fá skipið af- hént strax næstu daga. — Abyrgðin var veitt með at- kvæðum allra bæjarfulltrúa. Tilgangur kaupanna er ihráefnisöflun fyrir frysti- húsið Isafold. Stjórn Hafn- ar h. f. hefur undanfama mánuði gert nokkrar til- raunir til þess að komast yfir skip, og er þess að vænta, að með þessum til- styrk bæjarins geti það nú loks tekizt. Með hliðsjón af þeim skilyrðum, sem bæjar- stjóm setti, og ekki síður hinu, að ungur og efnilegur skipstjóri, Arngrímur Jóns- son, mun fljótlega taka við skipstjóm á skipi félagsins, er ekki hægt að segja, að á- hætta bæjarsjóðs sé mikil af þessari ábyrgðarveitingu. MJÖLNIR _ 3

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.