Fylkir


Fylkir - 04.06.1965, Blaðsíða 2

Fylkir - 04.06.1965, Blaðsíða 2
2. FYLKIR Hvað getö tojarfulltrúar leyft jér! Magnús Magnússon bæjarfulltrúi skrifar grein í 9. tbl. Brautarinnar, sem hann nefnir: „Enn reiðist Guð- laugur“. Telur M. M. að mér hafi sárnað óraunhæfar og ósannar fullyrðingar hans um að coli-gerlar væru í vatni vatnsveitu bæjarins. Skal ég fús- lega játa, að þessi ágizkun hans er rétt, og er ég alveg sannfærður um, að ég á þar ekki einn hlut að máli. Bæjarbúum almenn, sem unna byggðarlagi sínu, hlýtur ávallt að sárna þegar það verður fyrir ómak legum árásum og vil ég í því sam- bandi enn skírskota til viðbragða bæjarstjórnar og almennings í Eyj- um gagnvart skrifum Nýrra vikutíð inda í vetur um kynsjúkdómafar- aldur í Vestmannaeyjum. Eg hygg, að enginn einasti bæjarbúi hafi vilj að mæla þeim skrifum bót frekar en umræddum skrifum M. M. um vatnsmálin í Brautinni. En í þessu sambandi hlýtur að vakna sú spurning. Hvað geta og hvað mega bæjarfulltrúar leyfa sér í skrifum sínum um bæjarmálin? Að sjálfsögðu hlýtur það ávallt að verða svo að fulltrúar flokka í bæjarstjórn og hver bæjarfulltrúi kunni að hafa mismunandi skoðanir á leiðum til úrlausnar á framkvæn d bæjarmálanna og mismunandi skoð- anir á ýmsum ákvörðunum bæjar- stjórnar. Annað væri óeðlilegt og jafnvel óheilbrigt stjórnmálalega séð, að minnsta kosti að því er full trúa lýðræðisflokkana varðar. En ég er sannfærður um, að almenning ur ætlast til þess af þeim mönnum, sem sýndur hefur verið sá trúnað- ur að vera kosnir í bæjarstjórn, að þeir gæti hagsmuna byggðarlagsins og vinni að hag þess, en noti ekki aðstöðu sína til að rýra gildi þess, eins og ég tel að M. M. hafi gert með umræddum skrifum sínum. Ef M. M. hefði sjálfur trúað því, að staðhæfingar hans um að vatn frá vatnsveitunni væri mengað coli- gerlum, bar honum bein skylda til sem bæjarfulltrúa að aðvara bæjar- yfirvöldin um þetta, sem þá að sjálf sögðu hefðu stöðvað sölu vatnsins, ekki einasta til neyzlu heldur einn- ig til fiskiðnaðarins, því vatn frá vatnsveitunni hlýtur óhjákvæmi- lega að komast í beina snertingu við hráefni fiskiðjuveranna. En M. M. kaus ekki að fara þessa leið, af þeirri einföldu ástæðu, að hann vissi þá þegar, að fullyrðingar hans voru ósannar, heldur kaus hann að reyna slá sér upp pólitískt séð með því að birta þær í Braut- inni„ sem ég tel óleyfilegt af hon- um sem bæjarfulltrúa og bæði van- hugsað og óheiðarlegt og fyrir það hef ég áfellst hann. Bæjarstjórn hótað. Og nú hefur það komið á daginn, sem óttast mátti, að skrif M. M. kunna að verða notuð til árása á bæjarfélagið út á við. Eins og áður hefur verið skýrt r — — — —------------------------- Framhald af 1. síðu. Helztu ókostir eru miklir orkuflutn ingar og þar með orkutöp, svo og að sölt vilja falla út við eiminguna og setjast á hitafleti, sem minnkar hitaleiðslu þeirra og gerir tíðar hreinsanir nauðsynlegar. Með í- blöndun efna, mest brennisteins- sýru, hefur þó á síðustu árum tek- izt að losna að mestu við þessar útfellingar, en það kostar nokkuð. Frystingaraðferðin hefur þessa galla í miklu minna mæli, orkutöpin eru minni, sem stafar af því, að til þess að frysta ákveðið magn af vatni er orkuflutningurinn ekki nema ca. 1/7 af því, sem þarf til að eima sama vatnsmagn. Orkutöp eru því að sama skapi minni. Útfellinga gætir einnig lítið sem ekkert við frystingu. Vinnslukostnaður verður því minni heldur en við eimingu. Undanfarna mánuði hef ég stað- ið í bréfasambandi við ýmis fyrir- tæki, sem framleiða tæki til vatns- vinnslu úr sjó víða um heim. Nokk- ur bréf með verð- og kostnaðarupp- lýsingum hafa þegar borizt, en ekki hefur unnizt ennþá að gera verð- samanburð á þeim, þar sem það er allmikið verk. Eg mun þó leitast við að gera lauslega grein frá nokkr um þeirra. Greinarbeztar upplýsing- ar sem enn eru komnar, eru frá Chicago Bridge and Iron Company í Bandaríkjunum, en þeir miða út- reikninga sína við stöð, sem ynni úr 3000 tonnum á dag. Þetta er ó- þarflega stór stöð, en framleiðslu- kostnaður mundi vera sambærileg- ur eða minni heldur en 2.100 tonna stöð, sem mundi nægja. Áætlun þeirra umreiknuð til okk ar aðstæðna verður sem hér segir: millj. kr. Vinnslutæki uppsett og prófuð 73,0 Byggingar 4,0 Undirstöður, sjóleiðslur að og frá stöð 6,0 frá lét bæjarstjórn ekki nægja að hnekkja áður áminnstum skrifum Nýrra vikutíðinda, heldur krafðist hún, að ritstjóri blaðsins yrði sekt- aður fyrir hin ósönnu ummæli sín um byggðarlagið. Það síðasta, sem gerzt hefur í því sambandi er, að þeir sem telja sig eiga að gæta hags muna Nýrra vikutíðinda, hafa sett sig í samband við forseta bæjar- stjórnar, Gísla Gíslason og Jóhann Friðfinnsson, sem gegnt hefur störf um bæjarstjóra í fjarveru minni, og viljað gefa þeim kost á að draga allar kröfur bæjarstjórnar til baka, gegn því að þeir birti ekki í Nýj- um vikutíðindum, það sem þeir nú hefðu í fórum sínum um Vestmanna eyjar. Þegar að var spurt hvað átt væri við, var svarið, að þeir hefðu í sínum höndum blaðið Brautina Stofnkostn. millj. kr. 83,0 Vinnslukostnaður pr. tonn, miðað við 3000 tonn á dag, 350 daga á ári. Afskriftir og vextir kr. 7,90 Viðhald og tryggingar — 1,66 Vinna — 0,90 Olía og rafmagn — 10,40 Annað — 0,44 Framleiðslukostn samt. kr. 21,30 á hvert tonn af vatni. Frá Baldwin-Lima-Hamilton Cor- poration í Bandaríkjunum hefur borizt lauslegt verð í tæki til stöðv ar, sem framleiðir 2.300 tonn á dag, að upphæð $ 600.000. Fært til okkar staðhátta yrði stofnkostnaður ná- lægt þessu: millj. kr. Vinnslutæki uppsett og prófuð 44,0 Byggingar 3,5 Undirstöður, sjóleiðslur o. fl. 4,5 Stofnkostn í millj. kr. 52,0 Katlar eru þarna ekki meðreikn- aðir. Fastakostnaður pr. tonn: Afskriftir og vextir kr. 6,45 Viðhald og tryggingar — 1,29 Vinna - 1,17 Samtals kr. 8,91 Um annan kostnað vantar mig tölur yfir, en ef hann er settur jafn þeim, sem hitt tilboðið gaf upp Kr. 10,88, verður framleiðslukostn- aður samtals kr. 19,79 pr. tonn + af- skriftir katla. Aqua-Chem Inc í Bandaríkjunum býður tæki til 3000 tonna stöðvar fyrir $ 825.000 uppsetta. Þeir gefa upp orkuþörf ca. 1/3 minni en Chi- cago bridge. Útkoman verður þó lít- ið betri, þar sem í þeirra tilboði er með greinum M. M. um coligerla í vatni vatnsveitunnar og vatnsbólinu í Herjólfsdal, sem þeir þá hafa hlot ið að meta enn verri fyrir byggðar- lagið, en hinar óraunhæfu fullyrð- ingar Nýrra vikutíðinda um kyn- sjúkdómafaraldurinn í vetur. Að sjálfsögðu svöruðu báðir framan- greindir aðilar því til, að engin hrossakaup kæmu til greina í þessu sambandi enda útilokað fyrir bæjar stjórn, að niðurlægja sig á þann hátt til þess að kaupa sig undan birtingu á umræddum skrifum M. M. Ef svo fer, að grein M. M. verður birt í Reykjavíkurblöðunum verður bæjarstjórn að sjálfsögðu að meta hvernig við verður snúizt, þegar þar að kemur. Guðl. Gíslason. hvorki reiknað með kötlum né bygg ingum. Ólafur Gíslason og Co. hefur gef- ið upp lauslega verð í 2.400 tonna stöð frá Englandi, £ 215.000. Umreiknað á sama hátt og áður, verður kostnaður við vinnslutækin uppsett og prófuð um kr. 47 millj. án bygginga. Engar upplýsingar liggja fyrir um vinnslukostnað. Um frystiaðferðir hef ég ekki ennþá fengið fullnægjandi upplýs- ingar. Stofnkostnaður virðist vera svipaður og fyrir eimingaraðferðir, hins vegar hefur eitt fyrirtæki gefið upp orkuþörf 11 KWST pr. tonn af vatni. Sé reiknað með Sogsrafmagni verður orkukostnaður þá um kr. 3,10 á tonn, sem er miklu minni en fyrir eimingu. Varla má þó búast við að framleiðslukostnaður með frystingu verði undir kr. 15.00 á tonn. Niðurstöður. Samkvæmt því, sem áður er sagt eru þessar athuganir ekki komnar svo langt að endanlegar niðurstöð- ur liggi fyrir. Hinsvegar liggur fyr- ir, að sambærilegur framleiðslu- kostnaður á vatni við vinnslu úr sjó er um það bil þrefaldur á við vatn frá landi. Ef ekki berast til- boð, sem raska þessu hlutfalli veru- lega, virðist einsætt að velja beri leiðslu frá landi. Liggur þá næst fyrir að gera til- raunaboranir í landi Bakka svo fljótt, sem auðið er. Reynist ekki unnt að finna nógu gott vatn þar, væri rétt að reyna boranir ofar á vesturbakka Markarfljóts. Beri þær heldur ekki árangur verði stefnt að því að afla vatns frá Syðstu-Mörk. Þegar þessi skýrsla Þórhals Jónss. hefur verið athuguð af bæjarfulltrú unum og frekari upplýsinga aflað, hlýtur bæjarstjóm að taka lokaár kvörðun nú í sumar um hvaða leið skuli farin, ef úr framkvæmdum á að verða á næsta ári.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.