Fylkir


Fylkir - 04.06.1965, Blaðsíða 4

Fylkir - 04.06.1965, Blaðsíða 4
Reykvíkingar vakna Síðari hluti leiðara Alþýðublaðs- ins 30. maí s. 1. ber fyrirsögnina „Fiskasafn”. Endar leiðari blaðsins á þessa leið: „Fiska og sjávardýrasafn gæti gegnt mjög þörfu hlutverki í sam- bandi við náttúrufræðikennslu í skólum, auk þess sem slík söfn gegna ómetanlegu hlutverki í þágu alls almennings. Rekum nú af okkur sly'ðruörðið og vindum að því bráðan bug að koma upp safni lifandi fiska hér í höfuðborginni eða grennd. Stofnun slíks safns er löngu tímabær og með öllu ástæðulaust að láta fram- kvæmdir dragast lengur en þegar er orðið.“ Þetta er eins og fyrr segir úr leiðara Alþýðublaðsins 30. maí s.' l. Án efa hefur ritstjórn Alþýðublaðs ins frétt um uppbyggingu fyrirhug- aðs safns lifandi fiska hér í Eyjum og telja ósæmilegt að höfuðborg landsins verði þar eftirbátur, og er að sjálfsögðu ekkert við því að segja. Þeir hafa sinn metnað fyrir sína borg eins og við höfum okkar metnað fyrir okkar bæ. En leiðari Alþýðublaðsins og rök þess eru stað festing á samþykktum bæjarstjórn- ár urh upþbyggingu fiskasafns í Vestmannaeyjum var rétt og raun- >\ hæf. Vestmimhaeyingar hafa áður gerzt brautrýðjendúr. Má þar nefna Bátaábyrgðarfélagið, sem er óum- deilanlegá • elzta vátryggingarfélag landsins og Björgunarfélagið, sem einpig er elzta félag sinnar tegund- ar á landinu og undanfari og for- dæmi hinnar skipulögðu björgunar starfsemi, sem nú hefur aðalbæki- stöð ,sína í höfuðborg landsins, og fleira mætti nefna, sérstaklega í sambandi við ýms félagasamtök út- gerðarmanná, sem fordæmi urðu útgerðarmönnum annarsstaðar. í sambandi við fyrirhugað náttúru og fiskasafn hér í Eyjum, skal ég geta þess, að uppbygging þess mið- ar áfram með eðlilegum hætti og standa vonir til að hægt verði að opna það almenningi til sýnis nú í haust. Persónulega læt ég mig litlu varða nagg einstakra aðila út í þetta fyrirtæki. Eg er alveg sann- færður um, að ákvörðun bæjarstjórn ar um stofnun þess var bæði tíma- bær og raunhæf og mun verða til menningarauka fyrir byggðarlagið. Eg sé af síðasta Framsóknarblaði að ritstjórn' þess mun hlakka mikið yfir að uppbýgging safnsins fari forgörðum. Stafar'þessi tilhlökkun blaðsins af því, að glerrúða hafi sprungið 'í einu fiskabúranna. Að sjálfsögðu tefur þetta ekkert fyrir framgangi málsins, en sannar okk- ur enn einu siniii,'' að of mikill sparnaður börgar slg sjaldnast. Á- gizkanir blaðsins um miiljóna-kostn áð eru áð Sjálfsögðu ýkjur, en þó mikil hógværð við fullyrðingar framsóknarmanna, sem í upphafir héldu því fram að stofnunin myndi kosta 40 til 50 milljónir króna, og miðuðu þá við það sem þeir töldu kostnað við fiskasafnið í Bergen. Annars var ég að bíða eftir skrif- um í Framsóknarblaðinu í svipuð- um anda og nú er fram kominn ,því eins og ég hef áður bent á, að þeg- ar Framsóknarblaðið byrjar að andæfa gegn framgangi mála eða að reyna að gera þau tortryggileg, er það orðin nokkuð öruggur mæli- kvarði á að rétt sé stefnt. Vona ég að svo fari einnig um andóf þeirra gegn uppbyggingu fiskasafnsins. Guðl. Gíslason. Bæjarfréttir. V_________ ________) Landakirkja. Guðsþjónustur: Hvítasunnudag kl. 10,30 f. h. og annan í hvítasunnu kl. 2 e. h. Séra Jóhann Hlíðar. Betel. Samkomur báða hvítasunnudag- ana kl. 4,30 e. h. Ræðumenn: Bræð- ur safnaðarins. Allir velkomnir. Ný rakarastofa. Laugardaginn 29. f. m. opnaði Ragnar Guðmundsson nýja og vist- lega rakarastofu að Bárugötu 5. Ragnar lærði iðn sína í Reykja- vik hjá Agli Valgeirssyni, en hef- ur búið hér í Eyjum um þriggja ára skeið. Fjallgöngur unglinga. Að undanförnu hefur mikið verið um það, að unglingar og jafnvel börn færu í fjöll til eggjatekju. Því miður hefur viðskilnaður þessa fplks eftir ferðir sínar um fjöllin oft verið ámælisverður. Það er t. d. algjörlega vítavert athæfi að skilja eftir bönd og lín- ur víðsvegar um björgin, sem óvit- ar fara svo að glepjast til að klöngrast eftir. Það er lágmarkskrafa til þeirra, er um björgin fara, að þeir bjóði ekki hættu heim, með því að skilja þannig við björgin. Þá hefur og verið nokkuð um það, að fugl svo sem fýll væri skot inn i berginu, þar sem hann liggur á eggi sínu. Slíkt háttarlag er svo fúlmann- legt, að orðum tjáir ekki að nefna. Sniábátar og trillur. Nokkuð er að færast hér í vöxt, Vorhdtíð Eyverja - F. U. 5. verðuir haldin í Samkomuhúsinu á hvítasunnudag. ..T] Barnaskemmtun kl. 4 e. h. Kvöldskemmtun kl. 8,30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Ávarp. 2. Logar leika og syngja. 3. Ómar Ragnarsson skemmtir. 4. Einleikur á píanó: Martin Hunger 5. Magnús Magnússon: Gamanvísur. Hlé. 6. Skemmtiþáttur: 5 Logar. 7. Hljóðfæraleikur: Arnór og Gísli. 8. Magnús Magnússon skemmtir. 9. Ómar Ragnarsson. 10. Lokadansinn: Logar leika. Kynnir er Áki Haraldsson. Dansleikur frá kl. 24 til kl. 4. Sala aðgöngumiða hefst á laugardag kl. 2—6 e. h. og hvítasunnudag kl.> 2 e. h. — Aðgangseyrir á barna- skemmtunina kr. 25. NEFNDIN. að menn eigi sér til gamans litla báta. Aðstaða fyrir slíka báta hér í höfninni er því miður næsta bág- borin. Óhreinindin eru þessum bátum sem öllum öðrum vægast sagt hvimleið. Þó kastar nú tólfunum þegar kemur til kasta barna og unglinga, sem stöðuglega hafa leik af að leysa bátana, brjóta upp vélarkassa þeirra og skemma að meira eða minna leyti. Virðist sem börn og unglingar geti átölulaust tekið hvaða smábát sem er traustataki og stjakað sér á þeim um höfnina, sem fleytur þessar væru eitthvert almennings fleytitæki. Hér er ekki einungis um stórvíta vert skemmdarstarf að ræða, held- er er samfara þessu stókostleg slysa hætta, sem bægja verður frá. Smábátasýli og lægi. Það er vissulega orðið tímabært, að smábátaeigendur myndi samtök til að koma hér upp smábátaskýli og þá um leið bóli. Einhverjum datt í hug ,að þetta mætti reisa inni á Eiði við gamla sundskýlið. Gaman væri að úr yrði, énda yrði að vænta aðstoðar og fyrirgreiðslu hafnaryfirvaldanna hér í því máli. Skemmtiferð Slysavarnadeildin Eykyndill hef- ur ákveðið ferð miðvikudaginn 23. þ. m. — Flogið verður að Kirkju- bæjarklaustri. — Allar nánari upp- lýsingar gefa Sigríður Magnúsdóttir sími 2004. — Anna Halldórsdóttir, sími 1338. — Elínborg Pétursdóttir, sími 1133. — Lilja Sigfúsdóttir, sími 1683. Ábyrgðarm.: Sigfús J. Johnsen. Vantar bifreiðarstjóra strax. • Olíusamiag Vestmannaeyja

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.