Fylkir


Fylkir - 14.05.1971, Blaðsíða 3

Fylkir - 14.05.1971, Blaðsíða 3
F-Hkir 3 VANDALA Framhald af 1. síðu. sóknarmenn hér í Eyjum hafa nú — að sögn — svarað flokks valdinu í Reykjavík á verð- ugan hátt, sjálfum sér og byggðarlaginu til sóma. Önnur vi'Jhorf. Karl Guðjónsson, frambjóð andi Alþýðuflokksins er gam aireyndur þingmaður og var hér á árum áður virkur í hags munabaráttu byggðarlagsins á Alþingi. En síðan hann flutti burt og til höfuðborg- arinnar hefur verið hljóðara um hann, þar sem málefni eyjanna hafa borið á góma. Þetta er skiljanlegt. Þó að sú taug, sem tengir hvern mann við uppruna sinn og æsku- byggð s’itni aldrei að fullu, þá cr reynslan sú, að á henni tognar til muna við langar fjarvistir. Önnur áhugamál, aðrir hsgsmunir og önnur lífs viðhorf skjóta upp kollinum. Karl Guðjónsson er nú ckki annað en Reykvíkingur, sem óimur vill sitja á Al- þingi. Hann vildi 'ekki lengur búa hér í Eyjum og þóttist sjá hag sínum og sinna betur borgið í Stór-Reykjavík. Lát- u.m Stór-Reykvíkinga um að gera óskir hans og vonir í þcssum efnum að veruleika í framtíðinni. Niður með Reykavíkurvaldið. Því er víða haldið fram, að þeir scm stutt hafa Fram- sóknarflokkinn og Alþýðu- flokkinn hér í bæ að undan- förnu, hafi nú margir hverj- ir hugsað sér að sýna forustu mönnum flokkanna í Reykja- vík, sð það sé ekki og verði ckki sigurstranglegt til kjör- fylgis í Suðurlandskjördæmi, að ganga framhjá hagsmunum j og réttmætum óskum Eyja- manna í sambandi við niður- röðun á listana. Sé þetta rétt, i er þess að vænta að margt þctta fólk hugleiði nú hvaða aðra ílokka því beri að kjósa, sem öðruvísi breyta, þannig að atkvæði þeirra komi byggð arlaginu og málefnum þess að sem beztum notum. Það eru Sjálfstæðismenn og j Alþýðubandalagið einir flokka, sem sýna sérstöðu Vestmannaeyja í kjördæminu þann skilning, að setja heima- menn í örugg sæti á fram- boðslistum við kosningarnar í vor; Guðlnug Gíslason og Garðar Sigurðsson. Ekki skörungur. Stjórnmálaferill Garðars Sigurðssonar er ekki langur. Hann hefur átt sæti í bæjar- stjórn á annað kjörtímabil og þótt þar fremur daufur og afskiptalítill um málefni byggðarlagsins; hefur venju- legast verið leiddur áfram af meirihlutafélögum sínum eins og svefngengill utan við tíma og rum. Spnrning' er hað. Stuðningsmenn hans telja hann fyrst og fremst eiga er- indi í fremstu víglínu stjórn- málanna vegna einstakrar um hyggju hans fyrir hagsmun- I um vinnandi fólks og einkum sjómanna. í fyrsta lagi er ekki vitað til að Garðar Sigurðsson hafi nokkurntíma tekið þátt í verkalýðsbaráttu á nokkurn hátt eða látið sig þau mál varða svo neinu nemi fyrr eða síðar. Það er enda ekki venja Alþýðubandalagsins að hampa þess háttar fólki um of. Eini Alþýðubandalagsmaðurinn úr verkalýðshreyfingunni, sem nú er i nokkuð öruggu fram- boði, er Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar. í öðru lagi hefur Garðar sjáffur afsannað framboðsaf- sökun stuðningsmanna sinna með afstöðu sinni í bæjar- stjórn, þegar Gísii Eyjólfsson, sem ekki þarf að kynna, sótti um léttara starf en hann hef- i r haft, vegna áfalls á hafi úti. Þá lét Garðar pólitíska útsjónarsemi framsóknar- manna fremur ráða ferð sinni, en réttmætimál, sem hefði getað breytt nokkuð ríkjandi sjónarmiðum til hagsbóta fyr ir sjómannastéttina alla í þessum bæ. Eigin orð. í þriðja lagi hefur Garðar Sigurðsson fellt lokadóminn í þessu máli. Það gerir hann í grein „Nokkur oi'ð um kj arab; ~áttuna“ í afmælisbl. Vcrkalýðsfélags Vestmanna- eyja 1969. Þar segir: „Fyrir- svarsmenn þessa félags hafa bcðið mér rúm í blaðinu, af mikilli kurteisi, líklega vegna I pólitískra afskipta minna að j undanfcrnu“. Hér er komið behit að kjarna málsins: G".rðar Sigurðsson ræðir og ritar rm verkalýðsmál vegna pólitískra afskipta sinna, en ckki pólitík vegna áhuga á verkalýðsmálum. Hér er VAL rc-yndar samankomin í einum punkti raunasaga verkalýðs- hreyfingarinnar á íslandi mörg seinustu ár. Ilin opinbera forsenda fyrir framboði og kjöri Garðars virðist nú fallin frá. Hver er hin raunverulega? Hverjir Eyjabúar munu græða á þingsetu hans fremur en dauð yflishættinum í bæjarstjórn- Þekking og velvild. Sjálfstæðisflokkurinn gefur Vestmannaeyingum enn á ný kost á að styðja fram til sig- urs í kosningunum í vor Guðlaug Gíslason alþingis- mann og fyrrverandi bæjar- stjóra um árabil; þann mann, sem líklega á manna stærst- an þátt í því að Vestmanna- eyjakaupstaður er það, sem hann er í dag; þann mann stm aldrei hefur legið á liði sínu til framdráttar hags- munamálum byggðarlagsins. þó að þakklætið hafi stund- um ekki legið í avgum uppi. Auk Guðl. Gíslasonar eru á | lista flokksins þeir menn, sem þekktir eru fyrir vel- viija í garð eyjanna. Ber þar fyrst og fremst að nefna Ing- ólf Jónsson ráðherra, sem allir Eyjabúar þekkja að góðu einu. Fram skal halda. Sjálfstæðisflokkurinn bend- ir á, að næstliðið 12 ára tíma bil undir stjórnarforustu sjálfstæðismanna, hefur þrátt fyrir misjafnt árferði til lands og sjávar verið eitt blómleg- asta framfaraskeið í sögu þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn veit og viðurkennir, að enn er við ýmsa örðugleika að etja. Margt er enn ógert. En hann heitir því, að vinna fram vegis sem hingað til heill og óskiptur að þeim verkefnum, sem framundan bíða úrlausn- ar, með hagsmuni allra stétta — allra landsmanna að leiðar ljósi. Hvert það atkvæði, sem til flokksins fellur í komandi kosningum, mun auðvelda honum þetta starf og um leið færa þjóðina feti nær áfanga strð í félagslegu, menningar- legu og efnalegu tilliti. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOö Vestmannaeyingar Hvers vegna ekki að spara 8 - 33,3 ' á Ijósashillingum og bílavið- gerðum. Bílaskemman, Vestmannaeyjum veitir félagsmönnum F.Í.B. 33,3% afslátt af Ijósastillingum og 8% af bílaviðgerðum. Bílaver Vestmannaeyjum veit- ir félagsmönnum F.Í.B. 8% af- slátt af bílaviðgerðum. Umboðsskrifstofa vor er í Dríf- anda 4. hæð. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. Ijálp Hjálp! Mig vant-ar herbergi strax, Siggi Vídó, sími 1361. Flugfíldjiið hðupi oird þotu. Þann 3. maí s. 1. voru und- irritaðir samningar milli Flug félags íslands og Grant Ava- tion Leasing Corporation, Pennsylvania í Bandaríkjun- um, um kaup Flugfélags Is- lands á þotu af gerðinni Boeing 727 -400 C. Hin nýja þota er af sömu gerð og hef- ir sama útbúnað og „Gull- faxi”, sem Flugfélagið á fyrir. Nýja þotan er væntanleg til íslands laust eftir miðjan þennan mánuð. Boeing 727 þotan, sem Flug félagið hefir fest kaup á hef- ir sæti fyrir 119 farþega. Hún er búin stórum vörudyrum, sem gerir flutninga á þar til gerðum vörupöllum eða í geymum (containers) mögu- lega. Hún er knúin þrem for þjöppuhreyflum, sem hafa 16 þúsund hestafla orku saman- lagt. Flughi'aði er um 960km í 10 þús. km. hæð. Flugþol þotunar með fulla hleðslu svarar til vegalengdarinnar milli íslands og Washington D.C. Nú er unnið að smá- vægilegum breytingum á þot- unni, svo og málun í litum Flugfélagsins. Einnig fer fram gagngerð skoðun áður en af- hending fer fram. Hin nýja þota, sem Flug- félag íslands hefir nú keypt, var afgreidd frá Boeing verk- smiðjunum í febrúar 1968 og er því átta mánuðum yngri en þotan, sem Flugfélagið á fyrir. Henni hefir verið flogið í rúmlega 6 þúsund klukkustundir. Til samanburð ar má geta þess, að „Gullfaxi" hefir flogið tæplega í 9000 klst.. Kaupverð hinnar nýju þotu er mjög hagstætt, kr. 255 millj. Þar af greiðir Flugfélag íslands 15% við móttöku og eftirstöðvar á sjö árum. Innifalið í kaup- verði er nokkurt magn vara- hluta. Ekki er um ríkisábyrgð eða bankaábyrgð að ræða í sambandi við þessi kaup, en seljandi telzt skilyrtur eig- andi þar til samningsákvæð- um hefir verið fullnægt. Þotan verður afhent Flug- félagi ísland í Dallas, Texas um eða uppúr 15 maí. Hún er væntanleg til íslands nokkrum dögum síðar. JÓN HJALTASON Hæstarétarlögmaður 5krifstofa: DRÍFANDA við 'árugötu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laug- ardaga kl. 11-12 f. h

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.