Fylkir


Fylkir - 08.10.1977, Blaðsíða 2

Fylkir - 08.10.1977, Blaðsíða 2
fylkir Ritstj. og ábm.: Björn Guðmundsson. Pósthólf 116. — Vm. Afgr. og augl.: Símar: 1344 og 1129. Utgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum. Prentun: Prentsmiðjan Eyrún hf. Qlöfnin Allir vita að höfnin er lífæð þessa bæjarfélags. Um það þarf ekki að eyða fleiri orðum. Hitt væri ef til vili orð í tíma töluð, ef vikið væri fáum orðum að því hvernig ástand hafnarinnar er í dag og gera sér grein fyrir stöð- unni. Eftir náttúruhamfarirnar 1973 má segja að höfnin sem slík hafi batnað að miklum mun, það er, að þegar í höfnina er komið er hún kyrr og lygn, hin aldagamla barátta við brim, sjávarsog og ókyrrð er nánast úr sög- unni. Skip og bátar eru virkilega í vari. Hitt er svo, að þegar að inn í höfnina sjálfa er komið vantar mikið á að eðlileg þjónusta við skip og sæfarendur séu fyrir hendi. Hefur átt sér stað sorglegur séinagangur og stundum jafnvel tómlæti og skilningsleysi á þörfum þeirra er um hafnarsvæðið fara og þýðing hafnarinnar fyrir mann- og atvinnulíf bæjarfélagsins. Má margt týna til þessu til áréttingar, seint hefur gengið með malbikun hafnarsvæð- isins, aðstaða til að fá rafmagn úr landi til skipa er í lágmarki, viðgerð á skemmdum á hafnarmannvirkjum er ekki sinnt, og svo ■ mætti lengi telja, en eitt er þó eftir og ef til vill það alvarlegasta og það er að dýpkun hafnarinnar hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Höfnin virðist alltaf vera að grynnka og a.m.k., hvað varðar stærri fiskiskip, vart skipgeng. Nú veit ég að einhverjir segja að ekki sé hægt að gera allt í einu, hægar sé um að tala en í að komast og fjárs sé vant. Allt kann þetta að vera satt, en þá má benda á sumar framkvæmdir geta ekki beðið og menn hafa blátt áfram ekki efni á að láta þær dragast á lang- inn. Svo er með dýpkun hafnarinnar. Hvað þetta er aðkallandi er rétt að vekja athygli á, að vetrarloðnuvertíðin er framundan. Pessar veiðar stunda í vetur fleiri og burðarmeiri skip en áður. Mörg þessara skipa fljóta blátt áfram ekki um höfnina nema við bestu aðstæður. Okkar stærstu og afkastamestu skip eiga í erfiðleikum með að athafna sig. Slæmt er til þess að hugsa ef að stærstu skipin yrðu að sigla framhjá Eyjum af því að ekki er nóg dýpi innan hafnar. Hvað hér er í húfi má best marka af því að í ver og einn loðnufarmur stærri loðnuskipanna gefur þetta frá 1 millj. og upp í allt að 3 millj. í bæinn aðeins í hafnar- gjöld og vinnulaun, — fyrir nú utan allt hitt. Og ef að við nú stöndurp frammi fyrir því að þessi verðmæti fljóti fram hjá okkur af því að dýpi skortir innan hafnar þá er sannarlega kominn tími til þess að hefjast handa með skjótari og betri vinnubrögðum en hingað til hafa viðgengist. Björn Guðmundsson. 8886868888868888888888888688888888888888888886***88888888*****»!»******» * * * 86 * 86 1 | 1 TÓNUSTABSKÓUNN 1 * 86 * * 98 98 Innritað verður í Arnardrangi, mánudag og | | þriojudag, 10. og 11. okt. n.k. frá kl. 16 — 18. | 98 98 * Skólastjóri, | SS (v 98 « * * * * æ****ææææ»»»**»»»****»*»**************»»***» FASTEIGNA* MARKAÐURINN Nýr sölulisti vikulega. SkrUitah Vm.: Bárnc. *, 2. heð ViðUlstíml: U.30—19, miðvlkud. —<8stadi(s. Sfmt ÍMT. Skrltitofa Rvík: Guðwtrcti 1S. VlðUlstiml: Mánodaca Of þrlðjo. dao. — Simt UMI. JÓN HJALTASON, hrl. FRÁ BOKASAFNI ORÐSENDING Til áhugafólks um bindindis- mál. Sunna sem er bindindisfélag fyrir fullorðna og Eyjarós sem starfar fyrir börn, óskar eft.ir fólki til aðstoðar við vetrar- starfið. Fundartími er á mánu- dögum kl. 8 e.h. fyrir fullorðna og barnastarfið á laugardögurn kl. 5 e.h. Upplýsingar í síma 1167. K.F.U.M FUNDIR 0G SAMKOMUR Vegna fyrirspurna um opn- un safnsins er þess að geta, að afgreiðslu hillubúnaðar o.fl. hefur seinkað mjög, en er loks væntanlegur eftir um það bil hálfan mánuð. Pá er ýmiskon- ar frágangi í húsinu ekki lok- ið. Bókasafnið verður opnað þegar. aðstaða leyfir, og þá aug- lýst m.a. í bæjarblöðunum. Drengir yngri — Mánud. 17.30. Drengir eldri — Fimt.d. 20.00 Saumaf. yngri — Fimt.d. 17.30 Saumaf. eldri — Mánud. 19.30 ★ Almennar samkomur kl. 20.30 á föstudaginn, Krist,niboðssam- koma á laugardaginn og vakn- ingarsamkomur á sunnudag. Allir velkomnir. VÉLA — TENGI mm i-L Sta1!««y]<g(mr tíSxroæsfflini & ©ffl «ívkj*v,k.ichand VESTUSGOTU 16 - SÍMAR 14660 - 21480 - POB 605-TEiEX, 2057 STURIA IS TENGIÐ ALDREI STÁL í STÁL * * * * * * * * » * Qrt QO Qrt QO QP TiflðilniTiiTimrai EYVERJAR Aðalfundur Eyverja fyrir árið 1977 verður hald inn 26.o kt. n.k. Verður hann nánar auglýstur síðar. FRAMBOÐ TIL TRÚNAÐARSTARFA, skv. 8. gr. Félagstala ska! skilað í Pósthólf 166, Vm, merkt „AÐALFUNDUR”, fyrir 15. okt. n.k. Stjórn Eyverja. 86»**********»*»»*»**í*****æææææ *

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.