Fylkir


Fylkir - 10.11.1983, Blaðsíða 2

Fylkir - 10.11.1983, Blaðsíða 2
2 FYLKIR y Sf Ritstjori og ábm.: Georg Þór Kristjánsson tjlL/. Auglýsingar: Sigríður Magnúsdóttir Dalavegur mal- 0^ © 1077 Upplag: 3000 bikaður næsta vor Útgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum ^ Tölvusetning og offsetprentun: Eyrún h.f. Vm. / 25. Landsfundur Sjálfstæðísflokksíns Landsfundurinn hófst með glæsilegri setningu í Há- skólabíói 3. nóvember s.l. með ræðu Geirs Hall- grímssonar formanns flokksins. Þá strax sást hvert stefndi með framhald þingsins, því ræða Geirs Hallgrímssonar var í senn stórfenglega vel upp sett og flutt af skörungsskap. Engum sem í Háskólabíói var duldist að þarna var saman kominn hópur fólks, sem myndi þjappa saman þeim ólíka hóp sem hefur flykkst saman undir merki Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðis- flokkurinn, sem saman stendur af fólki úr öllum stéttum landsins, stórum sem smáum. Fulltrúar þessa flokks, alls staðar af landinu voru þarna saman komnir til þess að bera saman bækur sínar og marka stefnu flokksins í framtíðinni, þó svo að tvö megin atriði í upphaflegu stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins væru höfð í fyrirrúmi, þau eru: Sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar og frelsi einstaklingsins. Málsmeðferð, hvort sem hún var í málefnanefndum eða á sameiginlegum fundum Lands- fundarins endurspeglaði þetta hugarfar að viðbættri einingu og samheldni. Já, eining og samheldni voru aðalsmerki þessa 25. Landsfundar. Sú ósk andstæðinga flokksins um óeiningu og sundrungu var eins og fjarlægt hugskot sem heyrði fortíðinni til, hafi hún þá einhvern tíma verið til í Sjálfstæðisflokknum. Án efa var stærsta stundin á Landsfundinum kosning formanns og varaformanns. Þar ríkti í raun og réttu eina spennan og eftirvæntingin á fundinum. I kjöri voru þrír ungir og miklir mann- kostamenn, sem þekktir eru af glæsileika og málefna- legum málflutningi í hvívetna. Þarna var úr vöndu að ráða fyrir marga fulltrúana á þinginu en þegar upp var staðið, stóð Þorsteinn Pálsson alþingismaður Suður- lands sem sigurvegari, glæsilegur sigurvegari. Sigur Þorsteins Pálssonar var glæsilegur, svo glæsilegur að fáir þorðu að spá í slíkt, í upphafi. En þær móttökur og fagnaður sem fylgdi í kjölfar úrslitana sýndi svo ekki var um villst, að landsfundarmenn höfðu í einlægni kosið þann mann, sem það treysti best til þess að fara með forystu í Sjálfstæðisflokknum og móttökurnar sem Þor- steinn fékk sýndu að sjálfstæðismenn munu af einhug fylgja þessum nýja foringja sínum. í framhaldi af þessari kosningu var kosið í stöðu varaformanns. Þar gaf Friðrik Sophusson kost á sér sem varaformaður og hlaut hann glæsilega kosningu, nær öll greidd atkvæði. Sýnir þetta betur en nokkuð annað bræðralag og samhug sem ríkir í Sjálfstæðisflokknum. Einhver hefði farið í fýlu og hlaupið út undan sér, en Friðrik kórónaði þarna glæsilegan Landsfund Sjálfstæðisflokksins. Það fara einhverjir í fýlu út af þessum Landsfundi, en það verða ekki sjálfstæðismenn, heldur andstæðingar hans og vonandi verður fýla þeirra mikil í framtíðinni þegar þessir tveir nýkjörnu forystumenn leiða Sjálf- stæðisflokkinn til nýrra og glæsilegra sigra og framtíð flokksins er björt og glæsileg. Georg Þór Kristjánsson. GOÐUR Rll l A S ANNGJÖRNU VERÐI Viltu fá góðan bíl á sanngjömu verði: Volvo árgerð 1971 í góðu standi. Upplýsingar í síma 1077. Eyjabúar hafa verið mjög ánægðir með þær malbikunar- framkvæmdir, sem ráðist hefur verið í bæði nú í sumar og s.l. sumar. Eins og kunnugt er var gert stórt átak í sumar varðandi malbikun vegarins frá Hásteini og að Hraunhamri, en sá vegur var einmitt malbikaður s.l. sumar, þrátt fyrir að hann hefði ekki verið á framkvæmda- áætlun það ár. Mikið hefur verið unnið í því, að einnig væri hægt að ná því að malbika Dalaveg á þessu ári. Því miður tekst það ekki í ár en vegurinn verður malbikaður strax næsta vor. Á fundi bæjarráðs s.l. mánu- dag var eftirfarandi bókað varðandi þetta mál: „Vegna dráttar á fjármögnun til endur- greiðslu á þegar útlögðum kostnaði bæjarsjóðs við mal- bikun Stórhöfðavegar, er ljóst að ekki verður hægt að hefja malbikun Dalavegar fyrr en næsta vor. Einnig er kominn sá árstími, sem ekki er heppilegur til mal- bikunarframkvæmda, en öll undirbúningsvinna við Dalaveg þ.m.t. mælingavinna nýtist að fullu, þrátt fyrir tafir á fram- kvæmdum.” —S.J. Siglfirðingarnir ásamt Sigga í Engey klikkuðu ekki í atinu Haust- happdrætti Sjálfstæðis- flokksins er nú á lokaspretti. Dregið verður n.k. laugardag, 12. nóv. Það er til mikils að vinna, nú sem endranær. Aðeins er dregið úr seldum miðum. Þeir, sem eiga miða á bilinu nr. 91800 til 94500 eiga samkvæmt fyrri reynslu, mikla vinningsvon, ef þátttakan verður góð og röðin slitnar ekki. Miðar fást enn í lausasölu á skrifstofunni. UTBOÐ Lifrarsamlag Vestmannaeyja óskar eftir til- boðum í að byggja c.a. 230 ferm. geymsluhúsnæði á lóð sinni við Strandveg. Verkinu skal lokið 15. apríl 1984. Væntanlegum bjóðendum er bent á að panta útboðsgögn á skrifstofu Páls Zóphoníassonar, tæknifræðings, að Kirkjuvegi 23, sími 2711. Útboðsgögn verða síðan afgreidd þar frá og með mánudeginum 7. nóvember, gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu minni að Kirkjuvegi 23, þriðjudaginn 15. nóvember kl. 17:00, að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess ósks F.h. Lifrarsamlags Vestmannaeyja, Páll Zóphoníasson, tæknifræðingur. Framhaldsskólinn í V estmannaeyjum Innritun nýrra nemenda fyrir vorönn 1984 fer fram á skrifstofu skólans nú í nóvember. Skrif- stofan er opin virka daga kl. 9-12 og 13-15. Skólameistari. Hjá okkur getið þið pantað sérsmíðað hurðarmerki, bóka- stoðir, pennastatíf og merki eftir ljósmyndum. Merkin eru unnin úr basalti, hrafntinnu og fleiri náttúru- steinum. Líttu inn og skoðaðu verð og myndir. Kjami s/f Gisting og salarkynni tyrir veislur og fundarhöld S 1420 \ EITINGAS I Af)L RINN SKÚTINN KIRKJLMGI 21 S 1420 Hiirður Adólfsson heima S 1629

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.