Fylkir


Fylkir - 10.11.1983, Blaðsíða 4

Fylkir - 10.11.1983, Blaðsíða 4
4 FYLKIR Þegar þetta er ritað hefur botninn dottið að mestu leyti úr allri síldarvinnslu. Þrátt fyrir það er búið að salta meira af síld en oft áður hér í Eyjum. S.l. sunnudagskvöld var ósaltað í 60 þús. tunnur af þeim samn- ingum sem gerðir hafa verið, það er því ljóst að þegar þetta birtist á prenti er sennilega verið að salta í síðustu tunn- urnar. Pá ætti síldin að fara að streyma hingað aftur, en hér er mesta afkastageta í frystingu. Óli Pétur gaf sér tíma til að komast á séns Jói Weihe og Stebbi Ágústs, yfirsaltblandarar Feir Eyjabátar sem eru búnir með síldarskammtinn eru: Gullberg, Huginn, Sighvatur Bjarnason og ísleifur. Þegar þetta er skrifað hafa þær fréttir borist að Guðmundur sé á leiðinni með restina af sínum kvóta, 230 tonn, og Heimaey hafi fengið gott kast austur við Papey og Sigurfari með 110 tonn. Aðrar fréttir í Verinu eru af skornum skammti, því annað hvort er hér allt á öðrum endanum eða ekki neitt að ske. Mjög lélegt hefur verið hjá togurunum, svo ekki sé meira sagt. Bergey á að koma inn í dag með c.a. 60 tonn. Að lokum birtum við lista yfir söltunarstöðvar. Söltun á miðnætti 09/11 ’83, og var skipting söltunar eftir- farandi eftir stöðum: Siglufjörður 663 Ólafsfjörður 630 Vopnafjörður 1.615 Borgartjörður 51 Seyðisfjörður 9.244 Norðfjörður 6.084 Eskifjörður 15.235 Reyðarfjörður 4.609 Fáskrúðsfjörður 9.350 Stöðvarfjörður 172 Breiðdalsvík 3.042 Djúpivogur 9.036 Hornafjörður 16.726 Vestmannaeyjar 11.983 Þorlákshöfn 10.843 Grindavík 32.465 Keflavík 5.175 Hafnarfjörður 25 Reykjavík 1.858 Akranes 6.743 14. nóvember n.k. verða 20 ár liðin síðan Surtseyjargos hófst. Það var Óli Vestmann sem var um borð í ísleifi II. sem fyrstur varð gossins var. Surtsey hefur verið paradís vísindamanna frá upphafi. Þar hafa þeir fundið svör við mörgum ósvöruðum spurningum vísindanna. Fyrsta skóflustungan að nýjum Reynistað í Lautinni var tekin laugardaginn 22. okt. s.l. með pompi og prakt. Þeir félagar á Reynistað, Alli og Geir, ætla að reisa sér 480 fermetra húsnæði á 2 hæðum, nálægt fornu ættarsetri. Fylkir óskar þeim velfarnaðar í starfi og leik. FYRIRTÆKIÐ HASLAR SÉR VÖLL Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU Á þessu ári eru 10 ár liðin frá því að fyrirtækið E.P.-innréttingar hóf starfsemi sína í Sælahúsinu við Strandveg, eða í september 1973. Fyrirtækinu hefur vaxið fiskur um hrygg á þessum áratug, árið 1974 var hafin bygging verkstæðishúss að Flötum 25. 700 fermetra hús búið öllum algengum vélum og tækjum sem tilheyra starfseminni og auk þess mjög fullkomin spónsugutæki, Iökkunar- aðstaða (lakkbox), kantlímingarvél sem skilar 35 m á mínútu af fullunnum kanti. Eg spjallaði við inanninn á bak við nafnið E.P.-innréttingar, Erlend Pétursson húsasmíðameistara. Á VERTÍÐ MEÐ BJARNHÉÐNI Eg kom hingað til Eyja í fyrsta skipti á vetrarvertíðina 1970 og var þá með Bjarnhéðni Dæmi um innihurðir frá E.P.-innréttingum Elíassyni á Elíasi Steinssyni, þá nýbúinn að ljúka námi í húsa- smíði. Raggi í Steini var þá stýrimaður hjá Bjarnhéðni og það verkaðist þannig til að lokinni vertíðinni að ég reisti hús fyrir Ragga. Fleiri hús fylgdu í kjölfarið m.a. fyrir Eiðsa Nóa, Væja og fyrir Helga í Bílaver (Eyrún), Þetta varð til þess að ég settist hér að og er enn að. Hjá mér hafa lært 10 smiðir, sannkallaðir völundar og við fyrirtækið starfa nú 12 starfsmenn. ÞRÍÞÆTT STARFSEMI Nú má segja að starfsemi fyrirtækisins sé þríþætt. Verk- stæðið að Flötum 25 og verk- efni tengd því, hin almenna mannvirkjagerð s.s. upp- steypun húsa og annað slíkt og AEG-umboðið sem við erum með. Eins og áður er getið er verk- stæðið búið mjög fullkomnum tækjum sem gerir það kleift að framleiða vöru með betri vinnubrögðum og hagstæðara verði en gerist og gengur eins og aukin eftirspurn eftir E.P.- innréttingum getur borið vitni um. Er nú svo komið að E.P. er með fastan starfsmann á Stór- Reykjavíkursvæðinu við upp- setningu á innréttingum. B-ÁLMA BORGARSPÍTALANS Fyrirtækið hefur haslað sér völl á þessurn stóra markaði en stærstu verkefnin í Reykjavík eru að sögn Erlendar innrétt- ingar í B-álmu Borgarspítalans og innréttingar í Hagaskóla. Þessi stóru verkefni hafa verið boðin út og höfum við fengið þau vegna þess hve tilboð okkar hafa verið hagstæð. Er- lendur sagði það stefnu fyrir- tækisins að gera öllum við- skiptavinum föst verðtilboð, enda höfum við sýnt að á þeim vettvangi erum við sam- keppnisfærir. „Hefur orðið aukning í sölu innréttinga hér í Eyjum?”. Já, það hefur orðið mikil aukning hér heima, kemur þar einkum tvennt til. Ef viðskipta- vinur kaupir innréttingar hjá E.P. og AEG heimilistæki gefur fyrirtækið sérstakan af- slátt og greiðslukjörin eru við allra hæfi. í annan stað þá er dýrt að flytja stórar innrétt- ingar og tryggja, sennilega má ætla viðbótina 10-14%. Ég er sérstaklega þakklátur fyrir þær undirtektir sem þessi þjónusta hefur fengið. HAMARSSKÓLI 1. ÁFANGI B. Ég spurði Erlend, hver væru helstu verkefni útivið? Það sem ber hæst er bygging 1. áfanga B. við Hamarsskóla. En þar er um að ræða 1100 fermetra á tveimur hæðurn. Verkið hófst seinnipart ágústmánaðar og er unnið samkvæmt tilboði. Áætlað er að ljúka þessum verkþætti, sem er að koma húsinu í fokhelt stand og tilbúið að utan, í apríl 1984, ogendan- legan frágang í maí 1984. Búið er að steypa upp tvær hæðir verslunar Gunnars Ólafssonar & Co við Strand- veg, um það bil 700 fermetrar. Er verið að ganga frá þaki húss- ins urn þessar mundir. Erlendur sagði að hugur sinn stefndi til þess að koma sér upp góðum verkfærum til byggingar stærri húsa og mannvirkja. Fyrsta skrefið var kaup á afkasta- miklum byggingarkrana sent stendur við Hamarsskólann og drög hafa verið lögð að kaupum á nýjum steypumótum sem henta rnunu vel í öll stærri verkefni, mótin ntunu spanna 4 metra lofthæð. E.P. — AEG Ég spurði Erlend, hvers vegna hann hefði tekið AEG umboðið? Ég átti satt best að segja ekki von á því að þetta umboð yrði stór biti eða tæki mikinn tíma, en það hefur komið í ljós að fólk kann vel að meta það að hægt er að kaupa allt í eldhúsið Dæmi um innréttingu frá E.P.-innréttingum á einum og sama stað, inn- réttingar og heimilistæki. Af- greiðsla AEG er á Flötum 25 og höfum við þar öll heimilis- tæki auk verkfæra. GÓÐUR MANNSKAPUR Um framtíðina var Erlendur mjög bjartur, sagði mikið bókað fram í tímann, viðskiptin færu vaxandi bæði á verk- stæðinu sem öðrum þáttum fyrirtækisins. Elli sagði, að þó 10 ár væru ekki langur tími þá væri rnikið vatn runnið til sjávar frá því að Gummi á Laugar- landi hafi byrjað að vinna hjá honum, þá var eina verkfærið sem fyrirtækið átti naglabyssa svo Gummi varð að telja naglana sem skotið var. Síðan hafa unnið hjá mér öndvegis- menn sem eiga sinn stóra þátt í velgengni fyrirtækisins. Um- setningin er meiri og fjöl- breytnin en áður, enda minnir Gummi á Laugarlandi mig oft á það þegar við hittumst að naglabókhaldið hafi ávallt verið í lagi, því séu hlutirnir enn í lagi. —Ásm. Fr.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.