Fylkir


Fylkir - 10.11.1983, Blaðsíða 3

Fylkir - 10.11.1983, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 Framsóknarblaðið leiðrétt Framsóknarblaðið kom út í síðustu viku. í þessu blaði er m.a. sagt frá því, að vatnsveitan hafi bilað. Nú skyldi maður ætla, að frásögn af slíkum atburði gæti verið nákvæm. Því miður reyndist svo ekki vera. Ákafinn í að reyna að koma höggi á núverandi meirihluta er svo mikill að ekki einu sinni frétt í blaðinu getur verið sannleikanum samkvæmt. Úrklippa úr Framsóknarblaðinu er hér birt með svo lesendur Fylkis geti séð, hvers konar blaðamennska er stunduð á bæ Framsóknar. Vatns- veitan bilaði Eins og bæjarbúar vita, bilaði vatnsveitan um síð- ustu helgi og var biluð í nokkra daga. Að sögn, þótti ráðamönnum í bænum það alltof dýrt að nánast bruðl að láta vinna að viðgerð vatns- veitunnar á næturvinnutaxta svo það dróst að hefjst handa við viðgerðina. Þessi nýja sparnaðarstefna kom svo þannig út, að hætta varð vð að salta síld í einu húsanna, fyrir utan önnur óþægindi, er bæjarbúar höfðu af þessari bilun. Þorbjörn Pálsson og Andrés Sigmundsson hafa oft vakið athygii fyrir mál- flutning sinn og blaðaskrif. Hafa þeir skapað sér algera sérstöðu svo að Sveinn Tómasson sem ásamt þeim tveim skipar minnihluta bæjarstjórnar hefur séð sér þann kost vænstan að kannast sem minnst við mál- flutning þeirra Þorbjarnar og Andrésar. Þá er greinilegt að fá flokkssystkini þeirra kump- ána hafa áhuga á að taka þátt í þeirri pólitík sem þeir beita. Þannig skrifar enginn með Þorbirni í Brautinni, nema einstaka sinnum M.H.M. og í Framsóknar- blaðinu sjást einstaka greinar eftir varafulltrúann á Esso, uppistaðan eru gamlar greinar úr Tímanum. Ný leiktækja- stofa Óskar E. Óskarsson hefur sótt um leyfi til að starfrækja leiktækjastofu að Strandvegi 75. Opnunartími verður til kl. 22:00 eins og Lögreglusam- þykkt Vm. kveður á um. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum fyrir sitt leyti leyfið, enda verði starfsemi stofunnar að- greind frá öðrum rekstri í húsinu. * Afram ÍBV Fyrir stuttu boðuðu forsvars- menn knattspyrniliðs ÍBV til blaðamannafundar. Gerðuþeir þar grein fyrir útkomunni í sumar og töldu allar líkur á því, að lið IBV kæmi til með að leika í 2. deild næsta sumar. Óþarfi er að rifja hér upp ástæður þess. Á fundinum kom fram, að Einar Friðþjófsson hefur verið ráðinn þjálfari liðsins. Undirskriftalistar voru lagðir fram, en yfir 1500 Vestmanna- eyingar skrifuðu undir áskorun til Ieikmanna og annarra for- ráðamanna liðsins að standa nú þétt saman og vinna að því að endurheimta sætið í 1. deild. Áhugi fyrir knattspyrnu hefur ávallt verið mikill hér í Eyjum. Vissulega er það áfall að lið okkar komi til með að leika í annarri deild næsta sumar, en það er alveg klárt, ef allir leggjast á eitt þá verður sú viðdvöl ekki lengur en næsta sumar. Það kom fram hjá forráða- mönnum ÍBV að næsta sumar getur orðið dýrt fjárhagslega, en þeir hafa ýmislegt á prjón- unum til að ná í aura, þannig að ekki strandi á þeim málum. Einnig hlýtur bæjarsjóður að koma til með að styðja vel við bakið á liðinu. Það er örugglega sameigin- legt mál leikmanna og annarra Vestmannaeyinga að vinna að því af krafti að næsta sumar verði sumar ÍBV. —S.J. Ekki einu sinni stutt frétt í Framsóknarblaðinu getur verið sannleikanum samkvæm, eins og sést af upplýsingum sem fram voru lagðar í bæjarráði. Bæjarráð sá ástæðu til að bóka um þetta atriði á fundi sínum s.I. mánudag. Eftirfarandi bókun var gerð: „Vegna skrifa í Framsóknarblaðinu, sem út kom 4. nóv. s.l. varðandi bilun á vatnsveituæð á Landeyjarströnd upplýsti bæjar- stjóri, að tjón hefði orðið á asbeströri og það tilkynnt til Eyja að kvöldi sunnudags 30. okt. s.l. Viðgerð var lokið kl. 11:30 að morgni mánudags 31. okt. s.l. Starfsmaður Vatnsveitunnar í landi hefur fyrirmæli eins og ávallt áður að hefja viðgerðir eins fljótt og mögulegt er hverju sinni.” —S.J. „iiilU Allar gerðir af gardinukoppum SJÓMENN Myndbandadreifing Sjómannasambands ís- lands er á skrifstofu Sjómannafélagsins Jötuns Skólavegi 6. Opið alla virka daga frá kl. 2-4. Á myndböndunum er fræðsluefni og skemmti- efni. Snældurnar eru lánaðar endurgjaldslaust. Sjómannatelagið Jötunn. VESTMANNAEYJABÆR Félagsstarf aldraðra Fimmtudaginn 10. nóv. 1983 kl. 20:00 verður félagsvist o.fl. á Hraunbúðum. — Kaffiveitingar. Þeir sem óska eftir að verða sóttir geta hringt í Jóhönnu Gísladóttur, sími 1795. Kvöldið er í umsjón J.C. Félagsmálaráð. TILKYNNING Það tilkynnist hér með hlutaðeigandi að frá og með 1. nóv. 1983 er öll úttekt í nafni Skipalyftunnar h.f. óheimil, hverju nafni sem hún nefnist, nema ÚTTEKTARHEIMILD hafi verið gefin út af Skipalyftunni h.f. á sérstöku eyðublaði. SKIPAtYFTAN HF VESTMANNAEYJUM 40 gerðir af rúllugardínum VESTMANNAEYJABÆR Atvinna Vegna forfalla óskar bæjarsjóður Vestmannaeyja eftir að ráða starfsmann á skrif- stofu bæjarsjóðs til eins árs. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skilist til skrifstofustjóra eigi síðar en 21. nóv. n.k. merktar „Skrifstofustörf’. Bæjarsjóður Vestmannaeyja. Til skipstjóra og útgerðarmanna Embættið vekur athygli á orðsendingu Sam- gönguráðuneytisins um að frá og með 15. nóvember n.k. verði undanþágubeiðnir því aðeins teknar til umfjöllunar, að allar umbeðnar upplýsingar komi fram á sérstöku eyðublaði, sem Samgönguráðuneytið hefur útbúið varðandi undanþágur til skipstjórnar eða vélstjórnar. BÆJARFÓGETINN & í VESTMANNAEYJUM Nýtt og ofsagott! Hjarta snitchel á aðeins 98 kr. kg. Lifrarbuff á aðeins 9 8 kr. kg- Karó kjötbúðingur í sparifötunum á aðeins 1421® kr. kg.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.