Fylkir


Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 7

Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 7
FYLKIR jólin 2001 7 Teikningar Sigmunds sem birtar liafa verið í Morgunblaðinu um langt árabil eru löngu þjóðkunnar. Þessi mynd birtist á forsíðu Morgunblaðsins um síðustu áramót. Þorskanótin var mjög afkastamikið veiðafœri og umdeilt á sínum tíma en veiðar með henni voru ajlagðar vegna jislcverndunar. fjórða áratug í víðlesnasta blað landsins, flóknar og tímafrekar myndir í vinnslu. Fjöldi mynda Sigmunds í Morgunblaðinu er nú að nálgast 9 þúsund. Þar hafa fossað úr teiknipenna Sigmunds myndir í formi gagnrýni, gamni og alvöru, til skemmtunar og ábend- ingar, fróðleiks, hæðni og allt í senn eins og vera ber. Afköst Sigmunds eru auðvitað ofunnannleg, en mikið væri stór- kostlegt að koma upp safni með teikningum Sigmunds, sumum stórum, sumum litlum og allt þar á milli, því myndir Sigmunds eru hinn eini raunverulegi spéspegill íslendinga í nær hálfa öld. Það væri til dæmis magnað ef hægt væri að koma því þannig fyrir að safn Sigmunds væri tölvukeyrt sem ein heild þótt safn með úrvali mynda sé fyrst og fremst það sem hér er fjallað um. Vel á minnst. Væri ekki vel til fundið að bæjarstjóm Vestmanna- eyja eða hin ötulu félög Eyjanna standi að því að fjárfesta í eld- heldum skápum til þess að geyma söfn þeirra Sigurgeirs og Sig- munds í. Þetta eru okkar handrit og ástæðulaust að taka áhættuna af því að þessir fjársjóðir glötuðust fyrir slysni. Þegar maður nefnir af handahófi myndþætti úr safni Siguregirs fer ekkert á milli mála að hráefnið er í raun „margra togara fullfermi:“ sjósókn og bát- ar við ýmsar aðstæður, and- litsmyndir af Eyjamönnum, land- vinna, útgerð, beitning, netagerð, fiskvinnsla o.sv.frv., hátíðarhöld, afmæli, mannamót, fundir, Þrettándinn, gamlárskvöld, bjarg- veiðimennska, úteyjalíf, fugla- myndir, Þjóðhátíðin, Sjómanna- dagurinn, fþróttir, sögustaðir, hell- arnir, landslag, Surtseyjargosið, fjörupollar, birtan, brimið, fólk í starfi og leik, fisksafn og önnur söfn, kirkjumar, dýramyndir, þröngt og vítt og einstakar myndir Sigurgeirs sem eru æði margar og má þar til dæmis minna á eldingamyndina úr Surtseyjar- gosinu. Sigmund hefur verið iðinn við kolann að velgja stjórmála- mönnum landsins og ýmsum þjóð- þekktum einstaklingum undir uggum, en þótt hann hafi yndi af því að tefla stundum á tæpasta vað þá er hann ótnálega naskur á línuna sem skiptir öllu máli og hefur valdið því að „fómardýrin“ vilja heldur koma fram í túlkun Sigmunds, en liggja óbættir hjá garði. Það er rétt að gefa þessum síungu eyjapeyjum ekki tommu eftir í þeirri ósk að gerð verði söfn með verkum þeirra, sýningar sem byggjast á reisn og frumleika. Vinnsla slíkra safna kostar peninga og þá er að heíja undirbúning á að afla þeirra. Það má ekki hika við stóm myndimar, myndvörpurnar, skipulagða útfærslu, því eins og það iuá velja það veður sem menn vilja úr myndasafni Sigurgeirs má gera það sama í athafna- og stjórnmálasögu landsins og dag- lega brauðinu í teikningum Sig- munds. Þetta verður skemmtilegt. Þessi mynd Sigurgeirs sýnir vélbátinn Guðbjörgu VE 271 á síldarveiðum innan hafnar í Vestmannaeyjum árið 1958. Ljósmyndasafn hans spannar allt samfélagið í Eyjum m.a. andlitsmyndir af Eyjamönnum, land- vinna, útgerð, beitning, netagerð,fiskvinnsla o.sv.frv., hátíðarhöld, afmœli, mannamót, fundir, Þrettándinn, gamlárskvöld, bjargveiðimennska, úteyjalíf, fuglamyndir, Þjóðhátiðin, Sjómannadagurinn, íþróttir, sögustaðir, hellamir, landslag, Surtseyjargosið, fjörupollar, birtan, brimið,fólk í starfi og leik, fisksafn og önnur söfn, kirkjurnar, dýramyndirþröngt og vítt og einstakar myndir Sigurgeirs sem eru œði margar og má þar til dœmis minna á eldingamyndina úr Surtseyjargosinu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.