Fylkir


Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 30

Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 30
30 FYLKIR jólin 2001 Hörður Snævar Jónsson f. 7. júní 1937 d. 13. okt. 2001 Kirkjuvegi 80 Finnbogi Sigurbjörnsson f. 22. sept. I9S7 d. 27. okt. 2001 áður Hólagötu 31 Hrönn Viggósdóttir f. ló.júní 1940 d. 13. nóv. 2001 áður Sólbakka v. Hásteinsveg Emma Reyndal f. 25. jan. 1917 d. 15. okt. 2001 frá Kirkjubæ Jón Pétursson f. 8. júní 1912 d. 5. nóv. 2001 frá Sigtúni v. Miðstræti Guðný Inga lllugadóttir f. 28. júní 1920 d. I6.nóv.200l frá Hjalteyri v. Vesturveg Aðalbjörg Jónsdóttir f. 9. des. 1934 d. 18. nóv. 2001 áður Hólagötu 38 Guðmundur Ágústsson f. 2. sept. 1918 d. 2.des. 2001 frá Ásnesi v. Skólaveg Sigurlaug Þ. Þorsteinsd. Johnson f. 3. nóv.1922 d. I8.nóv.200l frájomsborg Rune Verner Sigurðsson f. 27. apríl 1961 d.5.des.200l Kirkjuvegi 43 Unnur Fjóla Finnbogadóttir f. 16. des. 1917 d. 15. okt. 2001 frá Vallartúni V Anna S. Guðjónsdóttir f. 24. ágúst 1928 d.7.nóv.200l frá Fagurhól v. Strandveg Lilja Guðjónsdóttir f. 11. apríl 1921 d. 17. okt. 2001 áður Hólagötu 42 Ragnheiður Valdórsdóttir f. 19. des. 1918 d.8.nóv.200l Áshamar 59 áður Boðaslóð 14 Sólrún Guðmundsdóttir f. 9. des. 1913 d. 16. okt. 2001 frá Eyri v. Vesturveg Georg Þór Kristjánsson f. 25. mars 1950 d. 11. nóv. 2001 Vík v. Bárustíg Frá ritnefnd Fylkis Með þessu jólablaði lýkur 53. árgangi Fylkis, en blaðið hóf göngu sína í mars 1949. Eins og jafnan hefur verið víða leitað fanga í efnisvali. Eins og undanfarin ár eru allar greinar sérstaklega samdar fyrir jólablað Fylkis. Þátturinn Látnir kvaddir hefur skapað jólablaðinu nokkra sérstöðu meðal innlendra fjölmiðla. í þætt- inum sem fylgt hefur jólablaðinu í 25 ár eru birtar ljósmyndir af fólki sem látist hefur árinu og búið hefur í lengri eða skemmri tfma í Vestmannaeyjum, ásamt upplýsingum um fæðingardag og dánardag og hvar viðkomandi bjó í Eyjum. Undanfarin ár hefur Bjamey Erlendsdóttir frá Ólafshúsum annast upplýsingaöflun í þáttinn auk þess þess sem ýmsir aðilar hafa reynst mjög hjálplegir við þessa vinnu. Áðstæða er til þess að þakka starfsfólki á Morgun- blaðinu og Eyjaprent-Fréttum fyrir aðstoð við útvegun ljósmynda í þáttinn á síðustu áram. Þá þakkar ritnefndin öllum auglýsendum og styrkaraðilum, innanbæjar og utan, fyrir stuðn- inginn við útgáfu blaðsins á undanföram árum. Síðast en ekki síst þakkar blaðið þeim sem lagt hafa útgáfunni lið með fjölbreyttum greinaskrifum. Það kostar umtalsverða vinnu að standa í blaðaútgáfu og þar er margs að gæta. Öflun aug- lýsinga, greinaskrif, umsjón og dreifing blaðsins er eins og undanfarin ár unnin endurgjaldslaust og koma þar margir við sögu. Öll þessi vinna byggir á metnaði og áhuga á útgáfu Fylkis. Landsbyggðar- blöð hafa átt undir högg að sækja á síðustu áram, en útgefendur Fylkis era staðráðnir að standa vörð um útgáfu blaðsins og viðhalda þessum menningar- þætti hér í Eyjum. Tveir fyrrverandi ábyrgðarmenn Fylkis féllu frá á árinu. Jóhann Friðfinnsson lést 13. september sl. á Landsspítalanum í Fossvogi eftir skamma sjúkra- húsdvöl, 72 ára að aldri og Georg Þór Kristjánsson lést 11. nóvember sl. á heimili sínu aðeins 51 árs að aldri eftir stutta en hetjulega báráttu við illvígan sjúkdóm. Jóhann Friðfinnsson hafði fylgt Fylki allan tfmann í liðlega 50 ára sögu blaðsins og var ábyrgðarmaður þess 1953-1954. Allt frá fyrstu tíð hafði Jóhann skrifað mikið í Fylki, fyrst sem ungur maður í forystusveit ungra sjálfstæðismanna í Eyjum og síðar sem bæjarfulltrúi og bæjarstjóri. Eftir að beinni þátttöku hans í stjómmálum lauk var hann mjög duglegur við að skrifa um fjölbreytt áhugamál sín í jólablað Fylkis. Jóhann var mjög fjölfróður og með eindæmum minnugur. Sá sem þetta ritar leitaði oft til Jóhanns þegar vantaði upplýsingar um búsetu fólks í Eyjum í þáttinn Látnir kvaddir. Ráðgert hafði verið að Jóhann skrifaði grein í jólablaðið í ár, en óvænt kallið kom í veg fyrir það. Georg Þór Kristjánsson skrifaði mikið í Fylki þegar hann var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á árunum 1978-1986 og aftur 1990-1994. Þá hafði Georg Þór sem einn af forystumönnum Eyverja mikil afskifti af blaðinu á sínum tíma. En ekki má gleyma því að flokksblöðin höfðu meira vægi í umræðum um bæjar- og landsmál hér áður fyrr og komu mun oftar út á hverju ári. Georg Þór var ábyrgðarmaður Fylkis 1983-1984, en þess má geta að faðir hans Kristján Georgsson var einnig ábyrgðarmaður blaðsins á fyrstu árum þess 1952- 1953. Georg hafði nýlega tekið sæti í stjóm Sjálf- stæðisfélags Vestmannaeyja og framundan var undirbúningur bæjarstjómakosninga næsta vor. Það er sárt að sjá á eftir góðum vinum og sam- starfsmönnum. Báðir höfðu þeir verið heilsuhraustir alla tíð og tilbúnir að ganga óhikað til þeirra verka sem framundan vora. Samfélagið í Eyjum hefur misst mikið. Ritnefnd Fylkis þakkar Jóhanni Friðfinnssyni og Georg Þór Kristjánnssyni ómetanlegt starf á liðnum áram. Blaðið sendir ljölskyldum þeirra og ástvinum innilegar samúðarkveðjur á sorgarstundu. Amar Sigurmundsson

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.