Fylkir


Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 11

Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 11
FYLKIR jólin 2001 11 Fjölskyldan stillir sér itpp hjá fíl, sem rettdar er ekki lifandi en voldiigur engu að síður. Þessir vorit friðsamari en þeir litu út jyrir að vera. Svo söng 1. bekkur fyrir okkur lag á Afrikans, tungumáli innfæddra, sem var alveg frábært. Við keyrðum líka um fátækra- hverfið sem var alveg hrikalegt að sjá. Þetta hefði sennilega verið talinn ruslahaugur hér á Islandi, hland- og ruslafnykur lá í loftinu. En samt var þama nóg af símaklefum og einnig var bar eða rakarastofa í öðmm hverjum kofa! Draugabœr Næst var ferðinni heitið í draugabæinn Elisabeth Bay, gamlan demantabæ. Við fómm til Kolmannskop, sem er í um 10 mín. fjarlægð frá Liideritz, og þar hittum við leiðsögumanninn okkar í ferðinni, sem var fimmtug, grá- hærð kona, á eldgömlu Volks- wagen rúgbrauði sem ískraði svo hryllilega í að við héldum að það myndi hrynja! Þama voru rástir húsa er vom byggð 1925, íbúðar- hús, þvottahús, verksmiðjur, sam- komuhús og fleira, sem voru ein- göngu notuð í 15 ár eða svo. Þessi bær var byggður upp út af demantanámu sem var þama og fjöldi manna vann í. I nágrenninu er starfrækt önnur náma og mikið unnið af demöntum. I Elisabeth Bay mátti maður auðvitað alls ekki týna neitt upp af jörðinni þvf þetta var demanta- svæði, en aldrei fyrr hefur okkur kvenkyninu í ferðinni langað jafnmikið til að taka alla steina sem glytmðu og gætu hugsanlega innihaldið demanta! Við komuna til baka í Kolmannskop var þvflík gæsla, allir þurftu að labba í gegnum leitarhlið og svo voru sumir valdir úr af handahófi til ítarlegri leitar. Það vom mamma, pabbi og Brynja sem litu greinilega svona krimmalega út! Þá hugsuðum við hin auðvitað „djö... af hverju tókum við ekki eitthvað til að smygla með okkur!!“ Þegar við komum aftur til Lúderitz sýndi Ingi okkur „keiluhöllina" í bænum, sem var því miður lokuð á þessum tíma. Þar voru tvær brautir og einn svertingi sem raðar upp keilunum!! Það vom konukvöld á þriðju- dögum og karlakvöld á fimmtu- dögum. Um kvöldið var farið að borða veitingastaðnum Badger's og þar smökkuðum við ostrur og snigla og það var nú ekkert spes, en krókudfllinn var góður. Suður Afríka 14. mars héldum við af stað til Höfðaborgar, sem er um 1500 kflómetra akstur. Þegar ferðin var hálfnuð stoppuðum við og gistum í smábænum Springbok. Þar fómm við út að borða og fengum fimm 12“ pizzur, vínarsnitzel, sjö bjóra og þtjú kókglös og borguðum 1900 krónur fyrir! Þetta er dæmi- gert fyrir verðlagið á þessum slóðum. Áfram hélt ferðin til Höfða- borgar daginn eftir og keyrðum við þá stanslaust í 5 klukkutíma eða þangað til við urðum bensínlaus u.þ.b. 50 kflómetra fyri utan borgina! Við húkkuðum far og pabbi fór með einhverjum manni að kaupa bensín og við vonuðum bara það besta, þ.e. að hann myndi skila sér til baka. Jú, jú, hálftíma seinna kom hann aftur með sama manninum sem var hvítur S- Afríkubúi, og hann kunni ekki við annað en að skutla honum til baka líka. Að lokum komumst við til Höfðaborgar og fórum beint á hótelið okkar sem var í Camps Bay, sem er hverfi ríka og fræga fólksins, svona nokkurs konar Hollywoodhæðir! Þar eru þvflík glæsihús byggð upp í hlíðamar og sportbflarogjepparallsstaðar. Við sofnuðum snemma, pörin fengu sín herbergi en ég og Ingi vomm saman í svefnsófa í stofunni, eða þangað til Ingi flutti sig á gólfið því hann þoldi ekki sparkið í mér lengur! Morguninn eftir var farið uppá Table Mountain, öll nema Svenni því hann er svo loft- hræddur. Það var enn ein upplif- unin, reyndar viðurkenni ég að það var frekar óhugnalegt að fara upp í 1015 metra hæð og niður aftur í kláf sem hékk í vír! En það var nú alveg þess virði því útsýnið var stórkostlegt. Eftir að komið var niður á jörðina aftur fóru pabbi og Ingi í siglingu útí Robben eyju þar sem Nelson Mandela var í fangelsi í rúm 20 ár. Það var víst mjög áhugaverð ferð en okkur mæðg- unum fannst áhugaverðara að liggja aðeins í sólbaði út í garði. Því næst fómm við í Waterfronlið sem er verslunarmiðstöð niður við höfnina, með fullt af matsölu- stöðum með útsýni út á hafið. Þama var alveg geggjað að vera. Blómaleiðin Næsta dag byrjuðum við á að keyra Blómaleiðina, eða The Garden Route, sem er víst alveg rosalega falleg leið að keyra en þar sem við vorum að keyra hana í ROKI og RIGNINGU þá varð hún sjálfkrafa ekkert voðalega falleg og var mikið rætt um það að snúa bara við aftur til Höfðaborgar. En þrátt fyrir leiðindaveður var haldið áfram til smábæjarins Riversdale þar sem við áttum pantaða gistingu aðfararnótt sunnudags. Það var alveg ömurlegur bær, allt lokað um helgar og ekkert að gera nema fara á Sportbarinn og spila Pool, og það tóku allir þátt, líka mamma! Þess má geta að það hafði ekki rignt á þessu svæði í marga mánuði svo það var náttúrulega alveg týpískt að það rigndi á meðan við vomm þar. Við vomm fljót að koma okkur í burtu daginn eftir og keyrðum til Outshoorn þar sem er mikil strútarækt. Á leiðinni þangað stoppuðum við á gamalli brú þar sem hægt var að fara í teygjustökk. Við fylgd- umst með nokkrum og töluðum um að stökkva á leiðinni til baka til Höfðaborgar. I Outshoorn fórum við fyrst í dýragarð og svo næst á strútabúgarð þar sem leiðsögu- maður tók á móti okkur. Hann labbaði með okkur um garðinn og fengum við að gefa strút að borða, standa á strútseggjum sem em ótrúlega sterk, og að lokum fórum við á bak á strút, sem var nú meiri brandarinn! Settur var hauspoki á strútinn, því hann heldur að ef hann sér þig ekki þá sjáir þú hann ekki. Því næst klifraði maður á bak og hauspokinn var tekin af. Þá varð strúturinn alveg óður og hljóp um allt þangað til að maður datt af. Eftir þessa svaðilför fórum við að skoða Cangohellana með leið- sögukonu sem sagði okkur sögu þeirra, þar er ótrúleg fegurð. Eftir hellaskoðunina fengum við okkur að borða og varð strútur fyrir valinu, sem smakkaðist mjög vel. Við héldum svo áfram til bæjarins George og þar var auðvitað farið beint í það að finna sportbar til að horfa á Arsenalleik og æðibunu- gangurinn var svo mikill að það sprakk dekk á bflnum. Viðnáðum samt síðasta korterinu. Arsenal 0 - Aston Villa 0! Waterfront í Eyjum? En ferðin hélt áfram og næsti viðkomustaður var strandbærinn fallegi Knysna. Þar var líka Water- front svipað og í Höfðaborg en töluvert minna. Fyrir svefninn var svo mikið rætt um það hvernig Waterfront í Eyjum myndi koma út í gömlu Fiskiðjunni með göng út á Skans, það yrði safn með styttum af fólki vera að verka fisk, líkt og Bushmenn, á lundapysju- tímanum væri svo hægt að fá að sleppa lundapysju fyrir 100 krónur og svo yrði gisting í gömlu verbúðunum. Það var ákveðið að leggja þetta fyrir bæjarfulltrúann Helga Bragason og Þróunarfél- agsmanninn Egil Arngrímsson þegar ég kærni heim. Nóttin var erfið hjá okkur hjúunum, eins og svo oft áður fengum við versta svefnstaðinn sem var að þessu sinni ömurlegur svefnsófi sem var kannski fyrir 7 ára böm en ekki fullvaxta manneskjur. Eg svaf því uppí hjá Brynju og Svenna og Ingi svaf horn í hom í sófanum! Daginn eftir héldum við áleiðis til Höfðaborgar og á leiðinni gistum við eina nótt í smábænum Swellendam. Áfrant hélt ferðin næsta dag og þá var verið að spá í að fara í teygjustökkið en við sáum það, þegar við brunuðum framhjá á 100 km hraða, að það var lokað, sem betur fer. Góðravonahöfði Þann 21. mars um hádegi stóðum við á Góðrarvonarhöfða, í algjöru Stórhöfðaroki. Það var mjög gaman að koma þangað og merkilegt að hafa Indlandshafið á aðra hönd og Atlantshafið á hina. Síðustu þrjá dagana í Afríku notuðum við í ýmislegt, t.d. fómm við í risaskemmtigarð, Ratanga Junction, og stærstu kringlu í Afríku, Century City. Þar sem hver fór í sína áttina og hist var aftur 4 klukkutímum og mörgum pokum seinna! Síðasta kvöldinu í Afríku eyddum við á steikhúsi í Water- frontinu. Snemma næsta morgun var kveðjustund því okkar fimm beið 11 tíma flug lil London en Ingi átti eftir að keyra í 12 tíma einn heim til Luderitz. Þar af vorum við í 9 klukkutíma bara að lljúga yfir Afríku frá suðri til norðurs á 950 km hraða, og þá áttaði maður sig á því hvað þetta er rosalega stór heimsálfa. Að lokum vil ég hvetja fólk til að ferðast meira til fjarlægra landa því þó að flugferðin sé dýr þá er verðlagið ótrúlega lágt að í heild- ina verða slík ferðalög ekkert dýr- ari en 3ja vikna Spánarferð, og auðvitað skilur hún miklu meira eftir sig. Einnig er mjög auðvelt að ferðast á þessum slóðum, allir vegir mjög góðir og allt vel merkt. Betsý Ágústsdóttir Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsœlt komandi ár. Þökkum ánœgjuleg viðskipti á liðnu ári. Goðahrauni

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.