Fylkir


Fylkir - 18.05.2002, Blaðsíða 2

Fylkir - 18.05.2002, Blaðsíða 2
2 Ætlum að byggja nýjan leikskóla á Sólalóðinni Leikskólamál er nokkuð sem bamafólk hugsar mikið um sem og þeir sem koma að uppeldi og menntun barna. Við í Sjálfstæðis- flokknum viljum efla metnað og vitund Vestmannaeyinga fyrir fram- förum í námi á öllum skólastigum. Opinn fundur um leikskólamál var haldinn í Asgarði fyrir skömmu. Framsögu á fundinum höfðu þau Helga Björk Ólafsdóttir, leik- skólakennari, Elliði Vignisson, framhaldsskólakennari og Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri. Samstarf skólastiganna Fundurinn var málefnalegur og var farið í flesta þætti sem tengjast leikskólanum og rekstri hans. Meðal annars var rætt samstarf leik- og grunnskóla, það er hvernig bilið á milli skólastiganna er brúað með því markmiði að auðvelda bömunum flutninginn. A fundinum var komið inn á þær greinar sem birtust í Fréttum þann 9. maí þar sem mikið var fjallað um leikskólamál. Ekki telst það traustvekjandi þegar fólk kynnir sér ekki þau mál sem það fjallar um og fer með ósannindi. Ósannindi Agústa Kjartansdóttir 9. maður B- listans heldur því fram í svari sínu um leikskólamál að ekkert samstarf sé fyrir hendi á milli leik- og gmnn- skóla. Á fundinum var hins vegar sagt frá því samstarfi sem fer fram hjá þessum tveim skólastigum. Einnig var það leiðrétt að leikskól- amir í Vestmanneyjum væru hriplekir eins og Ásta Halldórsdóttir 2. maður B-listans heldur fram eða að þeir séu að hruni komnir eins og Steinunn Jónatansdóttir 6. maður V- listans heldur fram. Nýr Sóli Á fundinum kom skýrt fram að Sjálfstæðismenn ætla að byggja nýjan leikskóla á Sólalóðinni og fara í viðhaldsvinnu við hina leikskólana. I sumar á að mála á Rauðagerði og Kirkjugerði, þök eru nýleg sem og gluggar og Kirkjugerði státar af nýlegri lóð í austur en vesturlóðin þarfnast endurbóta. Mesta viðhalds- vinnan er innanhúss á Rauðagerði og verður unnið að því skipulega að endumýja þar, en einnig er þar komin tími á útilóðina og er það á þriggja ára áætlun. Biðlistar Biðlistarnir eru einnig stórt mál, eðlilegt er að foreldrar vilji koma Fiite t/idu *j\«'thtfetu i Hvítasunnudag kl. 14 -16 á Stakkó Grillaðar pylsur • Hestar • Loftkastali Trambólín • Andlitsmálning Götuleikhús • Dans • Lifandi tónlist ALLIR VELKOMNIR D-listinn í Vestmannaeyjum Mestu varið til. Framhald afforsíðu Þessar tölur er að finna í samburðartölum löggilts endur- skoðanda bæjarins sem kemur árlega með ársreikningum Vestmanna- eyjabæjar og stofnana. Þama vantar lífeyrisskuldbindingar en þær vom 1069 millj. kr. í ársbyrjun. Einnig átti eftir að draga frá þessum skuldum peningalegar eignir bæjarsjóðs, en þær námu í ársbyrjun að meðtöldum hlutabréfum bæjarins í Hitaveitu Suðumesja hf. um 700 millj. kr. Miklar framkvæmdir á vegum bæjarsjóðs hafa leitt til skulda- aukningar og má þar þar nefna byggingu nýja íþróttasalarins, sem tekinn var í notkun í lok síðasta árs. Kostnaður við þennan glæislega íþróttasal ásamt miklum endurbótum á Iþróttamiðstöðinni nam samtals um 390 milljónir króna í lok síðasta árs. Einhugur var innan bæjarstjómar að ráðast í þessar framkvæmdir en tilkoma salarins færir okkur Eyja- menn í fremstu röð varðandi aðbúnað til íþróttaiðkunar. Eignir og skuldir Hafnarsjóðs og Félagslegra íbúða Eignir, skuldir og skuldbindingar Hafnarsjóðs námu 384 millj. kr. nú í börnunum sínum á leikskóla þegar þau hafa aldur til. Þegar Sjálf- stæðismenn tóku við fyrir 12 áram var ástandið það slæmt að böm fengu ekki inn í leikskóla fyrr en þau vora orðin 4 ára. Byggt var við Kirkjugerði 1991 og árið 1996 var gerður samningur við Hvítasunnu- söfnuðinn um rekstur á leikskólanum Betel og þar með vora biðlistamálin úr sögunni. Svo gerist það að sveigjanleiki vistunartíma verður meiri og að leikskólinn Betel hættir rekstri. Hingað nær pólitíkst minni vinstri fólksins, eða að þeim tíma er biðlistar mynduðust aftur. í dag sjáum við fyrir endann á þessum málum, þar sem opnuð hefur verið ný deild við leikskólann Sóla. Við ætlum að gera betur því að á næsta kjörtímabili viljum við sjá að 18 mánaða gömlum bömum og eldri verði gert fært að komast inn í leikskólana. Nú er komið vor og senn hætta hér um 70 böm í leikskólunum og hefja grannskóla- göngu í haust og í pláss þessara bama koma ný böm. Staðan er hins vegar sú að í haust er ekki útséð með leikskólapláss fyrir fáein tveggja ára böm en verið er að vinna að lausn. Hjá Sjálfstæðisflokknum er það eindreginn vilji að sátt ríki um leik- skólamálin. Sveigjanleiki Umræðurnar snérast um margt er tengist leikskólunum og voru mjög gagnlegar. Meðal annars kom fram sú spuming hvort ekki væri verið að ofþjónusta með öllum þessum sveigjanleika í vistun, hvort ekki væri hagstæðara að hafa ákveðinn opnunartíma og ráða starfsfólk eftir honum. Einnig spunnust umræður um samstarf leik- og grunnskóla, hvað væri í gangi núna og hugmyndir koma um hvað mætti gera meira. Það kom einnig fram að gott starf er unnið í leikskólunum og að við hér í Eyjum búum að góðum kjama þegar kemur að starfsmannahaldi. Helga Björk Ólafsdóttir skipar 8. sœtið á lista Sjálfstœðisflokksins. ársbyijun. Vestmannaeyjaöfn er rekin samkvæmt sérstakri gjaldskrá. Rekstur hennar stendur nokkuð vel einkum ef tekið er tillit til mikilla framkvæmda við höfnina á undan- fömum áram. Að lokum ber að geta Félagslegra íbúða í eigu Vestmannaeyjabæjar, en skuldir vegna þessara íbúða voru í ársbyrjun um 597 milljónir króna. Mjög myndarlega hefur staðið að uppbyggingu þessara íbúða á sínum tíma, en stór hluti af þessum húseignum era leiguíbúðir aldraðra í eigu bæjarins. V estmannaeyj ar - bærinn okkar allra Rekstur og framkvæmdir á vegum Vestmannaeyjabæjar er mál okkar allra. Sama gildir um eignir, skuldir og skuldbindingar bæjar- félagsins I þessari grein hefur verið reynt að gera grein fyrir helstu lykiltölum hjá bæjarsjóði og stofnunum eins og þær horfa við þegar gengið er til kosninga til bæjarstjómar. Amar Sigurmundsson skipar annað sœtið á lista Sjálfstœðisflokksins. 18. maí 2002 -FYLKIR Vissir þú... - að V-listinn ætlar að hefja rannsóknir á Bakkafjöru, vegna möguleika á bættum samgöngum. Ætli þeir viti ekki að um- ræddar rannsóknir eru þegar hafnar og hefur fjármagn til þessa þegar verið tryggt. - að V-listinn ætlar að byggja nýjan leikskóla. Þeir hafa sennilega ekki fylgst betur með bæjarmálum en svo, að þetta er nú þegar á áætlun og mun verða lokið við nýjan tveggja deilda leikskóla á næsta kjörtímabili. - að bæjarstjóraefni V- listans heldur því fram að 3300 manns hafi flutt frá Eyjum á síðasta kjörtíma- bili. Hvað ætli séu þá margir eftir hér efþetta væri rétt ? - að sjónvarpsstöðin Fjölsýn sendi út umræðu- þátt þar sem þátt áttu að taka aðrir en bara efstu menn listanna. Frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins voru tilbúnir, enda með breiða fylkingu hæfra einstak- linga. Hinir framboðslistarnir þorðu ekki!!! - að V-listinn telur fámenna valdaklíku hafa verið við stjórn undanfarin 4 ár. Á þessu tímabili hafa átta af þeirra fulltrúum setið bæjarstjórnarfundi en 12 hjá Sjálfstæðisflokknum. Hver var að tala um valddreifingu ? - að V-listinn ætlar að standa við samninga sem gerðir hafa verið við íþróttahreyfinguna, en jafnframt að taka einhliða af henni Þórsheimilið og svæðið þar í kring til að nota sem tjaldsvæði fyrir ferðamenn. - að V-listinn ætlar að hefja undirbúning að byggingu knattspyrnuhúss. Þetta hús mun kosta a.m.k. 500 milljónir króna. Ekki er fjárhagsstaða bæjarins mjög slæm að mati V-listamanna, ef á að framkvæma þetta. xD - fyrir öflugar Eyjar

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.