Fylkir


Fylkir - 18.05.2002, Blaðsíða 4

Fylkir - 18.05.2002, Blaðsíða 4
Verkin tala Uppbyggingin á Skanssvæðinu hefur vakið mikla athygli ferðamanna sem og ánægju heimamanna. Svæðið hlaut árleg umhverfisverðlaun Ferðamálráðs. Listahátíð ungs fólks Listahátíð ungs fólks var haldin í mars s.l. en að henni stóðu grunnskólarnir í Eyjum, Listaskólinn, félagsheimilið, skóla- málaráð, Rauði krossinn, Höllin og Listauki. Borað cftir tækifærum Þróunarfélagið hafði forgöngu um að bora tilraunaholu við Skiphella og við Neðri Kleifar. Gert hefur verið samkomulag við Hitaveitu Suðurnesja um áframhald jarðvarmaleit í Vestmannaeyjum. Nausthamarsbryggja Stórátak hefur verið unnið við nýtt lægi fyrir smábáta og þá hefur Nausthamarsbryggja var endurbyggð og nú í sumar verður lokið við klæðningu. Alþjóöleg tískusýning í Eyjum Sýningin Midniglit Sim Fashion Show sem haldin var í júlí í fyrra í Eyjum vakti mikla athygli. Fyrirtækið Listauki var einn þeirra aðila sem stóðu að framtakinu. Eigandi þess og einn þriggja íslenskra hönnuða sem sýndu verk sín á sýningunni er Selma Ragnars- dóttir, fatahönnuður sem skipar þriðja sæti framboðslista Sj álfstæðisflokksins. íþróttahöllin Nýtt 3100 fermetra íþróttahús var vígt 29. desember 2001. Húsið kemur til með að valda byltingu í aðstöðu flestra íþróttagreina og er verðug viðbót við það öfluga íþrótta- og æskulýðsstarf sem hér hefur þrifist. Húsið mun einnig nýtast í ýmsar uppákomur t.d. á skóladögum grunnskólanna. Umhverfið Verið er að ljúka við framkvæmdir á Stakkó og í Bárugötu. Með þessum framkvæmdum er miðbænum sýndur sá sómi sem honum ber. Þessi framkvæmd er enn einn liður bæjaryfirvalda í að fegra og snyrta umhverfi bæjarbúa og gleðja augu gesta. MILLI ÞEIRRA STENDUR VALIÐM í kosningunum 25. maí n.k. stendur valið einungis á milli tveggja kosta. Annar kosturinn er meirihluti Sjálfstæðismanna, en hinn kosturinn er einhverskonar vinstri blanda, sem ekki einu sinni gat komið sér saman um einn lista. Skoðanakannanir sýna að fyrsti maður á lista Framssóknar er nokkuð öruggur í bæjarstjóm. Valið stendur því um fjórða sætið á lista Sjálfstæðisflokksins og þriðja sætið á V-listanum. I Qórða sæti D-lista er Elliði Vignisson, framhaldsskólakennari, en í þriðja sæti V-listans er Stefán Jónasson, verkstjóri. Kjósendur þurfa því að gera upp við sig hvomm þeirra þeir treysta betur til að fara með stjóm bæjarins. Eitt atkvæði getur ráðið úrslitum um það hvort það verður Elliði eða Stefán sem ná kjöri. Valið er einfalt, setjum X við D og tryggjum að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í meirihluta í Eyjum, okkur öllum til hagsbóta.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.