Fylkir


Fylkir - 18.05.2002, Blaðsíða 3

Fylkir - 18.05.2002, Blaðsíða 3
FYLKIR -18. maí 2002 5ælkerahátið í Ásgarði í kvöld kl. 2D.DD Boðið verður upp á margrétta hlaðborð, með heitum og köldum réttum að ógleymdum ábætisréttunum frábæru. Létt skemmtiatriði undir stjórn frambjóðenda þar sem hin margrómaða Eyjastemmning ræður ríkjum. Allir stuðmingsmenn D - lista velkomnir meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir. Sýnum samstöðu og fjölmennum í Ásgarð á sælkerakvöldið. Vinsamlegast skráið þátttöku í Ásgarði eða í símum 481 1344 og 481 3663 Stuðningsfólk D - lista \ H Út va r p eimaei á FMI 104,7 1 www.eyverjar.is Bæjarbúar, VINNUSTAÐIR, KLÚBBAR OG FÉLÖG Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru reiðubúnir til að mæta á fundi hjá ykkur og svara fyrirspurnum. Hafið samband í síma 481 1344, 481 3663 eða hafið beint samband við frambjóðendur. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Eyjaprent ehf. fyrir hönd Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. Ritnefnd: Guðbjörg Matthíasdóttir Guðmundur Eyjólfsson Magnús Jónasson ábm. Skapti Öm Ólafsson Prentvinnsla: Eyjaprent ehf. Upplag: 1800 eintök. 3 Framtíð í ferðaþjónustu Ferðaþjónusta er einn áhuga- verðasti vaxtabroddurinn í atvinnulífi Vestmannaeyja. Uppbygging hennar stendur og fellur með samgöngum og eins og fólki er kunnugt er verið að skoða alla kosti er bætt geta samgöngur milli lands og Eyja svo viðundandi sé til framtíðar. Aukin ferðatíðni Herjólfs, vaxandi umferð um Bakkaflugvöll, aukið gistirými, nýtt veislu- og ráðstefnuhús, allt þetta gerir það að verkum að ferðamönn- um, íslenskum sem erlendum mun fjölga í Vestmannaeyjum í náinni framtíð. Ferðaþjónustuaðilar í Vestmanna- eyjum hafa verið frumkvöðlar í gegnum árin og því starfi þarf að fylgja eftir. Rútuferðir og siglingar umhverfis Heimaey hafa gefið mörg- um ferðamanninum ógleymanlegar minningar frá heimsókn sinni til Vestmannaeyja. Allir eru sammála um stórbrotna náttúrufegurð Vestmannaeyja og okkur ber að nýta þá fegurð ferða- þjónustunni og Vestmannaeyjum til framdráttar. Hins vegar dugar stór- brotin náttúra ekki ein og sér til að vöxtur og tækifæri í ferðaþjónustu nýtist að fullu. Afþreying og skemmtun ferðamannsins skiptir höfúðmáli. Leggja þarf ríka áherslu á fjölbreytta afþreyingu þar sem ferðamaðurinn upplífir sögu, menn- ingu, lífshætti Eyjaskeggja og náttúru Eyjanna á skemmtilegan og frum- legan hátt. Hvemig við nýtum þau tækifæri sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða er undir okkur íbúum Vestmannaeyja sjálfum komið. Möguleikamir era jafn margir og ímyndunaraflið leyfir. Nokkur dæmi má nefna um möguleika í uppbygg- ingu ferðaþjónustunni. Það er staðreynd að menningartengdri ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg á undanfömum áram og Vestmannaeyjar mega ekki verða eftirbátur á því sviði. Stór þáttur á sviði menningartengdrar ferða- þjónustu verður uppbygging menningarhús er hýst getur t.d. gosmynjasafn, náttúragripasafn, ljós- myndasafn og ýmsa aðra starfsemi. Við eigum söguna og menninguna til að skapa eftirminnilega upplifun fyrir ferðamanninn í Vestmanna- eyjum. Möguleikar á heilsutengdri ferðaþjónustu koma í ljós við niður- stöður boranar inn við Skiphella. Þar kom upp heitur, efnarikur og heilsusamlegur sjór er nýtst getur til uppbyggingar á því sviði. Það verk- efni að endurþjálfa Keikó til sjálfstæðs lífs í villtri náttúra, hefur aflað mikils fróðleiks um atferli sjávarspendýra í kringum Vest- mannaeyjar, er nýtst getur til uppbyggingar á hvalaskoðunar- ferðum og fræðslusetri er tengist sjávarlífi í kringum Eyjamar. Aðra grein þyrfti til að fjalla um þá uppbyggingu og möguleika sem við eigum í kringum íþróttatengdar ferðir. Þetta era einungis nokkur dæmi um þá möguleika sem framtíðin ber í skauti sér. Við nýtum okkar tækifæri best með sem víðtækastri samvinnu bæjaryfirvalda, bæjarbúa, ferða- þjónustuaðila, ríkisins, ýmissa stofnana og sjóða er hafa með ferðaþjónustu að gera. Tökum hönd- um saman og myndum sterka heild ferðaþjónustunni og Vestmanna- eyjum til heilla. Helgi Bragason skipar 6. sœtið á lista Sjálfstœðisflokkksins Stóra kosningamálið Það vekur athygli margra að stærsta kosningamál vinstri manna er skilti af bíl sem komið hefur verið upp á horni Strandvegar og Bára- stígs, ágætis skilti. Segja vinstri menn að sú aðferð að fá álit lögreglustjóra vegna umferðar og umhverfisnefndar, sem er reyndar skylt að gera, sé valdníðsla. Það vekur sérstaka athygli að málið var afgreitt 5:0 (enginn á móti) úr skipulagsnefnd en V-listinn á tvo menn í nefndinni, annar þeirra er Stefán Jónasson sem nú skipar baráttusæti V- listans. Kosningaskrifstofa Á kosningaskrifstofunni eru veittar upplýsingar um kjörskrá og fleira sem tengist kosningunum. Símar 481 1344 og 481 3663. Morgunkaffið Morgunkaffi er í Ásgarði á hverjum morgni og verður fram að kosningum. Rjúkandi kaffið og bakkelsi er komið á borðið klukkan 9.30. Allir eru velkomnir í Ásgarð, fá sér morgunkaffi og taka þátt í skemmtilegu spjalli. ýenum yobaa&œ fiefai

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.