Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 6
I3yggingarsaga Ara-fcungu Erindi flu-tt af Garðari Hannessyni á afmaslisfa^naði Aratungu 2 2. olctóber 201 1 Góðir samkomugestir! Eins og við öll vitum var það 9. júlí 1961 að eitt glæsilegasta félagsheimilið á Suðurlandi var vígt og afhent Biskupstungnamönnum til afnota og gefið nafnið Aratunga! Og nú 50 árum síðar er það enn glæsilegur vitnisburður um hvað höndin má ein og ein ef allir leggja saman. Það voru bjartsýnir menn sem réðust í byggingu þessa húss, þrátt fyrir ströng innflutningshöft þess tíma, fjárfestingaleyfi þurfti að sækja um fyrir hvern byggingaráfanga til Innflutningsráðs og lá það ekki á lausu, Félagsheimilissjóður var fjárvana, enda 33 önnur félagsheimili í byggingu á sama tíma í landinu. Ég heimsótti Helga Kr. Einarsson á Hjarðarlandi á haustdögum árið 2001 að leita mér fróðleiks. Helgi var einn af upphafsmönnum þess að farið var af stað með undirbúning að byggingu félagsheimilis. Hann sagði að árið 1954 hafi fyrsta eigendanefndin verið kosin, hana skipuðu: Skúli Gunnlaugsson, oddviti Bræðratungu, Karl Jónsson, bóndi Gýgjarhólskoti, Sigurður Greipsson, Haukadal, Kristrún Sæmunds- dóttir, Brautarhóli, Einar Geir Þorsteinsson, Vatnsleysu, Björn Erlendsson, Skálholti og Helgi Kr. Einarsson. I apríl 1955 var skipuð þriggja manna fram- kvæmdanefnd sem í áttu sæti þeir: Einar Þorsteins- son, Vatnsleysu, Loftur Kristjánsson, Felli og Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum, sem var gjaldkeri nefndarinnar. Að tillögu Þorsteins Einarssonar, íþróttafulltrúa var leitað til teiknistofu Gísla Halldórssonar um teikningu að húsinu og verkið lofar meistarann. Hann teiknaði þetta fallega hús sem er 500 fermetrar að flatarmáli og 3556 rúmmetrar. Tækni- og verkfræðilega ráðgjöf annaðist Traust hf. í Reykjavík. Eitt af fyrstu verkefnum framkvæmdanefndarinnar var að bregðast við þröngum fjárhag. A haustdögum 1956 var boðað til almenns sveitarfundar, þar var samþykkt merk tillaga sem hljóðaði þannig: „Hver verkfær karlmaður í sveitinni, 17 til 60 ára, skal leggja fram 10 dagsverk í félagsheimilis- bygginguna eða tilsvarandi upphæð í peningum. Ogiftar konur á sama aldri 5 dagsverk.” Er þarna ekki þegar komið hið rómaða íbúalýðræði, sem svo mjög er í umræðunni í dag? Þeir sögðu mér það báðir, Helgi á Hjarðarlandi og Þórarinn á Spóastöðum, að þetta hafi skilað sér alveg ótrúlega vel. Reisugilli í Aratungu sumarið 1959. Litli-Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.