Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 29
✓ „Eg þarf að -tala við hann Jón” Pis-till Guðrúnar Hárlaugsdót-tur flutt-ur í afmaslishófi Ara-tungu þann 22. október 201 'l sem hún gaf okkur góófúslega leyfi -til að bir-ta með pví fororði að þet-ta hafi ekki verið skrifaö fyrir pren-t og beri pví að lesas-t með þeim fyrirv'ara. Gott kvöld kæru sveitungar og gestir, gleðilega hátíð! Ég ætla ekki að kynna mig, það var aldrei gert hér áður fyrr. Stutt löng, það var hringingin í Aratungu. „Ég þarf að tala við hann Jón”. „ Hvaða Jón”. „Nú hann Jón í brennivíninu”. Skandall að vita ekki hver er Jón í brennivíninu. Spyrja Garðar, hann veit það náttúru- lega. „Viltu ná í hana Ingu fyrir mig”, skellt á. Hver var Inga og hver skyldi hafa hringt. Spyrja Garðar, hann veit það. Svo kom einhver inn. „Ég ætla að borga símareikn- inginn”. „Fyrir hvern?”, „Nú fyrir mig”. Taldi mig þekkja flesta í sveitinni, en kom á daginn að suma hafði ég aldrei séð. Það voru einhverjir nýfluttir í Laugarás, þekkti þá ekki, kunni ekki við að þráspyrja fólk að nafni, sem ég kannski átti að þekkja. Hringdi fram í Garðar, hann kom og afgreiddi manninn. Stundum kom fólk á símstöðina til að hringja. Það var oftast til að geta talað eitthvað leyndarmál, því mikið var hlustað í sveitasímann. Þetta var pínulítill skápur með síma í, það hét að tala í box. Boxið var einangrað að innan með hljóðdeyfandi plötum og ég held að fólk hafi haft á til- finningunni að það heyrðist ekkert út. En það var ekki raunin, það heyrðist hvert einasta orð, og gat verið mjög vandræðalegt, en þá var ekkert annað að gera en að brosa og láta sem ekkert væri. Svona, einhvernveginn voru mínir fyrstu dagar á símstöðinni í Aratungu. Tungnamenn voru ekki mikið fyrir að kynna sig, þeir þekktu mig, því skyldi ég ekki þekkja þá?. Ég sá við þeim, ég lærði að þekkja í þeim rödd- ina og ég lagði mig svo mikið fram að ég vissi hvernig skapi þeir voru í þegar þeir hringdu og hvað þeir voru að gera með- an þeir töluðu við mig. Þegar ég svo fór að svara þeim aftur í síma þrjátíu og eitthvað árum síðar, þekkti ég þá alla aftur, öll sérkennin, alla sál- arkimana. Þegar maður hlustar af öllum kröftum, heyrir maður miklu fleira en maður þarf. Þið skuluð vara ykkur á þessu. „Varst þú til í gamla daga amma”, spurði ömmu- stelpan mín um daginn. „Nei”, sagði ég, „Ég var ekki fædd þá”. Fannst mér frekar misboðið, ætla auðvitað aldrei að verða gömul. Svo fór ég að huga að þessum pistli og svei mér þá, ég held ég hafi verið til í gamla daga. Breytingin á fjarskiptum er svo mikil að það er varla hægt að útskýra. Starfsheitið talsímakona er ekki lengur til og enginn veit hvað það merkir. Þið sem eruð á mínum aldri og eldri munið hvernig þetta var með sveitasímann, línurnar aðeins tvær til annarra stöðva, því gat biðin eftir langlínusímtölun- um orðið löng og ströng, og svo þegar samband var loksins komið á, þá heyrðist jafnvel ekki neitt. Sím- töl voru mæld í viðtalsbilum, tilkynnt inn í símtalið á þriggja mínútna fresti. Fólk sem alið er upp í sjálf- virku símkerfi á erfitt með að trúa hvernig þetta gekk upp. Svo eru það blessuð börnin, sem fá farsíma nánast í skírnargjöf, þau segja bara: „Sæll!, á hvaða öld fæddist þú!”. Starfsfólk símstöðvarinnar gerði fleira en gefa Guðrún Hárlaugsdóttir við talsímaborðið í Aratungu á meðan að talsímakonur voru ennþá til sem starfsstétt. Ljósmynd Steinunn Þórarinsdóttir. 29 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.