Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 31

Litli Bergþór - 01.12.2011, Blaðsíða 31
opinberri heimsókn. Þetta þótti mikill viðburður. Ævintýrið byrjaði á malar- vegunum okkar holóttu með því að í að minnsta kosti viku fyrir heimsóknina var heflað á hverjum degi, aldrei, hvorki fyrr né síðar, hafa malarvegir verið svo sléttir í Tungum. Svo, daginn fyrir, kom flutningabíll úr Reykjavík með blóm og blóma- skreytingafólk til að skreyta salinn. Þetta voru nell- ikur, örugglega innfluttar, með svo sterkum ilm, að næstu viku eða svo var vart hægt að draga andann innanhúss. Mig minnir að maturinn hafi komið allur tilbúinn fyrirfram, frá Hótel Borg, og honum fylgdi heill her manna, matreiðslumanna og framreiðslumanna í skrautklæðum. Svo kom hersingin, ég meina drottningin og forsetinn og fylgdarlið og snæddi þennan stífa hádegisverð. Við heimamenn þorðum ekki að láta á okkur kræla, vorum ekki í réttum setteringum. Þá komu þau sér vel bíógötin uppi. Þar lágum við einhver á gæjum, og drottningin beint fyrir miðju, mér sýndist henni hálf leiðast, hún borðaði næstum ekki neitt, skældi skóna sína undir borðinu og keðjureykti á milli rétta. Ekki hefði hún Ásborg okkar verið hrifin af þessari framkvæmd. Þá var ekki búið að finna upp beint frá býli eða hollt úr heimabyggð. Ef þessi drottning, eða einhver annar álíka höfðingi kæmi til okkar í dag, yrði þetta öðruvísi. Þá kæmi Sveinn á Espiflöt með blómin hér yfir planið og skreytti sjálfur, það yrði íslenskt brennivín í gúrku- staupi frá Gufuhlíð í fordrykk, með því rúgbrauð úr hvernum með Tungufljótslaxi ofaná. Síðan myndi Jón kokkur elda: Tómatsúpu frá Friðheimum í for- rétt, grafið lamb frá Arnarholti í millirétt og nautakjöt frá Króki í aðalrétt. Síðan yrði eftirrétturinn rabbabarapæ. Kvenfélagskonur myndu ganga um beina, klæddar að eigin vali. Drottningarheimsóknin séð úr bíógötunum. Hótel Gullfoss Velkomin á Hótel Gullfoss Gisting - veitingar 16 tveggja manna herbergi með baði og sjónvarpi ásamt 70 manna veitingasal með fallegu útsýni. Mjög gott aðgengi fyrir fatlaða. Tveir heitir nuddpottar. Hótel Gullfoss v/ Brattholt, 801 Selfoss S. 486-8979, fax 486-8691 Netfang: info@hotelgullfoss.is www.hotelgullfoss.is — Guðrún Hárlaugsdóttir 31 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.