Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 12
2. skref: Innfærsla ýmissa athugasemda Til þess að skrá ýmsar athugasemdir skal velja Um eiginmann eða Um eiginkonu undir Skrásetja. Þessar skipanir opna Athugasemdagluggann: Eiginmaður - athugasemdir eða Eiginkona - athugasemdir. í þessum glugga er skruntjald sem ýmsar athugasemdir eru skráðar á. s.s. búseta, flutningar, frásagnir, atvinna, þátttaka í félagslífi og lleira þessháttar. Þetta er stundum nefnt lífshlaup fólks og er oft á tíðum forvitnileglesning. í þennan gluggafer skráning fram eins og um venjulegt ritvinnsluskjal væri að ræða og því fer vel á því að hafagreinaskil eftirefninu, jafnvel línubil. Undir þessum lið er rými fyrir 32 000 bókstafi (um 5 000 orð) um hvern einstakling. Þegar þessari skráningu er lokið skal smellt á Vista eða ýtt á Enter vilji maður varðveita frásögnina. A fjölskylduspjaldinu má sjá nokkrar setningar af því sem skráð hefur verið með því að smella á Athugasemda-hnappinn áflýtihnappabrettinu eðameð því að velja Athugasemdir undir Skoða. Til að hverfa aftur að Staðreyndaspjaldinu er valið Fastar undir Skoða eða smellt á Fastar-hnappinn á hnappabrettinu. 3. skref: Upplýsingar um maka Ef viðkomandi maður er ógiftur eiga 3. og 4. skref ekki við í þessum leiðbeiningum. Það skaðar þó ekki að fara yfir þetta núna. Til þess að færa inn staðreyndir um eiginkonu skal valið Eiginkona undir Skrásetja (eins og gert var um eiginmanninn: Eiginmaður undir Skrásetja). Smellið á Bæta við og færið inn upplýsingar um makann. Staðreyndaglugginn er sá sami og notaður var til að færa inn upplýsingar um eiginmann/ eiginkonu. 4. skref: Upplýsingar um hjúskap Til þess að færa inn giftingardag og stað skal velja Gifting undir Skrásetja. Skrifið síðan giftingardagsetningu og giftingarstað í viðeigandi reiti í Giftingarglugganum og smellið á Vista til þess að varðveita upplýsingarnar. Hjúskaparstétt. Til að skrá hjúskaparstétt (aðra en gift/giftur) skal velja af valblaði sem einungis birtist ef fjölskylduspjaldiðgeymireiginmannogeiginkonu. 5. skref: Fleiri makar Ef um er að ræða t.d. karl, sem hefur kvænst oftar en einu sinni, skal velja Ný eiginkona undir Skrásetja. (Ef um konu væri að ræða skal velja Nýr eiginmaður.) Allt að 26 maka má skrá hjá hverjum einstaklingi. Reunion spyr nú: Bæta við eða Tengja núverandi? Hafi t.d. “nýrri eiginkonu” ekki þegar verið bætt við í fjölskylduskrána skal smella á Bæta við. Færið síðan inn nafn og aðrar staðreyndir um nýju konuna. Nafn hennar ætti að skrást eins og gert var við skírn hennar. Reunion býr nú til nýtt fjölsky Iduspjald fyrir nánustu fjölskylduaðviðbættri nýskráðukonunni. Húnkemur nú fram sem eiginkona á nýju fjölskylduspjaldi. Hið sama á við hafi nýjum eiginmanni verið bætt inn í fjölskylduna. Nýtt fjölskylduspjald verður sjálfkrafa búið til við hverja giftingu. Hafi einstaklingur t.d. gifst þrisvar sinnum kemur einstaklingurinn fram á þremur mismunandi spjöldum - eitt spjald verður til fyrir hverja fjölskyldu sem hann er hluti af. Börn eða stjúpbörn hvers hjónabands fyrir sig koma fram á fjölskylduspjaldinu og sjástþáhjónin semnáttúrulegir foreldrar eða stjúpforeldrar. Þyki fólki þetta ruglingslegt er frekari upplýsingar með dæmum að finna í 12. kafla leiðbeininga- bókarinnar með Reunion. 6. skref: Skráning barna Þegar menn hafa skráð sjálfan sig og maka sinn (eiginkonu og eiginmann) er komið að börnum - fyrst því elsta og síðast því yngsta. Við skulum byrja á börnum og stjúpbörnum okkar sjálfra. Við eru bæði komin á fjölskylduspjald. Eigi maður stjúpbörn eða börn frá fyrra hjónabandi skulum við skrá þau síðar á fjölskylduspjald þar sem báðir foreldrar þeirra eru skráðir. Frekari upplýsingar um meðferð bama margra hjónabanda er að finna í 12. kafla leiðbeininga- bókarinnar. Til að ski'á barn er valið Sonur eða Dóttir undir Skrásetja. Gluggi birtist nú sem spyr um framhaldið. • Smellið á Bæta við hafi barnið ekki þegar verið skráð. Reunion biður næst um upplýsingar um barnið með því að opna Staðreyndagluggann - hinn sama sem notaður var til að skrá (Fastar) staðreyndir um sjálfa(n) þig og maka þinn. Síðan verður sjálfvirkt búið til nýtt fjölskylduspjald með barninu og fjölskyldunni. • Smellið áTengja núverandi ef barnið hefur þegar verið skráð í fjölskylduskrána. Ef þú ert að fara eftir þessum leiðbeiningum hefur þú ekki enn skráð börn þín eða fjölskyldur þeirra. Ef smellt er á Tengja núverandi gengur Reunion út frá því að barnið hafi þegar verið skráð og opnar lista yfir karla eða konur sem maður velur tengingu við. Geri maður mistök og þarf að eyða eða endurtölusetja barnahnapp skal velja Börn undir Sýsl. Til þess að fá frekari hjálp vísast til greinarinnar Börn í 10. kafla leiðbeiningabókarinnar. Upplýsingar um barnið þitt Hafi verið smellt á Bæta við í glugganum, sem áðan birtist, til þess að bæta barni við fjölskylduskrána, 12

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.